Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2024 10:00 Íslenskar vinkonur Jennys Boucek hjálpuðu henni að samtvinna móðurhlutverkið með þjálfun í NBA. stöð 2 sport Kvennakarfan verður í brennidepli í þriðja þætti Kanans sem verður sýndur í kvöld. Þar verður meðal annars rætt við fyrrverandi leikmann Keflavíkur sem starfar við þjálfun í NBA. Í þætti kvöldsins verður til dæmis rætt við Penni Peppas, fyrstu bandarísku körfuboltakonuna sem spilaði á Íslandi. Þá verður einnig rætt við Jenny Boucek sem lék með Keflavík tímabilið 1997-98. Boucek myndi sterk tengsl við samfélagið í Keflavík og hefur haldið sambandi við marga hér á landi. Eftir að ferlinum lauk hellti Boucek sér út í þjálfun og hefur náð langt á því sviði. Fyrir sex árum var hún ráðin aðstoðarþjálfari Indiana Pacers í NBA-deildinni, á sama tíma og hún varð ólétt. Íslenskar vinkonur Bouceks hvöttu hana til að taka við starfinu hjá Indiana og hjálpuðu henni að sinna því samhliða því að ala upp dóttur sína. „Ég varð ólétt einmitt þegar ég var ráðin inn í NBA. Á þeim tíma var ein kona í þjálfarateymum liðanna í NBA sem ferðuðust í leiki; Becky Hammon. Það var engin önnur kona og ég var að fara að verða einstæð móðir. Þannig að hvernig í fjandanum á ég að þjálfa í NBA, í karlaheimi sem einstæð móðir?“ sagði Boucek í Kananum. Klippa: Kaninn - fyrrverandi leikmaður Keflavíkur þjálfar í NBA „Ég talaði við liðsfélaga mína á Íslandi og vegna ykkar túlkunar á kynhlutverkunum sögðu þær: Af hverju geturðu ekki gert bæði? Við eigum dætur sem vilja koma til þín og af hverju sendum við þær ekki yfir til að hjálpa þér af stað. Einn fyrrverandi samherji minn sendi dóttur sína og síðan komu næstu tvær dætur. Allar þessar ungu konur hafa hjálpað mér að ala hana upp. Ég myndi ekki vilja hafa neinn hóp til að hafa áhrif á dóttur mína en ungar íslenskar konur.“ Innslagið úr þriðja þætti Kanans má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þriðji þátturinn verður sýndur klukkan 19:00 á Stöð 2 og klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport. WNBA Keflavík ÍF Kaninn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert lát á sigurgöngu Tryggva og félaga Paul George dæmdur í 25 leikja bann Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Sjá meira
Í þætti kvöldsins verður til dæmis rætt við Penni Peppas, fyrstu bandarísku körfuboltakonuna sem spilaði á Íslandi. Þá verður einnig rætt við Jenny Boucek sem lék með Keflavík tímabilið 1997-98. Boucek myndi sterk tengsl við samfélagið í Keflavík og hefur haldið sambandi við marga hér á landi. Eftir að ferlinum lauk hellti Boucek sér út í þjálfun og hefur náð langt á því sviði. Fyrir sex árum var hún ráðin aðstoðarþjálfari Indiana Pacers í NBA-deildinni, á sama tíma og hún varð ólétt. Íslenskar vinkonur Bouceks hvöttu hana til að taka við starfinu hjá Indiana og hjálpuðu henni að sinna því samhliða því að ala upp dóttur sína. „Ég varð ólétt einmitt þegar ég var ráðin inn í NBA. Á þeim tíma var ein kona í þjálfarateymum liðanna í NBA sem ferðuðust í leiki; Becky Hammon. Það var engin önnur kona og ég var að fara að verða einstæð móðir. Þannig að hvernig í fjandanum á ég að þjálfa í NBA, í karlaheimi sem einstæð móðir?“ sagði Boucek í Kananum. Klippa: Kaninn - fyrrverandi leikmaður Keflavíkur þjálfar í NBA „Ég talaði við liðsfélaga mína á Íslandi og vegna ykkar túlkunar á kynhlutverkunum sögðu þær: Af hverju geturðu ekki gert bæði? Við eigum dætur sem vilja koma til þín og af hverju sendum við þær ekki yfir til að hjálpa þér af stað. Einn fyrrverandi samherji minn sendi dóttur sína og síðan komu næstu tvær dætur. Allar þessar ungu konur hafa hjálpað mér að ala hana upp. Ég myndi ekki vilja hafa neinn hóp til að hafa áhrif á dóttur mína en ungar íslenskar konur.“ Innslagið úr þriðja þætti Kanans má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þriðji þátturinn verður sýndur klukkan 19:00 á Stöð 2 og klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport.
WNBA Keflavík ÍF Kaninn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert lát á sigurgöngu Tryggva og félaga Paul George dæmdur í 25 leikja bann Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Sjá meira