Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 13:31 Nicolas Jover kemur skilaboðum til leikmanna Arsenal fyrir eina hornspyrnu liðsins en knattspyrnustjórinn Mikel Arteta fylgist með. Getty/Mike Egerton Arsenal vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en bæði mörkin i leiknum komu eftir hornspyrnur. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem föstu leikatriðin eru að skila Arsenal dýrmætum sigrum eða stigum. Fyrra markið skoraði Jurrien Timber með skalla eftir hornspyrnu Declan Rice en það síðara skoraði William Saliba eftir að Thomas Partey skallaði hornspyrnu Bukayo Saka í hann. Föstu leikatriðin eru stór þáttur í leik liðsins en Arsenal átti fleiri skot eftir hornspyrnur (7) en úr opnum leik (6) í þessum leik á móti United í gærkvöldi. Eftir leikinn hrósaði knattspyrnustjórinn Mikel Arteta líka vinnu Nicolas Jover, sem er er Sölvi Geir Ottesen þeirra Arsenal manna. These guys were all brilliant last night: @_DeclanRice @BukayoSaka87 + Saliba/Odegaard/Raya. But my Man of the Match was Nicolas Jover, our set-piece coach. Arsenal have scored 22 goals from corners since the start of last season incl 2 more last night. He’s a genius. 👏 pic.twitter.com/As7sFUjwQQ— Piers Morgan (@piersmorgan) December 5, 2024 Jover ber ábyrgð á föstu leikatriðum liðsins og er nýja hetjan hjá Arsenal. „Hann og þjálfarateymið hafa fengið leikmenn okkar til að trúa því að það er hægt að vinna fótboltaleiki á marga vegu. Það er mjög áhrifamikið og hefur gefið okkur mikið. Ég vil því hrósa þeim,“ sagði Arteta. Jover er 43 ára gamall Frakki sem fæddist í Þýskalandi. Hann var þjálfari fastra leikatriða hjá bæði Brentford og Manchester City áður en hann kom til Arsenal. Samningur hans við City endaði sumarið 2021 og Mikel Arteta, sem þekkti hann frá City, fékk hann til að koma til Arsenal. Á síðustu leiktíð skoraði Arsenal tuttugu mörk eftir föst leikatriði og þar eru vítaspyrnur ekki taldar með. Sextán þeirra komu eftir horn sem var metjöfnun í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili. Arsenal hefur nú skorað 21 mark eftir hornspyrnur frá byrjun síðasta tímabils. Declan Rice og Bukayo Saka eru báðir með sjö stoðsendingar í þessum mörkum. Nicolas Jover, you deserve the world 🥰 pic.twitter.com/y1qfdVhB0v— AFTV (@AFTVMedia) December 4, 2024 Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem föstu leikatriðin eru að skila Arsenal dýrmætum sigrum eða stigum. Fyrra markið skoraði Jurrien Timber með skalla eftir hornspyrnu Declan Rice en það síðara skoraði William Saliba eftir að Thomas Partey skallaði hornspyrnu Bukayo Saka í hann. Föstu leikatriðin eru stór þáttur í leik liðsins en Arsenal átti fleiri skot eftir hornspyrnur (7) en úr opnum leik (6) í þessum leik á móti United í gærkvöldi. Eftir leikinn hrósaði knattspyrnustjórinn Mikel Arteta líka vinnu Nicolas Jover, sem er er Sölvi Geir Ottesen þeirra Arsenal manna. These guys were all brilliant last night: @_DeclanRice @BukayoSaka87 + Saliba/Odegaard/Raya. But my Man of the Match was Nicolas Jover, our set-piece coach. Arsenal have scored 22 goals from corners since the start of last season incl 2 more last night. He’s a genius. 👏 pic.twitter.com/As7sFUjwQQ— Piers Morgan (@piersmorgan) December 5, 2024 Jover ber ábyrgð á föstu leikatriðum liðsins og er nýja hetjan hjá Arsenal. „Hann og þjálfarateymið hafa fengið leikmenn okkar til að trúa því að það er hægt að vinna fótboltaleiki á marga vegu. Það er mjög áhrifamikið og hefur gefið okkur mikið. Ég vil því hrósa þeim,“ sagði Arteta. Jover er 43 ára gamall Frakki sem fæddist í Þýskalandi. Hann var þjálfari fastra leikatriða hjá bæði Brentford og Manchester City áður en hann kom til Arsenal. Samningur hans við City endaði sumarið 2021 og Mikel Arteta, sem þekkti hann frá City, fékk hann til að koma til Arsenal. Á síðustu leiktíð skoraði Arsenal tuttugu mörk eftir föst leikatriði og þar eru vítaspyrnur ekki taldar með. Sextán þeirra komu eftir horn sem var metjöfnun í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili. Arsenal hefur nú skorað 21 mark eftir hornspyrnur frá byrjun síðasta tímabils. Declan Rice og Bukayo Saka eru báðir með sjö stoðsendingar í þessum mörkum. Nicolas Jover, you deserve the world 🥰 pic.twitter.com/y1qfdVhB0v— AFTV (@AFTVMedia) December 4, 2024
Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira