Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2024 11:12 Ásgeir Þór Ásgeirsson og Theodór Kristjánsson hafa starfað lengi fyrir lögregluna. Vísir Starf Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður auglýst til umsóknar. Ráðið verður í starfið tímabundið til eins árs. Á meðan umsóknarferlinu stendur munu tveir reynsluboltar hjá lögreglunni fylla í skarð Gríms. Grímur kveður lögregluna eftir 37 ára starf en hann var kjörinn á þing í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann var þriðji maður á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og eftir spennandi kosninganótt varð ljóst að Grímur næði inn á þing. Grímur hefur verið áberandi sem andlit lögreglunnar í stórum sakamálum undanfarinn tæpan áratug. Með brotthvarfi hans er ljóst að það verður nýr fulltrúi lögreglu sem kemur fram fyrir hennar hönd í slíkum málum. Næstu vikur og jafnvel mánuði verða Ásgeir Þór Ásgeirsson og Theodór Kristjánsson í því hlutverki. Ásgeir Þór segir í samtali við Vísi að hann taki að sér skipulagða brotastarfsemi, ofbeldismál, fjármunabrot og kynferðisbrotamál. Stoðdeildirnar, sem einnig heyrðu undir Grím, lenda hjá Theodór. Um er að ræða tæknideild og tölvurannsókna- og rafeindadeild. Grímur Grímsson greiddi atkvæði í Hagaskóla á laugardaginn. Vísir/Sigurjón „Fyrir mér er þetta bara tækifæri til að kafa betur ofan í einn hluta embættisins sem ég hef ekki gert áður,“ segir Ásgeir Þór. Hann hlakkar til að setjast niður með nýjum yfirmanni á rannsóknarsviði en samstarfið við Grím hafi verið afar gott og farsælt. Meðal annars er horft til Ævars Pálma og Elín Agnesar þegar kemur að líklegum umsækjendum um starf Gríms. Elín Agnes Kristínardóttir og Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa leitt deildirnar undanfarnar vikur í fjarveru Gríms. Elín Agnes verið yfir skipulagðri brotastarfsemi og Ævar Pálmi yfir rannsóknum á kynferðisbrotum. Telja má líklegt að þau verði meðal umsækjenda um starfið sem er sem fyrr segir til reynslu í eitt ár. Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Grímur kveður lögregluna eftir 37 ára starf en hann var kjörinn á þing í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann var þriðji maður á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og eftir spennandi kosninganótt varð ljóst að Grímur næði inn á þing. Grímur hefur verið áberandi sem andlit lögreglunnar í stórum sakamálum undanfarinn tæpan áratug. Með brotthvarfi hans er ljóst að það verður nýr fulltrúi lögreglu sem kemur fram fyrir hennar hönd í slíkum málum. Næstu vikur og jafnvel mánuði verða Ásgeir Þór Ásgeirsson og Theodór Kristjánsson í því hlutverki. Ásgeir Þór segir í samtali við Vísi að hann taki að sér skipulagða brotastarfsemi, ofbeldismál, fjármunabrot og kynferðisbrotamál. Stoðdeildirnar, sem einnig heyrðu undir Grím, lenda hjá Theodór. Um er að ræða tæknideild og tölvurannsókna- og rafeindadeild. Grímur Grímsson greiddi atkvæði í Hagaskóla á laugardaginn. Vísir/Sigurjón „Fyrir mér er þetta bara tækifæri til að kafa betur ofan í einn hluta embættisins sem ég hef ekki gert áður,“ segir Ásgeir Þór. Hann hlakkar til að setjast niður með nýjum yfirmanni á rannsóknarsviði en samstarfið við Grím hafi verið afar gott og farsælt. Meðal annars er horft til Ævars Pálma og Elín Agnesar þegar kemur að líklegum umsækjendum um starf Gríms. Elín Agnes Kristínardóttir og Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa leitt deildirnar undanfarnar vikur í fjarveru Gríms. Elín Agnes verið yfir skipulagðri brotastarfsemi og Ævar Pálmi yfir rannsóknum á kynferðisbrotum. Telja má líklegt að þau verði meðal umsækjenda um starfið sem er sem fyrr segir til reynslu í eitt ár.
Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira