Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Jón Þór Stefánsson skrifar 2. desember 2024 14:13 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna líkamsárásar gegn eiginkonu sinni. Árásin sem maðurinn var sakfelldur fyrir átti sér stað á heimili þeirra þann 9. mars á þessu ári. Manninum var gefið að sök að hrinda konunni endurtekið utan í skáp og slá höfði hennar endurtekið utan í hurð og skáp. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar í andliti. Taldi áverkana vera konunni sjálfri að kenna Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að þau tvö hefðu verið að gera við íbúð hans, og hann ætlað að greiða henni fyrir það, en hún verið ósátt með upphæðina sem hann ætlaði að gefa henni. Hún hafi því ætlað að fara í burtu, en hann ekki viljað láta hana hafa bíllyklana. Að hans sögn brást hún ill við, varð reið og árásargjörn. Hún hafi meðal annars kastað bolla og ýtt húsgögnum til. Hann hafi reynt að róa hana og ýtt henni inn í herbergi. Í fyrstu hafi hann tekið um mitti hennar og ýtt stutta vegalengd, en hún streist á móti og því hafi hann ýtt fastar á hana. Hann sagði konuna hafa verið með stóran gullhring á fingri og slegið handleggnum í andlitið á sjálfri sér. Því hafi verið um sjálfsáverka að ræða. Lét ekki segjast Konan hins vegar sagði fyrir dómi að þau hefðu verið að rífast um kvöldið. Hann hafi verið ósáttur með að hún hafi komið seinna heim en hann. Hann hafi verið reiður og öskrað vegna þess að hún hafi ekki verið búin að elda heitan mat. Hún hafi ítrekað beðið hann afsökunar, en hann ekki látið segjast. Síðan hafi hann framið árásina sem hann var ákærður fyrir. Dómnum þótti ekki ástæða til að draga framburð konunnar í efa og vísaði til læknisvottorðs því til stuðnings. Þó þótti honum ekki sannað að maðurinn hefði hrint henni utan í skáp, en fyrir utan það atriði var hann sakfelldur. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Árásin sem maðurinn var sakfelldur fyrir átti sér stað á heimili þeirra þann 9. mars á þessu ári. Manninum var gefið að sök að hrinda konunni endurtekið utan í skáp og slá höfði hennar endurtekið utan í hurð og skáp. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar í andliti. Taldi áverkana vera konunni sjálfri að kenna Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að þau tvö hefðu verið að gera við íbúð hans, og hann ætlað að greiða henni fyrir það, en hún verið ósátt með upphæðina sem hann ætlaði að gefa henni. Hún hafi því ætlað að fara í burtu, en hann ekki viljað láta hana hafa bíllyklana. Að hans sögn brást hún ill við, varð reið og árásargjörn. Hún hafi meðal annars kastað bolla og ýtt húsgögnum til. Hann hafi reynt að róa hana og ýtt henni inn í herbergi. Í fyrstu hafi hann tekið um mitti hennar og ýtt stutta vegalengd, en hún streist á móti og því hafi hann ýtt fastar á hana. Hann sagði konuna hafa verið með stóran gullhring á fingri og slegið handleggnum í andlitið á sjálfri sér. Því hafi verið um sjálfsáverka að ræða. Lét ekki segjast Konan hins vegar sagði fyrir dómi að þau hefðu verið að rífast um kvöldið. Hann hafi verið ósáttur með að hún hafi komið seinna heim en hann. Hann hafi verið reiður og öskrað vegna þess að hún hafi ekki verið búin að elda heitan mat. Hún hafi ítrekað beðið hann afsökunar, en hann ekki látið segjast. Síðan hafi hann framið árásina sem hann var ákærður fyrir. Dómnum þótti ekki ástæða til að draga framburð konunnar í efa og vísaði til læknisvottorðs því til stuðnings. Þó þótti honum ekki sannað að maðurinn hefði hrint henni utan í skáp, en fyrir utan það atriði var hann sakfelldur. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira