Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2024 14:14 Uppreisnar- og vígamenn í Idlib-héraði í gær. AP/Omar Albam Uppreisnar- og vígamenn hafa sótt hratt inn í borgina Aleppo í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. Svo virðist sem að varnir hers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi brostið og hafa stórir hlutar borgarinnar, sem var sú stærsta í Sýrlandi á árum áður fallið. Þá hafa fregnir borist af því að umfangsmikil vopnabúr hafi fallið í hendur uppreisnarmanna. Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Víglínan í Idlib hafði þó að mestu verið óhreyfð um árabil. Sókn uppreisnarmannanna að borginni kom Assad-liðum í opna skjöldu og hefur hún gengið hratt á undanförnum dögum. #Syria: in yet another major development, Syrian rebels seem to have captured a number of MANPADS surface-to-air missiles.This severely limits the regime's capabilities to retaliate from above. pic.twitter.com/yBnMGYNIzy— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn, sem leiddur er af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani, er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Syrian Hayat Tahrir al-Sham (HTS) Leader Abu Mohammed al-Joulani instructs commanders to protect civilians and ensure fair treatment for surrendering soldiers. pic.twitter.com/LAM5UwS4sl— Clash Report (@clashreport) November 29, 2024 Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Sjá einnig: Sækja óvænt og hratt að Aleppo Fregnir eru enn á miklu reiki en talið er að að uppreisnarmenn hafi laumað sveitum inn í Aleppo áður en sóknin að borginni hófst og þar hafi þessar sveitir fellt leiðtoga Assad-liða, og mögulega þar á meðal íranskan herforingja, og grafið undan vörnum þeirra. Einnig hafa heyrst sögusagnir af því að hópar hermanna hafi gefist upp fyrir uppreisnarmönnum. Margt er þó enn óstaðfest að svo stöddu. NEW — opposition forces inside #Aleppo city’s western suburbs. Heavy fighting ongoing, but regime defensive lines are falling.One source on the ground says a mass defection of regime soldiers based in one position is currently being negotiated. I cannot 100% confirm. pic.twitter.com/8ZlM2vgX3k— Charles Lister (@Charles_Lister) November 29, 2024 Utanríkisráðherra Íran hefur sakað Bandaríkjamenn og Ísrael um að bera ábyrgð á árásinni og hefur heitið áframhaldandi stuðningi við Assad. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði við blaðamenn í morgun að yfirvöld í Sýrlandi þyrftu að ná fljótt tökum á ástandinu og koma aftur á lögum og reglu. Íranar og Rússar eru stuðningsmenn Assad og innkoma þeirra og Hezbollah-samtakanna inn í borgarastyrjöldina í Sýrlandi á árum áður kom líklega í veg fyrir að Assad yrði velt úr sessi. Hversu mikinn stuðning Assad-liðar geta reitt á úr þessum áttum að þessu sinni er þó óljóst. Rússar eiga eins og frægt er fullt í fangi með innrás í Úkraínu. Þá hafa átök milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hinsvegar komið verulega niður á bæði Hezbollah og Byltingarverði Íran. #Syria: warplanes have started bombarding the city of #Idlib.As regime forces collapse along the front in #Aleppo, the military has no other response but to randomly target rebel areas. pic.twitter.com/RYM28RuVuW— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 #Syria: footage of rebel forces, the final moments before they moved out and advanced into the city of #Aleppo. pic.twitter.com/Q3ghQqJKks— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 Sýrland Hernaður Íran Rússland Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Aleppo var lengi eitt af höfuðvígum uppreisnarinnar í Sýrlandi en féll í hendur Assad-liða, eftir umfangsmikil og langvarandi átök, árið 2016. Víglínan í Idlib hafði þó að mestu verið óhreyfð um árabil. Sókn uppreisnarmannanna að borginni kom Assad-liðum í opna skjöldu og hefur hún gengið hratt á undanförnum dögum. #Syria: in yet another major development, Syrian rebels seem to have captured a number of MANPADS surface-to-air missiles.This severely limits the regime's capabilities to retaliate from above. pic.twitter.com/yBnMGYNIzy— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn, sem leiddur er af manni sem heitir Abu Mohammed al-Joulani, er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Syrian Hayat Tahrir al-Sham (HTS) Leader Abu Mohammed al-Joulani instructs commanders to protect civilians and ensure fair treatment for surrendering soldiers. pic.twitter.com/LAM5UwS4sl— Clash Report (@clashreport) November 29, 2024 Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Sjá einnig: Sækja óvænt og hratt að Aleppo Fregnir eru enn á miklu reiki en talið er að að uppreisnarmenn hafi laumað sveitum inn í Aleppo áður en sóknin að borginni hófst og þar hafi þessar sveitir fellt leiðtoga Assad-liða, og mögulega þar á meðal íranskan herforingja, og grafið undan vörnum þeirra. Einnig hafa heyrst sögusagnir af því að hópar hermanna hafi gefist upp fyrir uppreisnarmönnum. Margt er þó enn óstaðfest að svo stöddu. NEW — opposition forces inside #Aleppo city’s western suburbs. Heavy fighting ongoing, but regime defensive lines are falling.One source on the ground says a mass defection of regime soldiers based in one position is currently being negotiated. I cannot 100% confirm. pic.twitter.com/8ZlM2vgX3k— Charles Lister (@Charles_Lister) November 29, 2024 Utanríkisráðherra Íran hefur sakað Bandaríkjamenn og Ísrael um að bera ábyrgð á árásinni og hefur heitið áframhaldandi stuðningi við Assad. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði við blaðamenn í morgun að yfirvöld í Sýrlandi þyrftu að ná fljótt tökum á ástandinu og koma aftur á lögum og reglu. Íranar og Rússar eru stuðningsmenn Assad og innkoma þeirra og Hezbollah-samtakanna inn í borgarastyrjöldina í Sýrlandi á árum áður kom líklega í veg fyrir að Assad yrði velt úr sessi. Hversu mikinn stuðning Assad-liðar geta reitt á úr þessum áttum að þessu sinni er þó óljóst. Rússar eiga eins og frægt er fullt í fangi með innrás í Úkraínu. Þá hafa átök milli Ísrael annars vegar og Íran og Hezbollah hinsvegar komið verulega niður á bæði Hezbollah og Byltingarverði Íran. #Syria: warplanes have started bombarding the city of #Idlib.As regime forces collapse along the front in #Aleppo, the military has no other response but to randomly target rebel areas. pic.twitter.com/RYM28RuVuW— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024 #Syria: footage of rebel forces, the final moments before they moved out and advanced into the city of #Aleppo. pic.twitter.com/Q3ghQqJKks— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 29, 2024
Sýrland Hernaður Íran Rússland Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira