Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. desember 2024 13:02 Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson voru að festa kaup á blómabúð. Instagram @bjarmii „Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar vöruhönnuður. Hann og eiginmaður hans Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leikstjóri, tóku Svartan föstudag í nýjar hæðir og keyptu heila blómabúð. Hjónin giftu sig 21. júní síðastliðinn. Á Instagram færslu skrifar Bjarmi Fannar: „Svartur föstudagur. Allir að kaupa sér eitthvað fallegt. Við keyptum okkur blómabúð.“ Blómabúðin ber heitið Hæ Blóm, er staðsett í Efstalandi 26 og opnar í janúar. View this post on Instagram A post shared by H Æ B L Ó M 」 (@hae.blom) Blaðamaður ræddi við Bjarma sem segir að hugmyndin hafi kviknað snemma í janúar þegar hann var staddur í hugleiðslutíma á Balí. „Nafnið kom til mín eins og hugljómun og frá þeirri stundu fór eitthvað út í alheiminn,“ segir Bjarmi. Hæ Blóm opnar í janúar.Instagram Blóm hafa alla tíð átt mjög sérstakan stað í hjarta hans og fór hann alla leið með ástríðuna. „Þegar ég lærði blómskreytirinn í miðjum heimsfaraldri sá ég möguleikann á að sameina ástríðu mína fyrir vöruhönnun og blómahönnun. Þetta ævintýri hófst þó fyrir tilstilli góðs vinar okkar Bjarna. Hann hafði samband og eiginlega sagði mér að kaupa blómabúð vinkonu sinnar, núverandi eiganda Blómasmiðjunnar í Grímsbæ, sem var að leita að nýjum eiganda. Ég leyfði hugmyndinni að marenerast í nokkra daga og sá fyrir mér allt sem Hæ Blóm gæti orðið en ég var líka hræddur við að stíga svona langt út fyrir þægindarammann. Án hvatningar frá Bjarna hefði ég líklega aldrei tekið þetta skref. Ég ákvað að treysta tilfinningunni og fylgja innsæinu. Ég sagði upp starfi mínu hjá Icelandair og tók stökkið. Svo áður en ég veit af vorum við búnir að skrifa undir kaupsamninginn og við fáum afhent núna 1. janúar.“ Það getur verið erfitt að skipuleggja drauma sína fram í tímann. „Blómabúð hefur lengi verið á draumalistanum mínum en þó frekar sem fimmtán ára framtíðaráætlun. Þegar tækifærið kom til mín svona óvænt vissi ég að ég gæti ekki sleppt því. Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar að lokum. Blóm Verslun Hinsegin Reykjavík Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Hjónin giftu sig 21. júní síðastliðinn. Á Instagram færslu skrifar Bjarmi Fannar: „Svartur föstudagur. Allir að kaupa sér eitthvað fallegt. Við keyptum okkur blómabúð.“ Blómabúðin ber heitið Hæ Blóm, er staðsett í Efstalandi 26 og opnar í janúar. View this post on Instagram A post shared by H Æ B L Ó M 」 (@hae.blom) Blaðamaður ræddi við Bjarma sem segir að hugmyndin hafi kviknað snemma í janúar þegar hann var staddur í hugleiðslutíma á Balí. „Nafnið kom til mín eins og hugljómun og frá þeirri stundu fór eitthvað út í alheiminn,“ segir Bjarmi. Hæ Blóm opnar í janúar.Instagram Blóm hafa alla tíð átt mjög sérstakan stað í hjarta hans og fór hann alla leið með ástríðuna. „Þegar ég lærði blómskreytirinn í miðjum heimsfaraldri sá ég möguleikann á að sameina ástríðu mína fyrir vöruhönnun og blómahönnun. Þetta ævintýri hófst þó fyrir tilstilli góðs vinar okkar Bjarna. Hann hafði samband og eiginlega sagði mér að kaupa blómabúð vinkonu sinnar, núverandi eiganda Blómasmiðjunnar í Grímsbæ, sem var að leita að nýjum eiganda. Ég leyfði hugmyndinni að marenerast í nokkra daga og sá fyrir mér allt sem Hæ Blóm gæti orðið en ég var líka hræddur við að stíga svona langt út fyrir þægindarammann. Án hvatningar frá Bjarna hefði ég líklega aldrei tekið þetta skref. Ég ákvað að treysta tilfinningunni og fylgja innsæinu. Ég sagði upp starfi mínu hjá Icelandair og tók stökkið. Svo áður en ég veit af vorum við búnir að skrifa undir kaupsamninginn og við fáum afhent núna 1. janúar.“ Það getur verið erfitt að skipuleggja drauma sína fram í tímann. „Blómabúð hefur lengi verið á draumalistanum mínum en þó frekar sem fimmtán ára framtíðaráætlun. Þegar tækifærið kom til mín svona óvænt vissi ég að ég gæti ekki sleppt því. Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar að lokum.
Blóm Verslun Hinsegin Reykjavík Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira