Hundarnir áttu ekki að vera saman Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2024 12:03 Hundarnir tveir urðu öðrum ketti að bana í sumar. vísir Annar hundanna sem grunaðir eru um að hafa banað ketti í Laugardalnum gær er nú í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri þar segir hundana ekki hafa átt að vera á sama heimilinu. Málið sé nú til rannsóknar. Tveir ungverskir viszla-hundar gengu lausir um Langholtshverfi í Reykjavík í gær. Heimilisköttur fjölskyldu í Efstasundi varð fyrir barðinu á hundunum og drepinn á stéttinni fyrir utan heimili sitt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sömu hundar valda usla í hverfinu en síðast í júní á þessu ári voru þeir teknir af eiganda sínum, grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu. Annar hundanna var aftur handsamaður í gær að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur. „Sá hundur er bara í okkar vörslu núna og við erum að skoða málið áfram, hvað við gerum næst. Þessir hundar voru ekki þar sem þeir hafa verið í nokkuð langan tíma áður. Það var búið að setja ákveðin skilyrði um þetta hundahald og við erum að skoða hvernig málið situr núna miðað við þau skilyrði,“ segir Þorkell. Frá því að hundarnir voru handsamaðir í sumar.Tinna Bjarnadóttir Eitt þeirra skilyrða var að hundarnir yrðu á sitthvoru heimilinu. Þeir séu ekki eins hættulegir þegar þeir eru í sundur. „Þetta er svona hóphegðun þegar þeir koma saman. Þegar þeir eru í sitthvoru lagi er það í lagi en þegar þeir eru saman myndast stemning sem er alls ekki æskileg. Og það er óásættanlegt að hundar sem ganga lausir fari um með þessum hætti og ráðist á gæludýr. Það bara gengur ekki. Fyrir utan það þá valda þeir almennri ógn þannig við lítum á þetta sem almannahættu sem þarf að bregðast mjög ákveðið við,“ segir Þorkell. Dýraþjónustunni hefur ekki borist tilkynningar um að hundarnir ráðist á fólk. „Það breytir því ekki að svona lausaganga getur gerst. Það geta allir misst frá sér hunda en það gengur alls ekki að það gerist ítrekað. Sérstaklega þegar það gerist að það valdi ógn og skelfingu í heilum bæjarhluta, þá er það ekki ásættanlegt ástand,“ segir Þorkell. Dýr Reykjavík Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tveir ungverskir viszla-hundar gengu lausir um Langholtshverfi í Reykjavík í gær. Heimilisköttur fjölskyldu í Efstasundi varð fyrir barðinu á hundunum og drepinn á stéttinni fyrir utan heimili sitt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sömu hundar valda usla í hverfinu en síðast í júní á þessu ári voru þeir teknir af eiganda sínum, grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu. Annar hundanna var aftur handsamaður í gær að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur. „Sá hundur er bara í okkar vörslu núna og við erum að skoða málið áfram, hvað við gerum næst. Þessir hundar voru ekki þar sem þeir hafa verið í nokkuð langan tíma áður. Það var búið að setja ákveðin skilyrði um þetta hundahald og við erum að skoða hvernig málið situr núna miðað við þau skilyrði,“ segir Þorkell. Frá því að hundarnir voru handsamaðir í sumar.Tinna Bjarnadóttir Eitt þeirra skilyrða var að hundarnir yrðu á sitthvoru heimilinu. Þeir séu ekki eins hættulegir þegar þeir eru í sundur. „Þetta er svona hóphegðun þegar þeir koma saman. Þegar þeir eru í sitthvoru lagi er það í lagi en þegar þeir eru saman myndast stemning sem er alls ekki æskileg. Og það er óásættanlegt að hundar sem ganga lausir fari um með þessum hætti og ráðist á gæludýr. Það bara gengur ekki. Fyrir utan það þá valda þeir almennri ógn þannig við lítum á þetta sem almannahættu sem þarf að bregðast mjög ákveðið við,“ segir Þorkell. Dýraþjónustunni hefur ekki borist tilkynningar um að hundarnir ráðist á fólk. „Það breytir því ekki að svona lausaganga getur gerst. Það geta allir misst frá sér hunda en það gengur alls ekki að það gerist ítrekað. Sérstaklega þegar það gerist að það valdi ógn og skelfingu í heilum bæjarhluta, þá er það ekki ásættanlegt ástand,“ segir Þorkell.
Dýr Reykjavík Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira