Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 08:02 Perla Ruth er markahæst í íslenska liðinu á EM til þessa. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images Stelpurnar okkar hafa gert vel í íþróttaborginni Innsbruck hingað til. Þær voru nærri sigri gegn Hollandi, unnu svo sögulegan sigur á Úkraínu. Í kvöld er komið að lokaverkefninu hér í bæ, gegn þýska stálinu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Ég ræddi við Þóri Hergeirsson, þjálfara norska landsliðsins, um helgina en vegna tæknilegra örðugleika var hljóð ekki nema á fyrstu tuttugu sekúndum viðtalsins og það því ónýtt. Það gengur ekki alltaf allt upp í svona vinnuferðum og maður lærir af mistökunum. Ég mun ekki aftur fiffast eitthvað með hljóðið í miðju viðtali. Bara til að vera viss um að það sé í lagi – það gæti nefnilega verið að ég mute-i óvart allt helvítis draslið og sitji eftir tómhentur. Þau voru nokkur mistökin sem íslenska liðið gerði þegar það mætti í fyrsta sinn á stórmót í ellefu ár í Stafangri í fyrra. Taugarnar voru þandar allsvakalega þar sem liðið lenti 11-4 undir fyrir Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum leikinn á eftir. Lærdómur hefur verið dreginn af því og góð byrjun gegn Hollandi kom Íslandi langt gegn sterku liði en dugði að endingu skammt. Sama má segja gegn Úkraínu þar sem góð byrjun á mikið í sigrinum. En slakað var heldur mikið á klónni þegar leið á síðari leikinn. Fyrir minn smekk í það minnsta, og ég held flestra í landsliðinu líka. Það sem Þórir sagði við mig í þessu viðtali um daginn var að hann trúði því vart hversu miklar framfarir hefðu orðið á íslenska liðinu á þessum tíma. Það er óhætt að taka undir það. Samheldnin, ástríðan og getan er til staðar í þessu liði, líkt og það hefur sýnt í fyrstu tveimur leikjunum. Verkefni dagsins er hins vegar ekkert einfalt. Eftir 11-4 byrjunina gegn Slóveníu í fyrra vann Ísland leikinn ef þau 15 mörk eru tekin frá. Gegn Frökkum vann Ísland seinni hálfleikinn. Liðið hefur tapað báðum síðari hálfleikjum á þessu móti hér. Þetta hefur því snúist við. Nú er komið að lokaprófinu þar sem er kýrskýrt að liðið þarf tvo góða hálfleiki og algjöran toppleik til að eiga möguleika gegn sterku þýsku liði. Þjóðverjarnir hafa hins vegar sætt gagnrýni heima fyrir, bæði á ÓL í sumar og á þessu móti. Pressan á þeim er töluverð. Stelpurnar okkar ættu hins vegar að koma pressulausar inn í þetta. Þær gera það líklega ekki, enda setja þær pressuna á sig sjálfar, að gera vel. Eftir að hafa verið innan um þær síðustu daga finn ég trúna í hópnum á að þetta sé hægt og er ekki frá því að ég sé sjálfur farinn að trúa því líka að þær séu á leið til Vínarborgar. Innsbruck er aðallega þekkt sem íþróttaborg en hér hefur maður orðið var við iðnaðinn einnig. Auk bjórgerðar er hér eitthvað um málmvinnslu og rafvöruframleiðslu. Stelpurnar hafa því ekki verið í vandræðum með að verða sér úti um logsuðutækin og það er verið að hita þau upp. Þær ætla sér að bræða þýska stálið. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Ég ræddi við Þóri Hergeirsson, þjálfara norska landsliðsins, um helgina en vegna tæknilegra örðugleika var hljóð ekki nema á fyrstu tuttugu sekúndum viðtalsins og það því ónýtt. Það gengur ekki alltaf allt upp í svona vinnuferðum og maður lærir af mistökunum. Ég mun ekki aftur fiffast eitthvað með hljóðið í miðju viðtali. Bara til að vera viss um að það sé í lagi – það gæti nefnilega verið að ég mute-i óvart allt helvítis draslið og sitji eftir tómhentur. Þau voru nokkur mistökin sem íslenska liðið gerði þegar það mætti í fyrsta sinn á stórmót í ellefu ár í Stafangri í fyrra. Taugarnar voru þandar allsvakalega þar sem liðið lenti 11-4 undir fyrir Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum leikinn á eftir. Lærdómur hefur verið dreginn af því og góð byrjun gegn Hollandi kom Íslandi langt gegn sterku liði en dugði að endingu skammt. Sama má segja gegn Úkraínu þar sem góð byrjun á mikið í sigrinum. En slakað var heldur mikið á klónni þegar leið á síðari leikinn. Fyrir minn smekk í það minnsta, og ég held flestra í landsliðinu líka. Það sem Þórir sagði við mig í þessu viðtali um daginn var að hann trúði því vart hversu miklar framfarir hefðu orðið á íslenska liðinu á þessum tíma. Það er óhætt að taka undir það. Samheldnin, ástríðan og getan er til staðar í þessu liði, líkt og það hefur sýnt í fyrstu tveimur leikjunum. Verkefni dagsins er hins vegar ekkert einfalt. Eftir 11-4 byrjunina gegn Slóveníu í fyrra vann Ísland leikinn ef þau 15 mörk eru tekin frá. Gegn Frökkum vann Ísland seinni hálfleikinn. Liðið hefur tapað báðum síðari hálfleikjum á þessu móti hér. Þetta hefur því snúist við. Nú er komið að lokaprófinu þar sem er kýrskýrt að liðið þarf tvo góða hálfleiki og algjöran toppleik til að eiga möguleika gegn sterku þýsku liði. Þjóðverjarnir hafa hins vegar sætt gagnrýni heima fyrir, bæði á ÓL í sumar og á þessu móti. Pressan á þeim er töluverð. Stelpurnar okkar ættu hins vegar að koma pressulausar inn í þetta. Þær gera það líklega ekki, enda setja þær pressuna á sig sjálfar, að gera vel. Eftir að hafa verið innan um þær síðustu daga finn ég trúna í hópnum á að þetta sé hægt og er ekki frá því að ég sé sjálfur farinn að trúa því líka að þær séu á leið til Vínarborgar. Innsbruck er aðallega þekkt sem íþróttaborg en hér hefur maður orðið var við iðnaðinn einnig. Auk bjórgerðar er hér eitthvað um málmvinnslu og rafvöruframleiðslu. Stelpurnar hafa því ekki verið í vandræðum með að verða sér úti um logsuðutækin og það er verið að hita þau upp. Þær ætla sér að bræða þýska stálið.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira