Óhætt er að segja að Dusseldorf hafi byrjað leik dagsins í Þusslaraþorpi af krafti en liðið var komið 3-0 yfir eftir aðeins ellefu mínútna leik. Ísak skoraði annað mark liðsins á 9. mínútu.
Staðan var 3-0 í hálfleik en Ísak skoraði fjórða mark Dussedorf á 70. mínútu áður en Dzenan Pejcinovic innsiglaði 5-0 sigur liðsins undir lokin.
Pejcinovic hafði komið inn af varamannabekknum fyrir Ísak á 77. mínútu. Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði 82 mínútur sem hægri vængbakvörður fyrir Dusseldorf í leiknum. Ísak Bergmann spilaði á miðjunni og var valinn maður leiksins.
Dusseldorf er í fimmta sæti jafnrar deildarinnar. Paderborn er efst með 27 stig en aðeins fjögurs stig aðskilja efsta og níunda sæti deildarinnar.