Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 11:52 Útlit er fyrir að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækki um tvo eftir kosningarnar. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segist klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins sem fjármálaráðherra til langs tíma. Margt sem flokkurinn hafi talað fyrir myndi kosta ríkissjóð verulega. Bjarni segir æskilegt að hægt yrði að sjá nánara niðurbrot atkvæða í kjördæmunum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi þau úrslit sem fyrir liggja í Sprengisandi. „Í öllu falli erum við að fara fram úr öllum spám og að því leytinu til segjum við að við höfum háð árangursríka baráttu,“ segir Bjarni. Skoðanakannanir hafi í upphafi spáð þeim um fjórtán prósentum en sem stendur er Sjálfstæðisflokkurinn í rúmum nítján prósentum. Hann segir styrk Flokks fólksins koma sér mest á óvart í kosningunum. Flokkurinn hlaut til að mynda fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi. „Þetta er ein af ástæðum þess, sérstaklega þegar við erum komin með svona stór kjördæmi, sem ég myndi vilja fá, frá kjörstöðunum, meira niðurbrot atkvæða. Maður vill skilja hvað er að gerast.“ Hann segir Suðurkjördæmið stórt og í því séu nokkrir ákveðnir kjarnar. „Ég skil alveg sjónarmiðin frá fyrri tíðum um að menn vilji ekki greina úrslitin þannig að þau séu persónugreinanleg. En fyrir kjósendur í landinu og þroskaða stjórnmálaumræðu væri auðvitað mjög æskilegt að geta séð atkvæðin eins og þau lágu fyrir hjá hverjum kjörstað.“ Hann spyrji sig hvernig atkvæðin liggi eftir mismunandi bæjarfélögum. Stjórnmálaumræðan væri skemmtilegri væri hægt að taka hana frá dýpri grunni. Sem fjármálaráðherra til langs tíma segist hann klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins. „Því mér finnst margt sem þau hafa verið að segja myndi kosta ríkissjóð verulega, bæði til skamms tíma og langs tíma. Frumvörpin sem þau hafa lagt fram í þinginu hafa af fjármálaráðuneytinu í einstaka tilvikum verið metin einstök frumvörp. Upp á að lágmarki tugi milljarða og allt yfir hundrað milljarða.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sprengisandur Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi þau úrslit sem fyrir liggja í Sprengisandi. „Í öllu falli erum við að fara fram úr öllum spám og að því leytinu til segjum við að við höfum háð árangursríka baráttu,“ segir Bjarni. Skoðanakannanir hafi í upphafi spáð þeim um fjórtán prósentum en sem stendur er Sjálfstæðisflokkurinn í rúmum nítján prósentum. Hann segir styrk Flokks fólksins koma sér mest á óvart í kosningunum. Flokkurinn hlaut til að mynda fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi. „Þetta er ein af ástæðum þess, sérstaklega þegar við erum komin með svona stór kjördæmi, sem ég myndi vilja fá, frá kjörstöðunum, meira niðurbrot atkvæða. Maður vill skilja hvað er að gerast.“ Hann segir Suðurkjördæmið stórt og í því séu nokkrir ákveðnir kjarnar. „Ég skil alveg sjónarmiðin frá fyrri tíðum um að menn vilji ekki greina úrslitin þannig að þau séu persónugreinanleg. En fyrir kjósendur í landinu og þroskaða stjórnmálaumræðu væri auðvitað mjög æskilegt að geta séð atkvæðin eins og þau lágu fyrir hjá hverjum kjörstað.“ Hann spyrji sig hvernig atkvæðin liggi eftir mismunandi bæjarfélögum. Stjórnmálaumræðan væri skemmtilegri væri hægt að taka hana frá dýpri grunni. Sem fjármálaráðherra til langs tíma segist hann klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins. „Því mér finnst margt sem þau hafa verið að segja myndi kosta ríkissjóð verulega, bæði til skamms tíma og langs tíma. Frumvörpin sem þau hafa lagt fram í þinginu hafa af fjármálaráðuneytinu í einstaka tilvikum verið metin einstök frumvörp. Upp á að lágmarki tugi milljarða og allt yfir hundrað milljarða.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sprengisandur Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira