„Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 14:02 Kevin De Bruyne hefur ekki getað sýnt sínar bestu hliðar í vetur, vegna meiðsla. Getty/James Gill Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gefur lítið fyrir vangaveltur þeirra Jamie Carragher og Gary Neville um að einhvers konar ósætti sé á milli hans og Kevin De Bruyne. Það vakti athygli spekinga Sky Sports á sunnudaginn að De Bruyne fengi ekki sæti í byrjunarliði City í stórleiknum mikilvæga við Liverpool. Belginn var á varamannabekknum og kom ekki inn á fyrr en um tólf mínútur voru eftir. City er án sigurs í síðustu sjö leikjum, og hefur tapað sex þeirra, og virtust Neville og Carragher halda að eitthvað annað en meiðsli réði því að De Bruyne hefði lítið spilað að undanförnu. Hann hefur spilað samtals 72 mínútur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fimm leikjum, eftir átta vikna fjarveru vegna meiðsla. „Það er eitthvað í gangi með De Bruyne. Það er eitthvað ekki í lagi á milli þeirra tveggja,“ sagði Carragher og Neville tók undir þetta, og sagði stórfurðulegt hvernig Guardiola færi með De Bruyne. City mætir Nottingham Forest í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn tók Guardiola málið fyrir, án þess að nefna Carragher og Neville sérstaklega á nafn. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. Pep Guardiola hefur nýtt Kevin De Bruyne sem varamann í fimm leikjum, eftir að Belginn sneri aftur úr meiðslum.Getty/James Gill „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta,“ sagði Guardiola. Myndi elska að hafa 26 ára gamlan De Bruyne De Bruyne var frá keppni frá ágúst og fram í janúar á síðustu leiktíð, vegna meiðsla í læri sem fyrst urðu til þess að hann fór meiddur af velli í sigrinum á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Samningur De Bruyne við City rennur út næsta sumar og sagði Belginn að viðræðum um nýjan samning hefði verið slegið á frest á meðan að hann einbeitti sér að því að jafna sig af meiðslum. „Ég myndi elska það að hafa Kevin hér upp á sitt besta, 26 eða 27 ára gamlan. Hann myndi elska það líka. En hann er ekki 26 eða 27 ára lengur. Hann hefur glímt við meiðsli og hann er þannig leikmaður að hann þarf að vera líkamlega klár til að finna sitt svæði og orku. Þetta er eðlilegt. Hann hefur spilað mikið af leikjum á síðustu 10-11 árum. Ég veit að hann vill ólmur hjálpa okkur, og hann hefur sýnt brot af þeirri snilld sem hann hefur upp á að bjóða,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Það vakti athygli spekinga Sky Sports á sunnudaginn að De Bruyne fengi ekki sæti í byrjunarliði City í stórleiknum mikilvæga við Liverpool. Belginn var á varamannabekknum og kom ekki inn á fyrr en um tólf mínútur voru eftir. City er án sigurs í síðustu sjö leikjum, og hefur tapað sex þeirra, og virtust Neville og Carragher halda að eitthvað annað en meiðsli réði því að De Bruyne hefði lítið spilað að undanförnu. Hann hefur spilað samtals 72 mínútur eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fimm leikjum, eftir átta vikna fjarveru vegna meiðsla. „Það er eitthvað í gangi með De Bruyne. Það er eitthvað ekki í lagi á milli þeirra tveggja,“ sagði Carragher og Neville tók undir þetta, og sagði stórfurðulegt hvernig Guardiola færi með De Bruyne. City mætir Nottingham Forest í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn tók Guardiola málið fyrir, án þess að nefna Carragher og Neville sérstaklega á nafn. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. Pep Guardiola hefur nýtt Kevin De Bruyne sem varamann í fimm leikjum, eftir að Belginn sneri aftur úr meiðslum.Getty/James Gill „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta,“ sagði Guardiola. Myndi elska að hafa 26 ára gamlan De Bruyne De Bruyne var frá keppni frá ágúst og fram í janúar á síðustu leiktíð, vegna meiðsla í læri sem fyrst urðu til þess að hann fór meiddur af velli í sigrinum á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Samningur De Bruyne við City rennur út næsta sumar og sagði Belginn að viðræðum um nýjan samning hefði verið slegið á frest á meðan að hann einbeitti sér að því að jafna sig af meiðslum. „Ég myndi elska það að hafa Kevin hér upp á sitt besta, 26 eða 27 ára gamlan. Hann myndi elska það líka. En hann er ekki 26 eða 27 ára lengur. Hann hefur glímt við meiðsli og hann er þannig leikmaður að hann þarf að vera líkamlega klár til að finna sitt svæði og orku. Þetta er eðlilegt. Hann hefur spilað mikið af leikjum á síðustu 10-11 árum. Ég veit að hann vill ólmur hjálpa okkur, og hann hefur sýnt brot af þeirri snilld sem hann hefur upp á að bjóða,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira