Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 11:00 Lucy Bronze var tilbúin að koma inn á en svo mátti hún það ekki. Getty/Carl Recine Einhver hefur gert afar pínleg mistök sem bitnuðu á Lucy Bronze og enska landsliðinu í fótbolta í gærkvöld, í vináttulandsleik við Sviss á Bramall Lane í Sheffield. Bronze, sem er einn besti varnarmaður heims, var búin að gera sig klára í að koma inn á sem varamaður þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Þessi 33 ára bakvörður var komin úr upphitunarfötunum og tilbúin á hliðarlínunni en svo kom í ljós að hún mætti ekki spila. Í staðinn kom Jess Carter inn á, og Bronze þarf að bíða eftir því að spila sinn 128. landsleik. „Já, það kom í ljós þarna að hún var ekki á listanum,“ sagði Sarina Wiegman, þjálfari enska landsliðsins, við ITV Sport. „Það voru sem sagt gerð mistök, óheppileg mannleg mistök, og þau komu í ljós þarna,“ sagði Wiegman. This was bizarre! Sarina Wiegman tried to bring on Lucy Bronze, but an admin error meant she wasn't named on the team sheet 😲#BBCFootball #Lionesses pic.twitter.com/O8cKtG5hin— Match of the Day (@BBCMOTD) December 4, 2024 „Við vildum samt að hún fengi að koma inn á en því miður var það ekki hægt svo þetta var mjög svekkjandi – auðvitað mest fyrir hana sjálfa – en við gátum engu breytt,“ sagði Wiegman. Þessi furðulegu mistök komu ekki í veg fyrir sigur Englands, 1-0, með marki frá Grace Clinton. Áður hafði England gert markalaust jafntefli við Bandaríkin. Enska landsliðið undirbýr sig líkt og það íslenska fyrir Evrópumótið í Sviss næsta sumar, þar sem England hefur titil að verja. Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Bronze, sem er einn besti varnarmaður heims, var búin að gera sig klára í að koma inn á sem varamaður þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Þessi 33 ára bakvörður var komin úr upphitunarfötunum og tilbúin á hliðarlínunni en svo kom í ljós að hún mætti ekki spila. Í staðinn kom Jess Carter inn á, og Bronze þarf að bíða eftir því að spila sinn 128. landsleik. „Já, það kom í ljós þarna að hún var ekki á listanum,“ sagði Sarina Wiegman, þjálfari enska landsliðsins, við ITV Sport. „Það voru sem sagt gerð mistök, óheppileg mannleg mistök, og þau komu í ljós þarna,“ sagði Wiegman. This was bizarre! Sarina Wiegman tried to bring on Lucy Bronze, but an admin error meant she wasn't named on the team sheet 😲#BBCFootball #Lionesses pic.twitter.com/O8cKtG5hin— Match of the Day (@BBCMOTD) December 4, 2024 „Við vildum samt að hún fengi að koma inn á en því miður var það ekki hægt svo þetta var mjög svekkjandi – auðvitað mest fyrir hana sjálfa – en við gátum engu breytt,“ sagði Wiegman. Þessi furðulegu mistök komu ekki í veg fyrir sigur Englands, 1-0, með marki frá Grace Clinton. Áður hafði England gert markalaust jafntefli við Bandaríkin. Enska landsliðið undirbýr sig líkt og það íslenska fyrir Evrópumótið í Sviss næsta sumar, þar sem England hefur titil að verja.
Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira