Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 11:42 Lilja Rafney er jöfnunarþingmaður Norðvesturkjördæmis. vísir/sara Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. Lokatölur fyrir Norðvesturkjördæmi bárust upp úr klukkan hálf ellefu í morgun. Kjörsókn þar var 82,3 prósent og sú hæsta þegar lokatölur lágu fyrir í öllum kjördæmum nema Suðvesturkjördæmi. Líkt og í öðrum kjördæmum töpuðu ríkisstjórnarflokkarnir fylgi í Norðvesturkjördæmi frá því í kosningunum 2021. Framsóknarflokkurinn tapaði tveimur þingmönnum, Sjálfstæðisflokkurinn einum og Vinstri græn sínum eina þingmanni þar. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut átján prósent atkvæða. Ólafur Adolfsson, fyrrverandi knattspyrnumaður og lyfsali, verður þingmaður hans. Flokkur fólksins hlaut 16,7 prósent og einn kjördæmakjörinn þingmann, Eyjólf Ármannsson sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn. Þegar lokatölur fyrir landið allt lágu fyrir komst Lilja Rafney Magnúsdóttir inn sem jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Hann verður því með flesta þingmenn kjördæmisins. Samfylkingin hlaut 15,9 prósent atkvæða og náði Arna Lára Jónsdóttir inn á þing. Flokkurinn átti ekki þingmann í Norðvesturkjördæmi á síðasta kjörtímabili. Miðflokkurinn fékk 14,8 prósent atkvæða og einn þingmann, Ingibjörgu Davíðsdóttur. Þingmaður Framsóknarflokksins verður Stefán Vagn Stefánsson en flokkurinn hlaut 13,3 prósent atkvæða. María Rut Kristinsdóttir kemur ný inn á þing fyrir Viðreisn en flokkurinn fékk 12,6 prósent í kjördæminu. Hann hafði ekki þingmann þar áður. Fréttin var uppfærð eftir að úrslit á landsvísu lágu fyrir og Flokkur fólksins bætti við sig jöfnunarþingsæti í kjördæminu. Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Píratar Samfylkingin Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Lokatölur fyrir Norðvesturkjördæmi bárust upp úr klukkan hálf ellefu í morgun. Kjörsókn þar var 82,3 prósent og sú hæsta þegar lokatölur lágu fyrir í öllum kjördæmum nema Suðvesturkjördæmi. Líkt og í öðrum kjördæmum töpuðu ríkisstjórnarflokkarnir fylgi í Norðvesturkjördæmi frá því í kosningunum 2021. Framsóknarflokkurinn tapaði tveimur þingmönnum, Sjálfstæðisflokkurinn einum og Vinstri græn sínum eina þingmanni þar. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut átján prósent atkvæða. Ólafur Adolfsson, fyrrverandi knattspyrnumaður og lyfsali, verður þingmaður hans. Flokkur fólksins hlaut 16,7 prósent og einn kjördæmakjörinn þingmann, Eyjólf Ármannsson sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn. Þegar lokatölur fyrir landið allt lágu fyrir komst Lilja Rafney Magnúsdóttir inn sem jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Hann verður því með flesta þingmenn kjördæmisins. Samfylkingin hlaut 15,9 prósent atkvæða og náði Arna Lára Jónsdóttir inn á þing. Flokkurinn átti ekki þingmann í Norðvesturkjördæmi á síðasta kjörtímabili. Miðflokkurinn fékk 14,8 prósent atkvæða og einn þingmann, Ingibjörgu Davíðsdóttur. Þingmaður Framsóknarflokksins verður Stefán Vagn Stefánsson en flokkurinn hlaut 13,3 prósent atkvæða. María Rut Kristinsdóttir kemur ný inn á þing fyrir Viðreisn en flokkurinn fékk 12,6 prósent í kjördæminu. Hann hafði ekki þingmann þar áður. Fréttin var uppfærð eftir að úrslit á landsvísu lágu fyrir og Flokkur fólksins bætti við sig jöfnunarþingsæti í kjördæminu.
Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Lýðræðisflokkurinn Píratar Samfylkingin Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24
Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08