Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2024 13:41 Kolbrún Þ. Pálsdóttir tók við sem forseti menntavísindasviðs árið 2018. Kristinn Ingvarsson Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. „Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi,“ segir Kolbrún í tilkynningu. Jón Atli Benediktsson núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans lýkur. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur sömuleiðis lýst yfir áformum um framboð. Styrkja stoðir gæðakennslu Kolbrún segir frá megináherslum sínum í tilkynningunni. „Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknarinnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir styrkingu og þróun Háskólans. Afar mikilvægt er að leiða krafta vísindasamfélagsins saman til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Hér mun skipta öllu að það takist vel að byggja upp mikilvæga rannsóknarinnviði innan vísindagarða í Vatnsmýrinni. Ég legg áherslu á að þar verði jafnframt til ný þverfagleg rannsóknarmiðja HÍ sem skapa mun spennandi rannsóknartækifæri fyrir öll fræðasvið og framsækinn vettvang fyrir vísindi og samfélagslega nýsköpun.“ Hún leggi áherslu á að styrkja stoðir gæðakennslu og náms í deildum skólans og að auka tækifæri stúdenta til rannsókna, starfsnáms og þátttöku í skapandi og hagnýtum verkefnum. Akademískt frelsi lykillinn að árangri „Þá er lykilatriði að stjórnvöld hefji undirbúning að innleiðingu námsstyrkjakerfis til háskólanáms að norrænni fyrirmynd og mun ég leggjast á árarnir með stúdentum í þeirri baráttu. Brýnt er að bæta starfsaðstæður stúdenta og starfsfólks og leita allra leiða til að stuðla að jákvæðu og sveigjanlegu starfsumhverfi og að laun starfsfólks verði samkeppnishæf.“ Hún sé þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að skólann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. „Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum.“ Háskólar Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Tengdar fréttir Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi,“ segir Kolbrún í tilkynningu. Jón Atli Benediktsson núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans lýkur. Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur sömuleiðis lýst yfir áformum um framboð. Styrkja stoðir gæðakennslu Kolbrún segir frá megináherslum sínum í tilkynningunni. „Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknarinnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir styrkingu og þróun Háskólans. Afar mikilvægt er að leiða krafta vísindasamfélagsins saman til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Hér mun skipta öllu að það takist vel að byggja upp mikilvæga rannsóknarinnviði innan vísindagarða í Vatnsmýrinni. Ég legg áherslu á að þar verði jafnframt til ný þverfagleg rannsóknarmiðja HÍ sem skapa mun spennandi rannsóknartækifæri fyrir öll fræðasvið og framsækinn vettvang fyrir vísindi og samfélagslega nýsköpun.“ Hún leggi áherslu á að styrkja stoðir gæðakennslu og náms í deildum skólans og að auka tækifæri stúdenta til rannsókna, starfsnáms og þátttöku í skapandi og hagnýtum verkefnum. Akademískt frelsi lykillinn að árangri „Þá er lykilatriði að stjórnvöld hefji undirbúning að innleiðingu námsstyrkjakerfis til háskólanáms að norrænni fyrirmynd og mun ég leggjast á árarnir með stúdentum í þeirri baráttu. Brýnt er að bæta starfsaðstæður stúdenta og starfsfólks og leita allra leiða til að stuðla að jákvæðu og sveigjanlegu starfsumhverfi og að laun starfsfólks verði samkeppnishæf.“ Hún sé þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að skólann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. „Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum.“
Háskólar Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Tengdar fréttir Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02
Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56