Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2024 10:54 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms en breytti ákvörðun um refsingu. Vísir/Vilhelm Aron Már Aðalsteinsson, 22 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt hann í tveggja ára fangelsi þar sem refsingin var skilorðsbundin, nema þrír mánuðir. Aroni var gefið að sök að nauðga manni þann 2. janúar 2021 á heimili mannsins. Í ákæru segir að hann hafi beitt manninum ólögmætri nauðung og haft við hann endaþarmsmök án samþykkis þó að maðurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn, brotaþoli málsins, tilkynnti um brotið daginn eftir. Hann sagði þá vera fyrrverandi kærustupar. Í skýrslu fyrir héraðsdómi sagði hann að Aron hefði komið til hans til að laga tölvu en það hefði ekki tekist. Þegar maðurinn hafi ætlað að kveðja Aron með faðmlagi hefði hann ýtt honum í rúmið, byrjað að klæða hann úr fötunum og síðan nauðgað honum. Aron neitaði sök. Hann lýsti atvikum málsins að einhverju lagi með svipuðum hætti. Hann hafi komið til að laga tölvu mannsins. Það hafi ekki tekist og þeir fallist í faðma og fallið í rúmið. Hins vegar vildi Aron meina að þeir hefðu stundað kynlíf. Ótrúverðugar skýringar Héraðsdómur vísaði til framburðar Arons hjá lögreglu en þar sagði hann að maðurinn hefði beðið hann um að stoppa á meðan á kynlífinu stóð. Hann vildi meina að manninum fyndist „skemmtilegt að segja stopp, stopp, stopp og ég hægði aðeins á mér og en hélt áfram því að ég var vanur að heyra þetta og átti samt ekkert að stoppa.“ Hann sagði jafnframt að þetta hefði var alvanalegt þegar þeir voru í sambandi. Þegar hann var spurður hvort hann hefði ekki átt að athuga hvort þarna væri raunverulegur vilji fyrir hendi sagði hann: „Jú, ég í raun og veru hefði átt að gera það.“ „Það hefur verið tímabil sem maður hefur stoppað og hann hafi eiginlega bara, hvað ertu að gera, haltu áfram og eitthvað svoleiðis. Þetta var örugglega eitt af nokkrum skiptunum sem ég ákvað ekki að stoppa.“ Fyrir dómi sagði Aron hins vegar að maðurinn hefði ekki beðið hann um að stoppa. Hann útskýrði framburð sinn hjá lögreglu þannig að hann hefði verið að lýsa atvikum eins og þau voru þegar þeir voru í sambandi. Dómurinn sagðist hafa farið vandlega yfir framburð Arons og sagði skýringar hans ótrúverðugar. Útilokað væri að hann hefði verið að vísa til annars en atviksins sem málið varðar. Hins vegar þótti framburður mannsins stöðugur og fá stuðning í öðrum gögnum málsins. Dómnum þótti því maðurinn trúverðugur en Aron ótrúverðugur. Því þótti sannað að Aron hefði framið brotið sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir dæmdi Héraðsdómur Aron í tveggja ára fangelsi þar sem 21 mánuður voru skilorðsbundnir. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sekt Arons en breytti refsingunni þannig að hún væri alfarið óskilorðsbundin. Þá er Aroni gert að greiða manninum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Aroni var gefið að sök að nauðga manni þann 2. janúar 2021 á heimili mannsins. Í ákæru segir að hann hafi beitt manninum ólögmætri nauðung og haft við hann endaþarmsmök án samþykkis þó að maðurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn, brotaþoli málsins, tilkynnti um brotið daginn eftir. Hann sagði þá vera fyrrverandi kærustupar. Í skýrslu fyrir héraðsdómi sagði hann að Aron hefði komið til hans til að laga tölvu en það hefði ekki tekist. Þegar maðurinn hafi ætlað að kveðja Aron með faðmlagi hefði hann ýtt honum í rúmið, byrjað að klæða hann úr fötunum og síðan nauðgað honum. Aron neitaði sök. Hann lýsti atvikum málsins að einhverju lagi með svipuðum hætti. Hann hafi komið til að laga tölvu mannsins. Það hafi ekki tekist og þeir fallist í faðma og fallið í rúmið. Hins vegar vildi Aron meina að þeir hefðu stundað kynlíf. Ótrúverðugar skýringar Héraðsdómur vísaði til framburðar Arons hjá lögreglu en þar sagði hann að maðurinn hefði beðið hann um að stoppa á meðan á kynlífinu stóð. Hann vildi meina að manninum fyndist „skemmtilegt að segja stopp, stopp, stopp og ég hægði aðeins á mér og en hélt áfram því að ég var vanur að heyra þetta og átti samt ekkert að stoppa.“ Hann sagði jafnframt að þetta hefði var alvanalegt þegar þeir voru í sambandi. Þegar hann var spurður hvort hann hefði ekki átt að athuga hvort þarna væri raunverulegur vilji fyrir hendi sagði hann: „Jú, ég í raun og veru hefði átt að gera það.“ „Það hefur verið tímabil sem maður hefur stoppað og hann hafi eiginlega bara, hvað ertu að gera, haltu áfram og eitthvað svoleiðis. Þetta var örugglega eitt af nokkrum skiptunum sem ég ákvað ekki að stoppa.“ Fyrir dómi sagði Aron hins vegar að maðurinn hefði ekki beðið hann um að stoppa. Hann útskýrði framburð sinn hjá lögreglu þannig að hann hefði verið að lýsa atvikum eins og þau voru þegar þeir voru í sambandi. Dómurinn sagðist hafa farið vandlega yfir framburð Arons og sagði skýringar hans ótrúverðugar. Útilokað væri að hann hefði verið að vísa til annars en atviksins sem málið varðar. Hins vegar þótti framburður mannsins stöðugur og fá stuðning í öðrum gögnum málsins. Dómnum þótti því maðurinn trúverðugur en Aron ótrúverðugur. Því þótti sannað að Aron hefði framið brotið sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir dæmdi Héraðsdómur Aron í tveggja ára fangelsi þar sem 21 mánuður voru skilorðsbundnir. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sekt Arons en breytti refsingunni þannig að hún væri alfarið óskilorðsbundin. Þá er Aroni gert að greiða manninum tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira