Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 19:52 Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Suður-Kóreu lögðu fram ályktun um að ákæra forsetann fyrir embættisbrot. AP/Ryu Hyung Seok Stjórnarandstaða Suður-Kóreu hefur formlega lagt fram ákæru gegn Yoon Suk Yeol, forseta landsins, vegna herlaga sem hann beitti óvænt á í gær og neyddist skömmu síðar til að fella úr gildi. Margir af starfsmönnum forsetans og ráðgjöfum hans hafa sagt af sér í dag. Hundrað og níutíu þingmenn úr sex stjórnarandstöðuflokkunum skrifuðu undir ákæruna, auk eins óháðs þingmanns, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Enginn úr stjórnarflokkunum skrifaði undir en til stendur að greiða atkvæði um ákæruna á föstudag eða á laugardag. Sjá einnig: Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Að minnsta kosti tvo þriðju þingmanna þarf til að samþykkja ákæru fyrir embættisbrot og mun stjórnarandstaðan því þurfa átta atkvæði frá þingmönnum stjórnarflokkanna til að ákæra Yoon. Svo virðist sem Yoon ætli ekki að segja af sér, eins og margir hafa kallað eftir. Margir af hans æðstu starfsmönnum og ráðgjöfum hafa sagt af sér í dag. Meðal þeirra eru starfsmannstjóri hans, þjóðaröryggisráðgjafi og margir aðrir, samkvæmt Yonhap. Hér má sjá viðbrögð nokkurra íbúa Seoul. Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Sjá einnig: Herlögin loks felld úr gildi Hermenn lokuðu þinghúsinu í Seoul en þingmönnum tókst að komast þangað inn og samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Gamlir skólafélagar þegar Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra, var staðfestur í embætti fyrir þremur mánuðum síðan var hann sérstaklega sakaður af stjórnarandstöðunni um að vilja beita herlögum. Hafnaði hann þeim ásökunum og sagði þær pólitískan áróður. Reuters hefur þó eftir heimildarmönnum að það hafi verið Kom sem lagði til við Yoon að setja á herlög þegar forsetinn sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Kim og Yoon voru saman í skóla á árum áður og eru gamlir vinir. Einn heimildarmaður úr hernum þvertók þó fyrir að þetta hefði verið skipulagt fyrirfram. Yoon vann nauman sigur í kosningum árið 2022 og þykir hann einkar óvinsæll forseti. Nokkur hneykslismál sem tengjast honum og eiginkonu hans hafa litið dagsins ljós. Eins og áður segir hefur honum gengið erfiðlega á þingi og að koma málum í gegnum þingið. Þar á meðal fjárlögum og hefur hann ítrekað lýst yfir mikilli reiði vegna þessa. Suður-Kórea Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Hundrað og níutíu þingmenn úr sex stjórnarandstöðuflokkunum skrifuðu undir ákæruna, auk eins óháðs þingmanns, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu. Enginn úr stjórnarflokkunum skrifaði undir en til stendur að greiða atkvæði um ákæruna á föstudag eða á laugardag. Sjá einnig: Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Að minnsta kosti tvo þriðju þingmanna þarf til að samþykkja ákæru fyrir embættisbrot og mun stjórnarandstaðan því þurfa átta atkvæði frá þingmönnum stjórnarflokkanna til að ákæra Yoon. Svo virðist sem Yoon ætli ekki að segja af sér, eins og margir hafa kallað eftir. Margir af hans æðstu starfsmönnum og ráðgjöfum hafa sagt af sér í dag. Meðal þeirra eru starfsmannstjóri hans, þjóðaröryggisráðgjafi og margir aðrir, samkvæmt Yonhap. Hér má sjá viðbrögð nokkurra íbúa Seoul. Það kom flestum á óvart þegar Yoon lýsti því yfir að hefði sett á herlög í Suður-Kóreu og sagðist hann hafa gert það til vernda ríkið gegn gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu. Hann hefur átt erfitt með að koma frumvörpum í gegnum þingið og hefur sömuleiðis kvartað hástöfum yfir því að stjórnarandstaðan sé sífellt að leggja fram vantrauststillögur gegn embættismönnum. Sjá einnig: Herlögin loks felld úr gildi Hermenn lokuðu þinghúsinu í Seoul en þingmönnum tókst að komast þangað inn og samþykktu einróma ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Gamlir skólafélagar þegar Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra, var staðfestur í embætti fyrir þremur mánuðum síðan var hann sérstaklega sakaður af stjórnarandstöðunni um að vilja beita herlögum. Hafnaði hann þeim ásökunum og sagði þær pólitískan áróður. Reuters hefur þó eftir heimildarmönnum að það hafi verið Kom sem lagði til við Yoon að setja á herlög þegar forsetinn sagðist hafa fengið nóg af pólitískum andstæðingum sínum. Kim og Yoon voru saman í skóla á árum áður og eru gamlir vinir. Einn heimildarmaður úr hernum þvertók þó fyrir að þetta hefði verið skipulagt fyrirfram. Yoon vann nauman sigur í kosningum árið 2022 og þykir hann einkar óvinsæll forseti. Nokkur hneykslismál sem tengjast honum og eiginkonu hans hafa litið dagsins ljós. Eins og áður segir hefur honum gengið erfiðlega á þingi og að koma málum í gegnum þingið. Þar á meðal fjárlögum og hefur hann ítrekað lýst yfir mikilli reiði vegna þessa.
Suður-Kórea Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira