Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2024 14:14 Uppreisnar- og vígamenn í Idlib-héraði í gær. AP/Omar Albam Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Víglínan í Idlib hafði þó að mestu verið óhreyfð um árabil. Sókn uppreisnarmannanna að borginni kom Assad-liðum í opna skjöldu og hefur hún gengið hratt á undanförnum dögum. #Syria: in yet another major development, Syrian rebels seem to have captured a number of MANPADS surface-to-air missiles.This severely limits the regime's capabilities to retaliate from above. pic.twitter.com/yBnMGYNIzy— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn, sem leiddur er af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani, er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Syrian Hayat Tahrir al-Sham (HTS) Leader Abu Mohammed al-Joulani instructs commanders to protect civilians and ensure fair treatment for surrendering soldiers. pic.twitter.com/LAM5UwS4sl— Clash Report (@clashreport) November 29, 2024 Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Sjá einnig: Sækja óvænt og hratt að Aleppo Fregnir eru enn á miklu reiki en talið er að að uppreisnarmenn hafi laumað sveitum inn í Aleppo áður en sóknin að borginni hófst og þar hafi þessar sveitir fellt leiðtoga Assad-liða, og mögulega þar á meðal íranskan herforingja, og grafið undan vörnum þeirra. Einnig hafa heyrst sögusagnir af því að hópar hermanna hafi gefist upp fyrir uppreisnarmönnum. Margt er þó enn óstaðfest að svo stöddu. NEW — opposition forces inside #Aleppo city’s western suburbs. Heavy fighting ongoing, but regime defensive lines are falling.One source on the ground says a mass defection of regime soldiers based in one position is currently being negotiated. I cannot 100% confirm. pic.twitter.com/8ZlM2vgX3k— Charles Lister (@Charles_Lister) November 29, 2024 Utanríkisráðherra Íran hefur sakað Bandaríkjamenn og Ísrael um að bera ábyrgð á árásinni og hefur heitið áframhaldandi stuðningi við Assad. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði við blaðamenn í morgun að yfirvöld í Sýrlandi þyrftu að ná fljótt tökum á ástandinu og koma aftur á lögum og reglu. Íranar og Rússar eru stuðningsmenn Assad og innkoma þeirra og Hezbollah-samtakanna inn í borgarastyrjöldina í Sýrlandi á árum áður kom líklega í veg fyrir að Assad yrði velt úr sessi. Hversu mikinn stuðning Assad-liðar geta reitt á úr þessum áttum að þessu sinni er þó óljóst. Rússar eiga eins og frægt er fullt í fangi með innrás í Úkraínu. Þá hafa átök milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hinsvegar komið verulega niður á bæði Hezbollah og Byltingarverði Íran. #Syria: warplanes have started bombarding the city of #Idlib.As regime forces collapse along the front in #Aleppo, the military has no other response but to randomly target rebel areas. pic.twitter.com/RYM28RuVuW— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 #Syria: footage of rebel forces, the final moments before they moved out and advanced into the city of #Aleppo. pic.twitter.com/Q3ghQqJKks— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 Sýrland Hernaður Íran Rússland Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Víglínan í Idlib hafði þó að mestu verið óhreyfð um árabil. Sókn uppreisnarmannanna að borginni kom Assad-liðum í opna skjöldu og hefur hún gengið hratt á undanförnum dögum. #Syria: in yet another major development, Syrian rebels seem to have captured a number of MANPADS surface-to-air missiles.This severely limits the regime's capabilities to retaliate from above. pic.twitter.com/yBnMGYNIzy— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn, sem leiddur er af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani, er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Syrian Hayat Tahrir al-Sham (HTS) Leader Abu Mohammed al-Joulani instructs commanders to protect civilians and ensure fair treatment for surrendering soldiers. pic.twitter.com/LAM5UwS4sl— Clash Report (@clashreport) November 29, 2024 Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Sjá einnig: Sækja óvænt og hratt að Aleppo Fregnir eru enn á miklu reiki en talið er að að uppreisnarmenn hafi laumað sveitum inn í Aleppo áður en sóknin að borginni hófst og þar hafi þessar sveitir fellt leiðtoga Assad-liða, og mögulega þar á meðal íranskan herforingja, og grafið undan vörnum þeirra. Einnig hafa heyrst sögusagnir af því að hópar hermanna hafi gefist upp fyrir uppreisnarmönnum. Margt er þó enn óstaðfest að svo stöddu. NEW — opposition forces inside #Aleppo city’s western suburbs. Heavy fighting ongoing, but regime defensive lines are falling.One source on the ground says a mass defection of regime soldiers based in one position is currently being negotiated. I cannot 100% confirm. pic.twitter.com/8ZlM2vgX3k— Charles Lister (@Charles_Lister) November 29, 2024 Utanríkisráðherra Íran hefur sakað Bandaríkjamenn og Ísrael um að bera ábyrgð á árásinni og hefur heitið áframhaldandi stuðningi við Assad. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði við blaðamenn í morgun að yfirvöld í Sýrlandi þyrftu að ná fljótt tökum á ástandinu og koma aftur á lögum og reglu. Íranar og Rússar eru stuðningsmenn Assad og innkoma þeirra og Hezbollah-samtakanna inn í borgarastyrjöldina í Sýrlandi á árum áður kom líklega í veg fyrir að Assad yrði velt úr sessi. Hversu mikinn stuðning Assad-liðar geta reitt á úr þessum áttum að þessu sinni er þó óljóst. Rússar eiga eins og frægt er fullt í fangi með innrás í Úkraínu. Þá hafa átök milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hinsvegar komið verulega niður á bæði Hezbollah og Byltingarverði Íran. #Syria: warplanes have started bombarding the city of #Idlib.As regime forces collapse along the front in #Aleppo, the military has no other response but to randomly target rebel areas. pic.twitter.com/RYM28RuVuW— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 #Syria: footage of rebel forces, the final moments before they moved out and advanced into the city of #Aleppo. pic.twitter.com/Q3ghQqJKks— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024
Sýrland Hernaður Íran Rússland Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira