Fitusmánuð á rauða dreglinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2024 16:13 Kate Winslet á rauða dreglinum við Golden Globes verðlaunahátíðina 1998 með James Cameron leikstjóra Titanic og meðleikurum sínum líkt og Leonardo DiCaprio. Vinnie Zuffante/Getty Images Breska leikkonan Kate Winslet segir að hún hafi verið fitusmánuð af fréttafólki þar sem hún var stödd á rauða dreglinum í aðdraganda afhendingar Golden Globes verðlaunanna árið 1998. Þar var hún stödd ásamt öðrum aðstandendum stórmyndarinnar Titanic sem sópaði til sín verðlaunum þetta árið. Þetta kemur fram í viðtali við leikkonuna í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Hún er þessa dagana að kynna bíómynd sína Lee þar sem hún fer með hlutverk hins magnaða stríðsfréttaljósmyndara Lee Miller. Í fréttaskýringaþættinum er sýnd klippa frá 1998 þar sem fréttamaður segir við Winslet að kjóllinn sem leikkonan sé í líti ekki nógu vel út og að hún hefði mátt vera í stærri kjól. „Þetta er algjörlega ógeðfellt,“ segir Winslet í þættinum um þessi samskipti. „Hvernig manneskja þarftu að vera til þess að gera ungri leikkonu þetta sem er bara að átta sig á hlutnum?“ Lét hann heyra það Leikkonan segir að á þessum tíma hafi svona samskipti viðgengist á hverjum einasta degi. Hún hafi aldrei tjáð sig opinberlega um þetta en hún hafi hinsvegar látið viðkomandi fréttamann heyra það í einrúmi. „Ég lét þau heyra það. Ég sagði: Ég vona að þetta ásæki ykkur. Þetta var frábær stund. Þetta var fyrir alla sem verða fyrir svona áreiti. Þetta var hrikalegt.“ Winslet segir að hún hafi lengi orðið fyrir svona framkomu, meðal annars af hálfu leiklistarkennara sem hafi sagt henni að sætta sig einfaldlega við það, að hún væri feit. Ef hún ætlaði sér að líta svona út yrði hún að sætta sig við hlutverk feitra kvenna. Hún segir að hún sé löngu hætt að hlusta á álit annarra á útliti sínu og rifjar upp eitt atriði í kvikmyndinni Lee þar sem hún hafi verið beðin um að sitja bein í baki þannig að ekki sæist í fituna á maganum hennar. Það hafi henni þótt furðulegar leiðbeiningar og því virti hún þær alfarið að vettugi. „Starf mitt fólst í því að vera eins og Lee. Hún var ekki að lyfta lóðum og fara í pílates, hún borðaði osta, brauð og drakk vín án þess að spá í því, auðvitað væri hún ekki mössuð.“ Hollywood Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við leikkonuna í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Hún er þessa dagana að kynna bíómynd sína Lee þar sem hún fer með hlutverk hins magnaða stríðsfréttaljósmyndara Lee Miller. Í fréttaskýringaþættinum er sýnd klippa frá 1998 þar sem fréttamaður segir við Winslet að kjóllinn sem leikkonan sé í líti ekki nógu vel út og að hún hefði mátt vera í stærri kjól. „Þetta er algjörlega ógeðfellt,“ segir Winslet í þættinum um þessi samskipti. „Hvernig manneskja þarftu að vera til þess að gera ungri leikkonu þetta sem er bara að átta sig á hlutnum?“ Lét hann heyra það Leikkonan segir að á þessum tíma hafi svona samskipti viðgengist á hverjum einasta degi. Hún hafi aldrei tjáð sig opinberlega um þetta en hún hafi hinsvegar látið viðkomandi fréttamann heyra það í einrúmi. „Ég lét þau heyra það. Ég sagði: Ég vona að þetta ásæki ykkur. Þetta var frábær stund. Þetta var fyrir alla sem verða fyrir svona áreiti. Þetta var hrikalegt.“ Winslet segir að hún hafi lengi orðið fyrir svona framkomu, meðal annars af hálfu leiklistarkennara sem hafi sagt henni að sætta sig einfaldlega við það, að hún væri feit. Ef hún ætlaði sér að líta svona út yrði hún að sætta sig við hlutverk feitra kvenna. Hún segir að hún sé löngu hætt að hlusta á álit annarra á útliti sínu og rifjar upp eitt atriði í kvikmyndinni Lee þar sem hún hafi verið beðin um að sitja bein í baki þannig að ekki sæist í fituna á maganum hennar. Það hafi henni þótt furðulegar leiðbeiningar og því virti hún þær alfarið að vettugi. „Starf mitt fólst í því að vera eins og Lee. Hún var ekki að lyfta lóðum og fara í pílates, hún borðaði osta, brauð og drakk vín án þess að spá í því, auðvitað væri hún ekki mössuð.“
Hollywood Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira