Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 10:33 Bestu kvenkylfingar heims keppa á LPGA mótaröðinni en nú hafa strangari reglur verið settar um þátttökurétt á mótunum. Getty/David Cannon Kylfingar sem ætla að taka þátt í mótum á LPGA mótaröðinni eða á USGA mótaröð kvenna í golfi verða hér eftir, að hafa fæðst sem konur eða orðið að konum áður en þær urðu kynþroska, til að fá keppnisleyfi. Nýju kynjareglurnar taka gildi á árinu 2025. Þetta var tilkynnt í gær sem og að þessar reglur eru settar eftir eins árs rannsókn á þessum málum. Þar kom fram að skoðaðar hafi verið rækilega læknislegar, vísindalegar og þjálffræðilegar hliðar málsins sem og öll ríkjandi kynjalög. Þessar nýju reglur útiloka að minnsta kosti eina konu frá þátttöku. Hún heitir Hailey Davidson og var aðeins einu höggi frá því að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í ár. Davidson hóf hormónameðferð eftir tvítugt eða árið 2015. Hún fór síðan í kynleiðréttingaraðgerð árið 2021. Samkvæmt gömlu reglunum hjá LPGA þá þurfti hún að gangast undir þessa kynleiðréttingaraðgerð til að fá keppnisleyfi á mótaröðunum. Nú mun hún ekki fá keppnisleyfi á næsta ári. Davidson fagnaði sigri á móti á lítilli mótaröð á Flórída snemma á árinu, mótaröð sem kallast NXXT Golf. Eftir það ákváðu forráðamenn NXXT Golf að setja nýja reglur. Þar var komin þessi sama „kona við fæðingu“ klásúla eins og stóru mótaraðirnar tvær taka nú upp. LPGA sagðist hafa sótt sér upplýsingar frá sérfræðingum úr öllum helstu sviðum tengdum kynjunum og kynleiðréttingum. Samkvæmt þeim þá hafa konur, sem urðu kynþroska sem karlmenn, forskot á aðra kvenkynskylfinga. Þeim er því meinuð þátttaka frá og með næsta ári. NEWS: The LPGA and USGA updated their gender policies for competition eligibility, allowing only athletes assigned female at birth or assigned male at birth who did not undergo male puberty to compete in LPGA and USGA events.https://t.co/L8h8BUW0Qn— The Athletic (@TheAthletic) December 4, 2024 Golf Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Nýju kynjareglurnar taka gildi á árinu 2025. Þetta var tilkynnt í gær sem og að þessar reglur eru settar eftir eins árs rannsókn á þessum málum. Þar kom fram að skoðaðar hafi verið rækilega læknislegar, vísindalegar og þjálffræðilegar hliðar málsins sem og öll ríkjandi kynjalög. Þessar nýju reglur útiloka að minnsta kosti eina konu frá þátttöku. Hún heitir Hailey Davidson og var aðeins einu höggi frá því að vinna sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu í ár. Davidson hóf hormónameðferð eftir tvítugt eða árið 2015. Hún fór síðan í kynleiðréttingaraðgerð árið 2021. Samkvæmt gömlu reglunum hjá LPGA þá þurfti hún að gangast undir þessa kynleiðréttingaraðgerð til að fá keppnisleyfi á mótaröðunum. Nú mun hún ekki fá keppnisleyfi á næsta ári. Davidson fagnaði sigri á móti á lítilli mótaröð á Flórída snemma á árinu, mótaröð sem kallast NXXT Golf. Eftir það ákváðu forráðamenn NXXT Golf að setja nýja reglur. Þar var komin þessi sama „kona við fæðingu“ klásúla eins og stóru mótaraðirnar tvær taka nú upp. LPGA sagðist hafa sótt sér upplýsingar frá sérfræðingum úr öllum helstu sviðum tengdum kynjunum og kynleiðréttingum. Samkvæmt þeim þá hafa konur, sem urðu kynþroska sem karlmenn, forskot á aðra kvenkynskylfinga. Þeim er því meinuð þátttaka frá og með næsta ári. NEWS: The LPGA and USGA updated their gender policies for competition eligibility, allowing only athletes assigned female at birth or assigned male at birth who did not undergo male puberty to compete in LPGA and USGA events.https://t.co/L8h8BUW0Qn— The Athletic (@TheAthletic) December 4, 2024
Golf Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira