Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2024 13:05 Garðar Már Garðarsson, sem er aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi við Ölfusá í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með stöðunni í Ölfusá vegna krapastíflu í ánni á milli Ölfusárbrúar og Selfosskirkju. Fólk er beðið að sýna sérstaka varúð við ána en vatn var farið að flæða upp að og yfir göngustíga við ánna í gær. Það var um níu stiga frost á Selfossi klukkan 07:00 í morgun og enn heilmikil krapastífla í Ölfusá og hleðst ísinn upp við Ölfusárbrú og í hvilftinni við Selfosskirkju. Lögreglan á Suðurlandi fylgist vel með ánni. Garðar Már Garðarsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. „Það er grannt fylgst með rennslinu og við fylgjumst bæði með drónamyndum og raun eftirliti hérna fyrir neðan og upp með ánni og erum í stöðugu sambandi við vatnamælingar veðurstofu Íslands“, segir Garðar Már. Garðar segir mikla umferð við Ölfusá vegna þessara óvenjulegu aðstæðna. „Já, það er mikil umferð hérna enda ekki nema von því þetta er tilkomumikið að sjá þetta. Hérna eru náttúruöflin í sinni skýrustu mynd beint fyrir framan nefið á okkur.“ Lögreglan notast m.a. við dróna til að fylgjast með ástandinu í ánni. Hér er Frímann Birgir Baldursson að fljúga drónanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er lögreglan með einhverjar ráðleggingar til íbúa eða fólks? „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar um leið og hann hvetur fólk í húsum í nágrenni þess svæðis sem ís er að hlaðast upp að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar ef það telur ís eða vatn sé farið að nálgast garða eða húsnæði meira en nú er. Lögreglan segir að það megi alls ekki fara út á ísinn í ánni, það geti verið stórhættulegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill ís hefur hlaðist upp við Selfosskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veður Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Það var um níu stiga frost á Selfossi klukkan 07:00 í morgun og enn heilmikil krapastífla í Ölfusá og hleðst ísinn upp við Ölfusárbrú og í hvilftinni við Selfosskirkju. Lögreglan á Suðurlandi fylgist vel með ánni. Garðar Már Garðarsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. „Það er grannt fylgst með rennslinu og við fylgjumst bæði með drónamyndum og raun eftirliti hérna fyrir neðan og upp með ánni og erum í stöðugu sambandi við vatnamælingar veðurstofu Íslands“, segir Garðar Már. Garðar segir mikla umferð við Ölfusá vegna þessara óvenjulegu aðstæðna. „Já, það er mikil umferð hérna enda ekki nema von því þetta er tilkomumikið að sjá þetta. Hérna eru náttúruöflin í sinni skýrustu mynd beint fyrir framan nefið á okkur.“ Lögreglan notast m.a. við dróna til að fylgjast með ástandinu í ánni. Hér er Frímann Birgir Baldursson að fljúga drónanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er lögreglan með einhverjar ráðleggingar til íbúa eða fólks? „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar um leið og hann hvetur fólk í húsum í nágrenni þess svæðis sem ís er að hlaðast upp að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar ef það telur ís eða vatn sé farið að nálgast garða eða húsnæði meira en nú er. Lögreglan segir að það megi alls ekki fara út á ísinn í ánni, það geti verið stórhættulegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill ís hefur hlaðist upp við Selfosskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veður Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira