Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 07:42 Hinn átján ára gamli Cole Campbell er kominn upp í aðallið Borussia Dortmund en þar hafa margir frábærir leikmenn skapað sér nafn í fótboltanum. Getty/Hendrik Deckers/ Íslenski-bandaríski knattspyrnumaðurinn Cole Campbell hefur mikla trú á sér og sínum hæfileikum. Hann hefur sett stefnuna hátt í framtíðinni. Svo hátt að hann fyrir sér að halda á Ballon d'Or styttunni áður en ferlinum lýkur. Þessi átján ára strákur lék með íslensku unglingalandsliðunum þar til á þessu ári þegar hann ákvað að velja Bandaríkin yfir Ísland. Síðan þá hefur strákurinn unnið sér sæti í aðalliði Dortmund og spilað sína fyrstu leiki í bæði þýsku Bundesligunni og í Meistaradeildinni. Það má hins vegar heyra á honum sjálfum í nýju viðtali að hann ætlar sér miklu stærri hluti á sínum ferli. Bandaríkjamenn binda miklar vonir til þess að hann verði næsta stjarna landsliðs þeirra en Bandaríkjamenn eru á heimavelli á HM eftir eitt og hálft ár, sumarið 2026. Móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin og varð einnig Íslandsmeistari með Breiðabliki. Faðir hans er Bandaríkjamaður. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslensku unglingalandsliðin og spilaði bæði fyrir Breiðablik og FH í efstu deild á Íslandi þrátt fyrir mjög ungan aldur. Samfélagsmiðlar CBS Sports Golazo sýna brot úr viðtalinu við hinn sjálfsörugga bandaríska Íslending. „Í sambandi við sjálfstraustið mitt þá hef ég mikla trú á sjálfum mér og svo hef ég líka guð til að halla mér upp að þegar hlutirnir verða erfiðir. Það gefur mér styrk og þótt hlutirnir gangi ekki upp þá hef ég þessa miklu trú á sjálfum mér sama hvað aðrir segja eða hugsa,“ sagði Cole. „Út frá því sem ég hef lært á þessu síðasta ári og hvað ég hef vaxið mikið sem leikmaður og persóna á þeim tíma þá get ég varla ímyndað mér hvað ég get orðið miklu betri á næstu sex til sjö árum,“ sagði Cole. „Markmiðið mitt er að vinna Ballon d'Or og Meistaradeildina á mínum ferli. Þegar það tekst hjá mér þá verð ég mjög hamingjusamur,“ sagði Cole. Það má sjá myndbrotið með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golazo America (@golazoamerica) Þýski boltinn Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Fiorentina - Juventus | Skorar Albert þriðja leikinn í röð? Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Þessi átján ára strákur lék með íslensku unglingalandsliðunum þar til á þessu ári þegar hann ákvað að velja Bandaríkin yfir Ísland. Síðan þá hefur strákurinn unnið sér sæti í aðalliði Dortmund og spilað sína fyrstu leiki í bæði þýsku Bundesligunni og í Meistaradeildinni. Það má hins vegar heyra á honum sjálfum í nýju viðtali að hann ætlar sér miklu stærri hluti á sínum ferli. Bandaríkjamenn binda miklar vonir til þess að hann verði næsta stjarna landsliðs þeirra en Bandaríkjamenn eru á heimavelli á HM eftir eitt og hálft ár, sumarið 2026. Móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin og varð einnig Íslandsmeistari með Breiðabliki. Faðir hans er Bandaríkjamaður. Cole skoraði tvö mörk í sjö leikjum fyrir íslensku unglingalandsliðin og spilaði bæði fyrir Breiðablik og FH í efstu deild á Íslandi þrátt fyrir mjög ungan aldur. Samfélagsmiðlar CBS Sports Golazo sýna brot úr viðtalinu við hinn sjálfsörugga bandaríska Íslending. „Í sambandi við sjálfstraustið mitt þá hef ég mikla trú á sjálfum mér og svo hef ég líka guð til að halla mér upp að þegar hlutirnir verða erfiðir. Það gefur mér styrk og þótt hlutirnir gangi ekki upp þá hef ég þessa miklu trú á sjálfum mér sama hvað aðrir segja eða hugsa,“ sagði Cole. „Út frá því sem ég hef lært á þessu síðasta ári og hvað ég hef vaxið mikið sem leikmaður og persóna á þeim tíma þá get ég varla ímyndað mér hvað ég get orðið miklu betri á næstu sex til sjö árum,“ sagði Cole. „Markmiðið mitt er að vinna Ballon d'Or og Meistaradeildina á mínum ferli. Þegar það tekst hjá mér þá verð ég mjög hamingjusamur,“ sagði Cole. Það má sjá myndbrotið með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golazo America (@golazoamerica)
Þýski boltinn Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Fiorentina - Juventus | Skorar Albert þriðja leikinn í röð? Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira