Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 07:10 Bjarni tilkynnti í gær um leyfisveitingu til hvalveiða til tveggja aðila. Leyfið gildir í fimm ár. Vísir/Einar Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. Bjarni gaf í gær út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. og leyfi til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14, sem er í eigu Tjaldtanga ehf. Leyfin eru veitt til fimm ára. Hvalavinir, sem eru samtök utan um andstöðu við hvalveiðar, segjast í Facebook-færslu fordæma harðlega ákvörðun Bjarna. Hún sé svívirðileg valdníðsla fallinnar ríkisstjórnar, eins og það er orðað. Þeir flokkar sem nú eigi í stjórnarmyndunarviðræðum, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, séu á móti hvalveiðum og því sé um að ræða ólýðræðisleg og einkennileg vinnubrögð. „Þjóðin var skýr í nýliðnum kosningum og vildi breytingar, meirihluti landsmanna vilja ekki hvalveiðar og það er fordæmalaus vanvirðing við lýðveldið að fráfarandi forsætisráðherra þrýsti leyfi í gegn án umboðs þjóðarinnar,“ segir í færslu samtakanna. Brýnt að Alþingi banni hvalveiðar Þar segir einnig að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi skipað starfshóp fyrr á árinu sem hafi átt að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu atvinnugreinarinnar, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. „Ákvörðun um stefnu Íslands hvað varðar hvalveiðar átti svo í framhaldi að taka mið af skýrslu starfshópsins. Sú skýrsla er enn væntanleg og því enn einkennilegra að Bjarni Benediktsson hafi einnig farið á svig við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem hann sat í.“ Þá segja samtökin að veiðarnar gangi gegn ákvæðum laga um dýravelferð, og því sé brýnt að Alþingi samþykki hvalveiðibann sem fyrst. Í færslunni er ný ríkisstjórn hvött til þess að afturkalla leyfisveitinguna, þar sem Bjarni hafi ekki haft umboð til að veita leyfið. „Farðu til andskotans“ Fleiri hafa kvatt sér hljóðs vegna leyfisveitingarinnar, til að mynda samtök grænkera á Íslandi, sem segjast af öllu hjarta fordæma „hræðilega þróun þessa máls“. Fylgjendur samtakanna eru hvattir til þess að setja nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir bönnun hvalveiða og afturköllun leyfisins. Samtök ungra Pírata birtu þá ályktun vegna leyfisveitingarinnar þar sem þeir eru ómyrkir í máli. „Bjarni: siðleysan og sérhagsmunagæslan uppmáluð, farðu til andskotans og taktu leyfið þitt með. Ný ríkisstjórn sem verður mynduð: bannið hvalveiðar þarna skræfurnar ykkar,“ segir í ályktuninni sem birt var á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ungir Píratar (@ungirpiratar) Hvalveiðar Dýr Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Bjarni gaf í gær út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. og leyfi til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14, sem er í eigu Tjaldtanga ehf. Leyfin eru veitt til fimm ára. Hvalavinir, sem eru samtök utan um andstöðu við hvalveiðar, segjast í Facebook-færslu fordæma harðlega ákvörðun Bjarna. Hún sé svívirðileg valdníðsla fallinnar ríkisstjórnar, eins og það er orðað. Þeir flokkar sem nú eigi í stjórnarmyndunarviðræðum, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, séu á móti hvalveiðum og því sé um að ræða ólýðræðisleg og einkennileg vinnubrögð. „Þjóðin var skýr í nýliðnum kosningum og vildi breytingar, meirihluti landsmanna vilja ekki hvalveiðar og það er fordæmalaus vanvirðing við lýðveldið að fráfarandi forsætisráðherra þrýsti leyfi í gegn án umboðs þjóðarinnar,“ segir í færslu samtakanna. Brýnt að Alþingi banni hvalveiðar Þar segir einnig að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi skipað starfshóp fyrr á árinu sem hafi átt að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu atvinnugreinarinnar, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. „Ákvörðun um stefnu Íslands hvað varðar hvalveiðar átti svo í framhaldi að taka mið af skýrslu starfshópsins. Sú skýrsla er enn væntanleg og því enn einkennilegra að Bjarni Benediktsson hafi einnig farið á svig við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem hann sat í.“ Þá segja samtökin að veiðarnar gangi gegn ákvæðum laga um dýravelferð, og því sé brýnt að Alþingi samþykki hvalveiðibann sem fyrst. Í færslunni er ný ríkisstjórn hvött til þess að afturkalla leyfisveitinguna, þar sem Bjarni hafi ekki haft umboð til að veita leyfið. „Farðu til andskotans“ Fleiri hafa kvatt sér hljóðs vegna leyfisveitingarinnar, til að mynda samtök grænkera á Íslandi, sem segjast af öllu hjarta fordæma „hræðilega þróun þessa máls“. Fylgjendur samtakanna eru hvattir til þess að setja nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir bönnun hvalveiða og afturköllun leyfisins. Samtök ungra Pírata birtu þá ályktun vegna leyfisveitingarinnar þar sem þeir eru ómyrkir í máli. „Bjarni: siðleysan og sérhagsmunagæslan uppmáluð, farðu til andskotans og taktu leyfið þitt með. Ný ríkisstjórn sem verður mynduð: bannið hvalveiðar þarna skræfurnar ykkar,“ segir í ályktuninni sem birt var á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ungir Píratar (@ungirpiratar)
Hvalveiðar Dýr Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira