Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 18:00 Tiger Woods er með sínar hugmyndir um verðlaunafé í Ryder-bikarnum. Getty/Kevin C. Cox Tiger Woods hefur stungið upp á því að í fyrsta sinn verði veitt verðlaunafé í Ryder-bikarnum í golfi, og að kylfingar verji því fé til góðgerðamála. Í 97 ára sögu Ryder-bikarsins, þar sem úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu mætast, hafa kylfingar aldrei fengið verðlaunafé fyrir þátttöku sína. Mótið hefur þannig skorið sig frá frá öðrum mótum bestu kylfinga heims, þar sem háar fjárhæðir eru jafnan í boði. Í síðasta mánuði var hins vegar greint frá því að þeir tólf kylfingar sem keppa fyrir Bandaríkin á mótinu á næsta ári myndu fá 400.000 Bandaríkjadali hver, eða jafnvirði um 55 milljóna króna. Hugmynd Woods er að bandarísku kylfingarnir fái 5 milljónir Bandaríkjadala hver, eða hátt í 700 milljónir króna, til að styrkja gott málefni að eigin vali. „Við áttum samtal um þetta líka árið 1999. Við vildum ekki fá borgað. Við vildum fá pening til að styrkja góðgerðafélög en fjölmiðlar sneru þessu gegn okkur og sögðu að við vildum fá borgað,“ sagði Woods á blaðamannafundi á Bahamaeyjum, þar sem hann ræddi einnig um meiðslastöðu sína. „Ryder-bikarinn skilar svo miklum peningum, af hverju getum við ekki útdeilt því til góðgerðamála? Ég vona að þeir [liðsmenn Bandaríkjanna] fái fimm milljónir dala hver og gefi það til ólíkra góðgerðamála. Það væri frábært. Hvað væri að því?“ spurði Woods. Rory McIlroy hefur sagt að hann myndi hreinlega borga sjálfur fyrir að fá að spila í Ryder-bikarnum, og virðist því ekki hrifinn af þeim hugmyndum að bandarísku kylfingarnir muni fá greitt fyrir sína þátttöku. Woods var spurður út í þessa afstöðu McIlroy: „Það er allt í góðu. Þeir hafa rétt á sinni skoðun. Ef að Evrópubúarnir vilja borga til að vera í Ryder-bikarnum þá er það þeirra ákvörðun. Þetta er þeirra lið. Ég veit að þegar mótið er spilað í Evrópu þá greiðir það upp mest af mótaröðinni þeirra, svo þetta er stórt mót fyrir Evrópumótaröðina. Ef þeir vilja borga til að vera með þá verður það bara þannig,“ sagði Woods. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira
Í 97 ára sögu Ryder-bikarsins, þar sem úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu mætast, hafa kylfingar aldrei fengið verðlaunafé fyrir þátttöku sína. Mótið hefur þannig skorið sig frá frá öðrum mótum bestu kylfinga heims, þar sem háar fjárhæðir eru jafnan í boði. Í síðasta mánuði var hins vegar greint frá því að þeir tólf kylfingar sem keppa fyrir Bandaríkin á mótinu á næsta ári myndu fá 400.000 Bandaríkjadali hver, eða jafnvirði um 55 milljóna króna. Hugmynd Woods er að bandarísku kylfingarnir fái 5 milljónir Bandaríkjadala hver, eða hátt í 700 milljónir króna, til að styrkja gott málefni að eigin vali. „Við áttum samtal um þetta líka árið 1999. Við vildum ekki fá borgað. Við vildum fá pening til að styrkja góðgerðafélög en fjölmiðlar sneru þessu gegn okkur og sögðu að við vildum fá borgað,“ sagði Woods á blaðamannafundi á Bahamaeyjum, þar sem hann ræddi einnig um meiðslastöðu sína. „Ryder-bikarinn skilar svo miklum peningum, af hverju getum við ekki útdeilt því til góðgerðamála? Ég vona að þeir [liðsmenn Bandaríkjanna] fái fimm milljónir dala hver og gefi það til ólíkra góðgerðamála. Það væri frábært. Hvað væri að því?“ spurði Woods. Rory McIlroy hefur sagt að hann myndi hreinlega borga sjálfur fyrir að fá að spila í Ryder-bikarnum, og virðist því ekki hrifinn af þeim hugmyndum að bandarísku kylfingarnir muni fá greitt fyrir sína þátttöku. Woods var spurður út í þessa afstöðu McIlroy: „Það er allt í góðu. Þeir hafa rétt á sinni skoðun. Ef að Evrópubúarnir vilja borga til að vera í Ryder-bikarnum þá er það þeirra ákvörðun. Þetta er þeirra lið. Ég veit að þegar mótið er spilað í Evrópu þá greiðir það upp mest af mótaröðinni þeirra, svo þetta er stórt mót fyrir Evrópumótaröðina. Ef þeir vilja borga til að vera með þá verður það bara þannig,“ sagði Woods.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira