Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 23:32 Ruben Dias og félagar í Manchester City eru vanir því að vinna flesta leiki en hafa nú ekki unnið í sjö leikjum í röð. getty/Carl Recine Rúben Dias, varnarmaður Manchester City, reiddist fréttamanni eftir ítrekaðar spurningar um það hvernig leikmenn liðsins reyndu að takast á við versta gengi þess í háa herrans tíð. Leikmenn Manchester City hafa aldrei gengið í gegnum eins erfiða tíma og nú með liðinu en eftir tapið gegn Liverpool á sunnudaginn er City ellefu stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum og tapað sex þeirra. Um þetta spurði norski fréttamaðurinn Jan Aage Fjortoft, fyrrverandi framherji í ensku úrvalsdeildinni, í viðtali hjá Viaplay eftir leikinn á Anfield. Fjortoft vildi vita hvernig leikmenn öxluðu ábyrgð í þessum aðstæðum, og hvort þeir hefðu til dæmis sjálfir tekið upp á því að halda liðsfundi til að fara yfir stöðuna. Dias virtist allt annað en sáttur við þessar spurningar. „Þú veist að þú ert að tala við einn af leikmönnum eins af liðunum í heiminum sem unnið hafa mest á síðustu árum?“ spurði Dias. „Hugsaðu út í það og vertu viss um að við vitum hvernig á að takast á við þetta,“ bætti hann við. Jan, as an ex pro, understands the frustrations of the player here. Not sure there’s many, if any, who could handle a surly, difficult interviewee better. That said, it’s really poor from Ruben Dias pic.twitter.com/73W5WvBBDg— John Bradley (@jbradleymedia) December 2, 2024 Fjortoft lét stælana í Dias ekki koma sér úr jafnvægi og benti á að þessi sjö leikja törn án sigurs væri algjört einsdæmi hjá City undir stjórn Pep Guardiola. Þess vegna vildi hann vita hvað væri að fara í gegnum hausinn á leikmönnum. „Ekkert mál. Bara næsti leikur,“ sagði Dias stuttorður en næsti leikur City er gegn Nottingham Forest annað kvöld. Liðið á svo útileik við Crystal Palace áður en við taka leikir við Juventus og Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Leikmenn Manchester City hafa aldrei gengið í gegnum eins erfiða tíma og nú með liðinu en eftir tapið gegn Liverpool á sunnudaginn er City ellefu stigum frá toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum sínum og tapað sex þeirra. Um þetta spurði norski fréttamaðurinn Jan Aage Fjortoft, fyrrverandi framherji í ensku úrvalsdeildinni, í viðtali hjá Viaplay eftir leikinn á Anfield. Fjortoft vildi vita hvernig leikmenn öxluðu ábyrgð í þessum aðstæðum, og hvort þeir hefðu til dæmis sjálfir tekið upp á því að halda liðsfundi til að fara yfir stöðuna. Dias virtist allt annað en sáttur við þessar spurningar. „Þú veist að þú ert að tala við einn af leikmönnum eins af liðunum í heiminum sem unnið hafa mest á síðustu árum?“ spurði Dias. „Hugsaðu út í það og vertu viss um að við vitum hvernig á að takast á við þetta,“ bætti hann við. Jan, as an ex pro, understands the frustrations of the player here. Not sure there’s many, if any, who could handle a surly, difficult interviewee better. That said, it’s really poor from Ruben Dias pic.twitter.com/73W5WvBBDg— John Bradley (@jbradleymedia) December 2, 2024 Fjortoft lét stælana í Dias ekki koma sér úr jafnvægi og benti á að þessi sjö leikja törn án sigurs væri algjört einsdæmi hjá City undir stjórn Pep Guardiola. Þess vegna vildi hann vita hvað væri að fara í gegnum hausinn á leikmönnum. „Ekkert mál. Bara næsti leikur,“ sagði Dias stuttorður en næsti leikur City er gegn Nottingham Forest annað kvöld. Liðið á svo útileik við Crystal Palace áður en við taka leikir við Juventus og Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira