City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2024 16:55 Rico Lewis skoraði og var rekinn út af í leik Crystal Palace og Manchester City. getty/Justin Setterfield Manchester City lenti tvisvar sinnum undir gegn Crystal Palace á Selhurst Park í ensku úrvalsdeildini í dag en kom til baka í bæði skiptin. Lokatölur 2-2. Eftir sjö leiki í röð án sigurs vann City Nottingham Forest á miðvikudaginn. Englandsmeisturunum tókst ekki að fylgja því eftir í dag og urðu að gera sér jafntefli að góðu. Daniel Munoz kom Palace yfir strax á 4. mínútu en Erling Haaland jafnaði fyrir City eftir hálftíma. Staðan í hálfleik var 1-1. Á 56. mínútu kom Maxence Lacroix heimamönnum aftur yfir þegar hann skallaði hornspyrnu frá Will Hughes í netið. Hughes lagði einnig upp fyrra mark Palace. Rico Lewis jafnaði fyrir City á 68. mínútu eftir laglega sókn gestanna. Lewis átti eftir að koma meira við sögu því sex mínútum fyrir leikslok fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og niðurstaðan 2-2 jafntefli í fjörugum leik. City er áfram í 4. sæti deildarinnar, nú með 27 stig. Palace er í 16. sætinu með þrettán stig. Enski boltinn
Manchester City lenti tvisvar sinnum undir gegn Crystal Palace á Selhurst Park í ensku úrvalsdeildini í dag en kom til baka í bæði skiptin. Lokatölur 2-2. Eftir sjö leiki í röð án sigurs vann City Nottingham Forest á miðvikudaginn. Englandsmeisturunum tókst ekki að fylgja því eftir í dag og urðu að gera sér jafntefli að góðu. Daniel Munoz kom Palace yfir strax á 4. mínútu en Erling Haaland jafnaði fyrir City eftir hálftíma. Staðan í hálfleik var 1-1. Á 56. mínútu kom Maxence Lacroix heimamönnum aftur yfir þegar hann skallaði hornspyrnu frá Will Hughes í netið. Hughes lagði einnig upp fyrra mark Palace. Rico Lewis jafnaði fyrir City á 68. mínútu eftir laglega sókn gestanna. Lewis átti eftir að koma meira við sögu því sex mínútum fyrir leikslok fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og niðurstaðan 2-2 jafntefli í fjörugum leik. City er áfram í 4. sæti deildarinnar, nú með 27 stig. Palace er í 16. sætinu með þrettán stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti