Jón Nordal er látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 06:37 Jón var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar. Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík andaðist í gær, 5. desember, 98 ára að aldri. Hann var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Jóns. Hann var afkastamikið tónskáld og eftir hann liggja stór hljómsveitarverk og einleikskonsertar, margskonar kammertónlist og einleiksverk, orgelverk, kórlög og stærri kórverk, leikhústónlist, sönglög og fleira. Jón er höfundur laga sem eiga sérstakan sess hjá þjóðinni og má þar nefna sönglagið „Hvert örstutt spor“ úr Silfurtungli Halldórs Laxness og kórlagið „Smávinir fagrir“ við Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar, sem Jón samdi einungis 14 ára gamall. Jón Nordal fæddist á æskuheimili sínu á Baldursgötu 33 í Reykjavík 6. mars 1926. Foreldrar hans voru Ólöf Nordal og Sigurður Nordal prófessor. Eldri systkini hans voru Bera, fædd 1923 og dáin 1927, og Jóhannes, síðar seðlabankastjóri, fæddur 1924 og dáinn 2023. Lærði víða í Evrópu Jón lauk burtfararprófi í píanóleik 1948 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og tónsmíðum ári síðar. Hann stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum í Zürich í Sviss 1949-1951, auk námsdvalar í París, Róm og Darmstadt 1956 -1957. Jón var skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík í 33 ár eða frá árinu 1959 til 1992, og kenndi auk þess píanóleik og tónfræði. Tónlistarskólinn var á þeim tíma æðsta menntastofnun landsins í tónlist og brautskráði flesta hérlenda atvinnutónlistarmenn. Jafnframt lagði skólinn grunn að almennri tónlistarkennslu um land allt með menntun hljóðfærakennara og tónmenntakennara. Sem píanóleikari hélt Jón tónleika hér á landi og erlendis. Hann sat í ýmsum opinberum nefndum varðandi tónlistarmál og var stjórnarmaður í tónlistarsamstarfsnefnd Norðurlanda og tónlistarháskólaráði Norðurlanda. Jón var í stjórn STEFs frá 1968 til 1987, stjórnarmaður í Tónmenntasjóði kirkjunnar um árabil og í stjórn Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins í nær hálfa öld til ársins 2017. Þá var hann einn stofnenda Musica Nova, félagsskapar um flutning nútímatónlistar á Íslandi, og fyrsti formaður þess 1959-1963. Hlaut ýmiskonar viðurkenningar Jóni hlotnaðist margskonar heiður og má þar nefna stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og riddarakross Dannebrogsorðunnar. Jón hefur verið í heiðurslaunaflokki Alþingis frá 1983 og hlaut heiðursnafnbót Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010, auk fleiri viðurkenninga. Þá var Jón félagi í konunglegu sænsku tónlistarakademíunni frá 1968. Eiginkona Jóns var Solveig Jónsdóttir menntaskólakennari, fædd 1932 og dáin 2012. Foreldrar hennar voru Þórunn Björnsdóttir og Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn. Börn Jóns og Solveigar eru Hjálmur, Ólöf og Sigurður. Andlát Tónlist Tónlistarnám Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Jóns. Hann var afkastamikið tónskáld og eftir hann liggja stór hljómsveitarverk og einleikskonsertar, margskonar kammertónlist og einleiksverk, orgelverk, kórlög og stærri kórverk, leikhústónlist, sönglög og fleira. Jón er höfundur laga sem eiga sérstakan sess hjá þjóðinni og má þar nefna sönglagið „Hvert örstutt spor“ úr Silfurtungli Halldórs Laxness og kórlagið „Smávinir fagrir“ við Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar, sem Jón samdi einungis 14 ára gamall. Jón Nordal fæddist á æskuheimili sínu á Baldursgötu 33 í Reykjavík 6. mars 1926. Foreldrar hans voru Ólöf Nordal og Sigurður Nordal prófessor. Eldri systkini hans voru Bera, fædd 1923 og dáin 1927, og Jóhannes, síðar seðlabankastjóri, fæddur 1924 og dáinn 2023. Lærði víða í Evrópu Jón lauk burtfararprófi í píanóleik 1948 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og tónsmíðum ári síðar. Hann stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum í Zürich í Sviss 1949-1951, auk námsdvalar í París, Róm og Darmstadt 1956 -1957. Jón var skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík í 33 ár eða frá árinu 1959 til 1992, og kenndi auk þess píanóleik og tónfræði. Tónlistarskólinn var á þeim tíma æðsta menntastofnun landsins í tónlist og brautskráði flesta hérlenda atvinnutónlistarmenn. Jafnframt lagði skólinn grunn að almennri tónlistarkennslu um land allt með menntun hljóðfærakennara og tónmenntakennara. Sem píanóleikari hélt Jón tónleika hér á landi og erlendis. Hann sat í ýmsum opinberum nefndum varðandi tónlistarmál og var stjórnarmaður í tónlistarsamstarfsnefnd Norðurlanda og tónlistarháskólaráði Norðurlanda. Jón var í stjórn STEFs frá 1968 til 1987, stjórnarmaður í Tónmenntasjóði kirkjunnar um árabil og í stjórn Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins í nær hálfa öld til ársins 2017. Þá var hann einn stofnenda Musica Nova, félagsskapar um flutning nútímatónlistar á Íslandi, og fyrsti formaður þess 1959-1963. Hlaut ýmiskonar viðurkenningar Jóni hlotnaðist margskonar heiður og má þar nefna stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og riddarakross Dannebrogsorðunnar. Jón hefur verið í heiðurslaunaflokki Alþingis frá 1983 og hlaut heiðursnafnbót Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010, auk fleiri viðurkenninga. Þá var Jón félagi í konunglegu sænsku tónlistarakademíunni frá 1968. Eiginkona Jóns var Solveig Jónsdóttir menntaskólakennari, fædd 1932 og dáin 2012. Foreldrar hennar voru Þórunn Björnsdóttir og Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn. Börn Jóns og Solveigar eru Hjálmur, Ólöf og Sigurður.
Andlát Tónlist Tónlistarnám Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira