Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 11:36 Þórarinn Ingi Pétursson er jöfnunarþingmaður Norðausturkjördæmis. vísir/sara Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. Lokatölur fyrir Norðausturkjördæmi voru birtar klukkan tíu í morgun. Samfylkingin hlaut hlutfallslega flest atkvæði 21,3 prósent. Miðflokkurinn hlaut næstflest atkvæði, 15,7 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn var þriðji með fimmtán prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn tapaði 11,4 prósent fylgi á milli kosninga og nær aðeins inn einum kjördæmakjörnum þingmanni. Þegar úrslit á landsvísu lágu fyrir eftir hádegi í dag kom í ljós að Framsókn fengi inn jöfnunarþingmann í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn misstu 9,1 prósent og báða sína þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaðist minnstu fylgi af stjórnarflokkunum, 3,5 prósentum, og hélt sínum tveimur þingmönnum. Norðausturkjördæmi var lengi eitt helsta vígi Vinstri grænna enda kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda og formanns flokksins til fjölda ára. Flokkurinn hafði mest þrjá þingmenn þar þegar honum vegnaði sem best eftir hrun. Logi Einarsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verður fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Flokkssystir hans Eydís Ásbjörnsdóttir tekur einnig sæti á þingi. Fyrir Miðflokkinn náðu kjöri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þorgrímur Sigmundsson. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu verða þeir Jens Garðar Helgason, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Njáll Trausti Friðbertsson, sitjandi þingmaður flokksins. Sigurjón Þórðarson náði kjöri fyrir Flokk fólksins. Hann var áður þingmaður Frjálslynda flokksins frá 2003 til 2007. Eini kjördæmakjörni þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður Ingibjörg Ólöf Isaksen, sitjandi þingmaður. Þórarinn Ingi Pétursson náði inn sem jöfnunarþingmaður. Fyrir Viðreisn náði Ingvar Þóroddsson inn á þing. Flokkurinn var ekki með þingmann í kjördæminu fyrir. Fréttin var uppfærð eftir að úrslit á landsvísu lágu fyrir og ljóst varð að Framsóknarflokkurinn fengi jöfnunarsætið í Norðausturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Lýðræðisflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sjá meira
Lokatölur fyrir Norðausturkjördæmi voru birtar klukkan tíu í morgun. Samfylkingin hlaut hlutfallslega flest atkvæði 21,3 prósent. Miðflokkurinn hlaut næstflest atkvæði, 15,7 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn var þriðji með fimmtán prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn tapaði 11,4 prósent fylgi á milli kosninga og nær aðeins inn einum kjördæmakjörnum þingmanni. Þegar úrslit á landsvísu lágu fyrir eftir hádegi í dag kom í ljós að Framsókn fengi inn jöfnunarþingmann í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn misstu 9,1 prósent og báða sína þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaðist minnstu fylgi af stjórnarflokkunum, 3,5 prósentum, og hélt sínum tveimur þingmönnum. Norðausturkjördæmi var lengi eitt helsta vígi Vinstri grænna enda kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda og formanns flokksins til fjölda ára. Flokkurinn hafði mest þrjá þingmenn þar þegar honum vegnaði sem best eftir hrun. Logi Einarsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verður fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Flokkssystir hans Eydís Ásbjörnsdóttir tekur einnig sæti á þingi. Fyrir Miðflokkinn náðu kjöri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þorgrímur Sigmundsson. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu verða þeir Jens Garðar Helgason, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Njáll Trausti Friðbertsson, sitjandi þingmaður flokksins. Sigurjón Þórðarson náði kjöri fyrir Flokk fólksins. Hann var áður þingmaður Frjálslynda flokksins frá 2003 til 2007. Eini kjördæmakjörni þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður Ingibjörg Ólöf Isaksen, sitjandi þingmaður. Þórarinn Ingi Pétursson náði inn sem jöfnunarþingmaður. Fyrir Viðreisn náði Ingvar Þóroddsson inn á þing. Flokkurinn var ekki með þingmann í kjördæminu fyrir. Fréttin var uppfærð eftir að úrslit á landsvísu lágu fyrir og ljóst varð að Framsóknarflokkurinn fengi jöfnunarsætið í Norðausturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Lýðræðisflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sjá meira
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08