Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2024 23:15 Oscar Piasstri og Lando Norris komu fyrstir í mark í sprettkeppni katarska kappakstursins í dag. Mark Thompson/Getty Images Oscar Piastri fagnaði sigri í sprettkeppni katarska kappakstursins í Formúlu 1 í dag. Það var hins vegar liðsfélagi hans hjá McLaren, Lando Norris, sem leiddi frá upphafi til enda. Nánast. Norris hóf sprettkeppnina á ráspól og hélt George Russell á Mercedes fyrir aftan sig í upphafi keppninnar. Oscar Piastri ræsti þriðji og náði fljótlega að koma sér fram úr Russell. Piastri hafi mikið fyrir því að halda sér fyrir framan Russell alla keppnina og fékk góða hjálp frá liðsfélaga sínum Norris, sem var fremstur. Á lokametrum keppninnar hægði Norris svo á sér og hleypti Piastri fram úr sér og gaf honum þar með sigurinn. Með þessu var Norris að launa Piastri greiðann, en Piastri hafði hleypt Norris fram úr sér í brasilíska kappakstrinum fyrr í þessum mánuði. Þá átti Norris enn möguleika á að stela heimsmeistaratitlinum af Max Verstappen, en þar sem sá möguleiki var farinn gat Norris gefið Piastri sigurinn í sprettkeppni dagsins. Teamwork really does make the dream work ✨#F1Sprint #QatarGP @McLarenF1 pic.twitter.com/V6BLMe2CDJ— Formula 1 (@F1) November 30, 2024 Í kvöld fór svo tímatakan fyrir kappaksturinn á morgun fram. Nýkrýndi fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen átti besta tímann í síðasta hluta tímatökunnar og mun ræsa á ráspól í fyrsta skipti síðan í júní. George Russell á Marcedes ræsir annar og McLaren-mennirnir Norris og Piastri koma þar á eftir. Akstursíþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Norris hóf sprettkeppnina á ráspól og hélt George Russell á Mercedes fyrir aftan sig í upphafi keppninnar. Oscar Piastri ræsti þriðji og náði fljótlega að koma sér fram úr Russell. Piastri hafi mikið fyrir því að halda sér fyrir framan Russell alla keppnina og fékk góða hjálp frá liðsfélaga sínum Norris, sem var fremstur. Á lokametrum keppninnar hægði Norris svo á sér og hleypti Piastri fram úr sér og gaf honum þar með sigurinn. Með þessu var Norris að launa Piastri greiðann, en Piastri hafði hleypt Norris fram úr sér í brasilíska kappakstrinum fyrr í þessum mánuði. Þá átti Norris enn möguleika á að stela heimsmeistaratitlinum af Max Verstappen, en þar sem sá möguleiki var farinn gat Norris gefið Piastri sigurinn í sprettkeppni dagsins. Teamwork really does make the dream work ✨#F1Sprint #QatarGP @McLarenF1 pic.twitter.com/V6BLMe2CDJ— Formula 1 (@F1) November 30, 2024 Í kvöld fór svo tímatakan fyrir kappaksturinn á morgun fram. Nýkrýndi fjórfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen átti besta tímann í síðasta hluta tímatökunnar og mun ræsa á ráspól í fyrsta skipti síðan í júní. George Russell á Marcedes ræsir annar og McLaren-mennirnir Norris og Piastri koma þar á eftir.
Akstursíþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira