Sagnaarfur Biblíunnar – Abrahamísku trúarbrögðin Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. desember 2024 08:32 Mannkynið stendur þegar þetta er skrifað í 8 milljörðum, 184 milljónum, 495 þúsund, 984 og fer vaxandi. Við aldarmótin 2000 stóð mannkynið í rúmum sex milljörðum, árið sem ég kom í heiminn rúmum fjórum, árið sem móðir mín fæddist tveimur og hálfum og við upphaf iðnbyltingar 770 milljónum. Stærsta verkefni 21. aldar er að takast á við þennan fólksfjölda með slíkum hætti að öllum bjóðist klæði, fæði og framtíð, án þess að við göngum endanlega frá vistkerfi jarðar, og að tryggja sambúð okkar með slíkum hætti að það dragi úr stríðsátökum. Það eru í dag á sjötta tug landsvæða þar sem vopnuð átök geysa og eyðsla í vopn og stríðsrekstur hefur aldrei verið hærri en á síðasta ári. Það hlýtur að vera betri leið til að takast á við vanda heimsins en vígbúnaðarkapphlaup. Sambúð trúarbragðanna Einn átakaflötur í heiminum snýr að samskiptum og sambúð trúarbragðanna og það má færa fyrir því rök að ekkert fag sem kennt er í skólakerfinu sé mikilvægara en það fag sem fjallar um skilning og gagnkvæma virðingu þeirra á milli. Í þeim anda sendu Sameinuðu Þjóðirnar frá sér yfirlýsingu í október um að trúfrelsi væri „mikilvægasta breytan til að tryggja varanlegan frið í heiminum“ og fyrr á þessu ári að hatur og mismunun á grundvelli trúarbragða færi vaxandi um allan heim. Langstærstu trúarbrögð heims eru kristindómur og íslam, en yfir 32% heimsbyggðarinnar eru kristnir og yfir 24% eru múslimar. Kristindómurinn eru jafnframt útbreiddustu trúarbrögð heims og þau sem flest þeirra sem eru á landflótta tilheyra. Trúarbrögðin tvö eiga margt sameiginlegt og mynda ásamt gyðingdómi hin svokölluðu abrahamísku trúarbrögð, sem sprottin eru af ættfeðrasögu Mósebóka. Hugtakið lýsir annarsvegar þeirri sameiginlegu ættarsögu sem trúarbrögðin rekja sig til og hinsvegar þeirri staðreynd að öll trúarbrögðin byggja á eingyðistrú og spretta úr samfélögum, þar sem fjölgyðishugmyndir voru ríkjandi. Abraham, Íshmael og Ísak Sagan af Abraham er í senn fjölskyldusaga og saga sem mótað hefur sjálfsmynd meirihluta mannkyns í gegnum trúarbrögðin þrjú. Í fyrstu Mósebók segir frá Abram en „kona Abrams hét Saraí [...] en Saraí var óbyrja. Hún átti ekki barn.“ Sorg þeirra sem eiga erfitt með barneignir er því stef í þessari stórsögu. Guð segir við Abram: „Far þú burt úr landi þínu, frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns til landsins sem ég mun vísa þér á. Ég mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gera nafn þitt mikið. Blessun skalt þú vera.“ Landið sem um ræðir er nefnt Kanaansland og er í frjósama hálfmánanum, því landsvæði sem trúarbrögðin þrjú gera tilkall til og tekist er á um til þessa dags. Ferðalagið til fyrirheitna landsins er stórsaga, hungursneyð hrekur fjölskylduna niður til Egyptalands og þegar aðstæður batna snýr fjölskyldan aftur til Kanaanslands og haslar sér þar völl með hersigrum. Stefið um frjósemisvanda heldur áfram en „Saraí, kona Abrams [...] átti egypska ambátt sem Hagar hét“ og lætur hana vera staðgengilsmóður fyrir sig. Úr verður að Hagar verður þunguð en hún erfir hlutskipti sitt í fjölskyldunni og flýr frá Abram og Saraí. Engill Drottins finnur Hagar hjá lind í eyðimörkinni og segir við hana „snúðu aftur til húsmóður þinnar“ og síðan að þú „munt ala son. Þú skalt láta hann heita Ísmael því að Drottinn hefur heyrt kveinstafi þína.“ Ísmael er í íslömskum hefðum ættfaðir araba og þeir feðgar reistu samkvæmt hefð þeirra Kaaba musterið í Mekku. Þegar Abram var orðinn aldraður birtist Guð honum og sagði við hann:„Ég mun setja sáttmála milli mín og þín og margfalda þig mikillega.“ Féll þá Abram fram á ásjónu sína og Guð sagði við hann: „Þessi er sáttmáli minn við þig: Þú munt verða ættfaðir fjölda þjóða. Eigi skalt þú lengur nefnast Abram heldur skalt þú Abraham heita því að ég geri þig að ættföður fjölda þjóða.“ Abraham er í kjölfarið umskorinn og er það í augum gyðinga tákn um sáttmála Guðs: „Sáttmáli minn á holdi ykkar skal vera eilífur sáttmáli.“ Enn talaði Guð til Abrahams: „Saraí kona þín skal ekki lengur heita Saraí, hún skal heita Sara. Ég mun blessa hana og ég mun einnig gefa þér son með henni [...] og þú skalt nefna hann Ísak og ég mun setja honum sáttmála minn, eilífan sáttmála við niðja hans eftir hann. Stórsagan heldur áfram og í framhaldinu er fjallað um syndir Sódómu og Gómorru og þeim vörnum sem Abrahm heldur uppi fyrir borgunum, sem og það próf sem Guð leggur fyrir – hvort hann sé reiðubúinn að fórna syni sínum Ísaki. Sú saga, sem gyðingar kalla Akedah eða [Ísak] bundinn, er ein mikilvægasta táknmynd trúarbragðanna um trúfesti og liggur til grundvallar bókar Søren Kirkegaard, Uggur og Ótti, þar sem hann segir söguna „sýna hversu fjarstæðukennd trúin hljóti að vera, handan skilnings hins vantrúaða, handan skilnings heimspekingsins“. Trúarbrögð Abrahams Það að tala um eingyðistrúarbrögðin þrjú, gyðingdóm, kristni og íslam, sem trúarbrögð Abrahams, leggur áherslu á sameiginlegar rætur þeirra sem systurhefðir. Í gyðingdómi er Abraham ættfaðir gyðinga og sá sem Guð „gerði eilífan sáttmála við.“ Í Nýja testmentinu er Abraham táknmynd trúarinnar og hann er sérstaklega mikilvægur fyrir lúterskan arf vegna áherslunnar á réttlætingu af trú: „Abraham trúði Guði og það var honum til réttlætis reiknað.“ Í íslam markar Abraham spámaður upphaf eingyðistrúar, hann grundvallaði Kaaba musterið í Mekka með Ísmael og fúsleiki hans til að fórna Ísaki er haldin hátíðlega með Eid al-Adha hátíðinni sem boðar hlýðni við Guð, en þaðan er orðið íslam komið. Spenna á milli trúarbragða er einn af átakaflötum samtímans, bæði á milli og innan trúarbragðanna, og meðvitund um sameiginlegar rætur þeirra er mikilvægt skref í átt að skilningi, umburðarlyndi og farsælli sambúð þeirra hefða sem meirihluti mannkyns tilheyrir. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mannkynið stendur þegar þetta er skrifað í 8 milljörðum, 184 milljónum, 495 þúsund, 984 og fer vaxandi. Við aldarmótin 2000 stóð mannkynið í rúmum sex milljörðum, árið sem ég kom í heiminn rúmum fjórum, árið sem móðir mín fæddist tveimur og hálfum og við upphaf iðnbyltingar 770 milljónum. Stærsta verkefni 21. aldar er að takast á við þennan fólksfjölda með slíkum hætti að öllum bjóðist klæði, fæði og framtíð, án þess að við göngum endanlega frá vistkerfi jarðar, og að tryggja sambúð okkar með slíkum hætti að það dragi úr stríðsátökum. Það eru í dag á sjötta tug landsvæða þar sem vopnuð átök geysa og eyðsla í vopn og stríðsrekstur hefur aldrei verið hærri en á síðasta ári. Það hlýtur að vera betri leið til að takast á við vanda heimsins en vígbúnaðarkapphlaup. Sambúð trúarbragðanna Einn átakaflötur í heiminum snýr að samskiptum og sambúð trúarbragðanna og það má færa fyrir því rök að ekkert fag sem kennt er í skólakerfinu sé mikilvægara en það fag sem fjallar um skilning og gagnkvæma virðingu þeirra á milli. Í þeim anda sendu Sameinuðu Þjóðirnar frá sér yfirlýsingu í október um að trúfrelsi væri „mikilvægasta breytan til að tryggja varanlegan frið í heiminum“ og fyrr á þessu ári að hatur og mismunun á grundvelli trúarbragða færi vaxandi um allan heim. Langstærstu trúarbrögð heims eru kristindómur og íslam, en yfir 32% heimsbyggðarinnar eru kristnir og yfir 24% eru múslimar. Kristindómurinn eru jafnframt útbreiddustu trúarbrögð heims og þau sem flest þeirra sem eru á landflótta tilheyra. Trúarbrögðin tvö eiga margt sameiginlegt og mynda ásamt gyðingdómi hin svokölluðu abrahamísku trúarbrögð, sem sprottin eru af ættfeðrasögu Mósebóka. Hugtakið lýsir annarsvegar þeirri sameiginlegu ættarsögu sem trúarbrögðin rekja sig til og hinsvegar þeirri staðreynd að öll trúarbrögðin byggja á eingyðistrú og spretta úr samfélögum, þar sem fjölgyðishugmyndir voru ríkjandi. Abraham, Íshmael og Ísak Sagan af Abraham er í senn fjölskyldusaga og saga sem mótað hefur sjálfsmynd meirihluta mannkyns í gegnum trúarbrögðin þrjú. Í fyrstu Mósebók segir frá Abram en „kona Abrams hét Saraí [...] en Saraí var óbyrja. Hún átti ekki barn.“ Sorg þeirra sem eiga erfitt með barneignir er því stef í þessari stórsögu. Guð segir við Abram: „Far þú burt úr landi þínu, frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns til landsins sem ég mun vísa þér á. Ég mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gera nafn þitt mikið. Blessun skalt þú vera.“ Landið sem um ræðir er nefnt Kanaansland og er í frjósama hálfmánanum, því landsvæði sem trúarbrögðin þrjú gera tilkall til og tekist er á um til þessa dags. Ferðalagið til fyrirheitna landsins er stórsaga, hungursneyð hrekur fjölskylduna niður til Egyptalands og þegar aðstæður batna snýr fjölskyldan aftur til Kanaanslands og haslar sér þar völl með hersigrum. Stefið um frjósemisvanda heldur áfram en „Saraí, kona Abrams [...] átti egypska ambátt sem Hagar hét“ og lætur hana vera staðgengilsmóður fyrir sig. Úr verður að Hagar verður þunguð en hún erfir hlutskipti sitt í fjölskyldunni og flýr frá Abram og Saraí. Engill Drottins finnur Hagar hjá lind í eyðimörkinni og segir við hana „snúðu aftur til húsmóður þinnar“ og síðan að þú „munt ala son. Þú skalt láta hann heita Ísmael því að Drottinn hefur heyrt kveinstafi þína.“ Ísmael er í íslömskum hefðum ættfaðir araba og þeir feðgar reistu samkvæmt hefð þeirra Kaaba musterið í Mekku. Þegar Abram var orðinn aldraður birtist Guð honum og sagði við hann:„Ég mun setja sáttmála milli mín og þín og margfalda þig mikillega.“ Féll þá Abram fram á ásjónu sína og Guð sagði við hann: „Þessi er sáttmáli minn við þig: Þú munt verða ættfaðir fjölda þjóða. Eigi skalt þú lengur nefnast Abram heldur skalt þú Abraham heita því að ég geri þig að ættföður fjölda þjóða.“ Abraham er í kjölfarið umskorinn og er það í augum gyðinga tákn um sáttmála Guðs: „Sáttmáli minn á holdi ykkar skal vera eilífur sáttmáli.“ Enn talaði Guð til Abrahams: „Saraí kona þín skal ekki lengur heita Saraí, hún skal heita Sara. Ég mun blessa hana og ég mun einnig gefa þér son með henni [...] og þú skalt nefna hann Ísak og ég mun setja honum sáttmála minn, eilífan sáttmála við niðja hans eftir hann. Stórsagan heldur áfram og í framhaldinu er fjallað um syndir Sódómu og Gómorru og þeim vörnum sem Abrahm heldur uppi fyrir borgunum, sem og það próf sem Guð leggur fyrir – hvort hann sé reiðubúinn að fórna syni sínum Ísaki. Sú saga, sem gyðingar kalla Akedah eða [Ísak] bundinn, er ein mikilvægasta táknmynd trúarbragðanna um trúfesti og liggur til grundvallar bókar Søren Kirkegaard, Uggur og Ótti, þar sem hann segir söguna „sýna hversu fjarstæðukennd trúin hljóti að vera, handan skilnings hins vantrúaða, handan skilnings heimspekingsins“. Trúarbrögð Abrahams Það að tala um eingyðistrúarbrögðin þrjú, gyðingdóm, kristni og íslam, sem trúarbrögð Abrahams, leggur áherslu á sameiginlegar rætur þeirra sem systurhefðir. Í gyðingdómi er Abraham ættfaðir gyðinga og sá sem Guð „gerði eilífan sáttmála við.“ Í Nýja testmentinu er Abraham táknmynd trúarinnar og hann er sérstaklega mikilvægur fyrir lúterskan arf vegna áherslunnar á réttlætingu af trú: „Abraham trúði Guði og það var honum til réttlætis reiknað.“ Í íslam markar Abraham spámaður upphaf eingyðistrúar, hann grundvallaði Kaaba musterið í Mekka með Ísmael og fúsleiki hans til að fórna Ísaki er haldin hátíðlega með Eid al-Adha hátíðinni sem boðar hlýðni við Guð, en þaðan er orðið íslam komið. Spenna á milli trúarbragða er einn af átakaflötum samtímans, bæði á milli og innan trúarbragðanna, og meðvitund um sameiginlegar rætur þeirra er mikilvægt skref í átt að skilningi, umburðarlyndi og farsælli sambúð þeirra hefða sem meirihluti mannkyns tilheyrir. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun