Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 23:32 Ruben Dias og félagar í Manchester City eru vanir því að vinna flesta leiki en hafa nú ekki unnið í sjö leikjum í röð. getty/Carl Recine Rúben Dias, varnarmaður Manchester City, reiddist fréttamanni eftir ítrekaðar spurningar um það hvernig leikmenn liðsins reyndu að takast á við versta gengi þess í háa herrans tíð. Leikmenn Manchester City hafa aldrei gengið í gegnum eins erfiða tíma og nú með liðinu en eftir tapið gegn Liverpool á sunnudaginn er City ellefu stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum og tapað sex þeirra. Um þetta spurði norski fréttamaðurinn Jan Aage Fjortoft, fyrrverandi framherji í ensku úrvalsdeildinni, í viðtali hjá Viaplay eftir leikinn á Anfield. Fjortoft vildi vita hvernig leikmenn öxluðu ábyrgð í þessum aðstæðum, og hvort þeir hefðu til dæmis sjálfir tekið upp á því að halda liðsfundi til að fara yfir stöðuna. Dias virtist allt annað en sáttur við þessar spurningar. „Þú veist að þú ert að tala við einn af leikmönnum eins af liðunum í heiminum sem unnið hafa mest á síðustu árum?“ spurði Dias. „Hugsaðu út í það og vertu viss um að við vitum hvernig á að takast á við þetta,“ bætti hann við. Jan, as an ex pro, understands the frustrations of the player here. Not sure there’s many, if any, who could handle a surly, difficult interviewee better. That said, it’s really poor from Ruben Dias pic.twitter.com/73W5WvBBDg— John Bradley (@jbradleymedia) December 2, 2024 Fjortoft lét stælana í Dias ekki koma sér úr jafnvægi og benti á að þessi sjö leikja törn án sigurs væri algjört einsdæmi hjá City undir stjórn Pep Guardiola. Þess vegna vildi hann vita hvað væri að fara í gegnum hausinn á leikmönnum. „Ekkert mál. Bara næsti leikur,“ sagði Dias stuttorður en næsti leikur City er gegn Nottingham Forest annað kvöld. Liðið á svo útileik við Crystal Palace áður en við taka leikir við Juventus og Manchester United. Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Leikmenn Manchester City hafa aldrei gengið í gegnum eins erfiða tíma og nú með liðinu en eftir tapið gegn Liverpool á sunnudaginn er City ellefu stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum og tapað sex þeirra. Um þetta spurði norski fréttamaðurinn Jan Aage Fjortoft, fyrrverandi framherji í ensku úrvalsdeildinni, í viðtali hjá Viaplay eftir leikinn á Anfield. Fjortoft vildi vita hvernig leikmenn öxluðu ábyrgð í þessum aðstæðum, og hvort þeir hefðu til dæmis sjálfir tekið upp á því að halda liðsfundi til að fara yfir stöðuna. Dias virtist allt annað en sáttur við þessar spurningar. „Þú veist að þú ert að tala við einn af leikmönnum eins af liðunum í heiminum sem unnið hafa mest á síðustu árum?“ spurði Dias. „Hugsaðu út í það og vertu viss um að við vitum hvernig á að takast á við þetta,“ bætti hann við. Jan, as an ex pro, understands the frustrations of the player here. Not sure there’s many, if any, who could handle a surly, difficult interviewee better. That said, it’s really poor from Ruben Dias pic.twitter.com/73W5WvBBDg— John Bradley (@jbradleymedia) December 2, 2024 Fjortoft lét stælana í Dias ekki koma sér úr jafnvægi og benti á að þessi sjö leikja törn án sigurs væri algjört einsdæmi hjá City undir stjórn Pep Guardiola. Þess vegna vildi hann vita hvað væri að fara í gegnum hausinn á leikmönnum. „Ekkert mál. Bara næsti leikur,“ sagði Dias stuttorður en næsti leikur City er gegn Nottingham Forest annað kvöld. Liðið á svo útileik við Crystal Palace áður en við taka leikir við Juventus og Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira