Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar 7. desember 2024 06:30 Því getur enginn svarað nema þú. Í aðdraganda kosninganna spurði Evrópuhreyfingin, með aðstoð Maskínu, einfaldrar spurningar sem beint var til kjósenda. Hún var þessi: Telur þú mikilvægt eða lítilvægt að á næsta kjörtímabili verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu? Niðurstaðan var að 31,8% svaraði mjög mikilvægt og 23,3% svaraði fremur mikilvægt sem er samanlagt 55,1%. Þá svöruðu 20,6% að það væri í meðallagi mikilvægt/lítilvægt. Þau sem svöruðu fremur lítilvægt voru 9,6% og þau sem sögðu það mjög lítilvægt voru 14,8%, sem er samanlagt 24,3%. Þegar niðurstaðan er dregin saman segja 55,1% mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu en 24,3% lítilvægt. Það eru því meira en helmingi fleiri sem telja mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og það er að auki hreinn meirihluti. Þessi afgerandi niðurstaða er gott veganesti fyrir þau sem setjast í ríkisstjórn á næstu vikum og raunar alla þingmenn sem átta sig á því hlutverki sínu að vinna fyrir almenning í landinu. Ef litið er til stuðningsfólks þeirra þriggja stjórnmálaflokka, Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem nú reyna að mynda ríkisstjórn, þá er meirihluti þess eindregið á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hjá Flokki fólksins eru 65% á því að það sé mikilvægt en 14,9% á því að það sé lítilvægt og hjá Samfylkingu eru hlutföllin 73,9% / 7,5% en hjá Viðreisn 77,8% / 5,7%. Þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna er því borðleggjandi á kjörtímabilinu. Evrópuhreyfingin er vettvangur allra Evrópusinna, hvar í flokki sem þeir standa, og eru öll skoðanasystkyni hvött til þess að ganga til liðs við hana og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Því getur enginn svarað nema þú. Í aðdraganda kosninganna spurði Evrópuhreyfingin, með aðstoð Maskínu, einfaldrar spurningar sem beint var til kjósenda. Hún var þessi: Telur þú mikilvægt eða lítilvægt að á næsta kjörtímabili verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu? Niðurstaðan var að 31,8% svaraði mjög mikilvægt og 23,3% svaraði fremur mikilvægt sem er samanlagt 55,1%. Þá svöruðu 20,6% að það væri í meðallagi mikilvægt/lítilvægt. Þau sem svöruðu fremur lítilvægt voru 9,6% og þau sem sögðu það mjög lítilvægt voru 14,8%, sem er samanlagt 24,3%. Þegar niðurstaðan er dregin saman segja 55,1% mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu en 24,3% lítilvægt. Það eru því meira en helmingi fleiri sem telja mikilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og það er að auki hreinn meirihluti. Þessi afgerandi niðurstaða er gott veganesti fyrir þau sem setjast í ríkisstjórn á næstu vikum og raunar alla þingmenn sem átta sig á því hlutverki sínu að vinna fyrir almenning í landinu. Ef litið er til stuðningsfólks þeirra þriggja stjórnmálaflokka, Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem nú reyna að mynda ríkisstjórn, þá er meirihluti þess eindregið á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hjá Flokki fólksins eru 65% á því að það sé mikilvægt en 14,9% á því að það sé lítilvægt og hjá Samfylkingu eru hlutföllin 73,9% / 7,5% en hjá Viðreisn 77,8% / 5,7%. Þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna er því borðleggjandi á kjörtímabilinu. Evrópuhreyfingin er vettvangur allra Evrópusinna, hvar í flokki sem þeir standa, og eru öll skoðanasystkyni hvött til þess að ganga til liðs við hana og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar