Beckenbauer, eða „Keisarinn“ (þý. Der Kaiser), eins og hann var oft kallaður er einn áhrifamesti knattspyrnumaður sögunnar. Hann er einn af aðeins þremur í sögunni sem hafa unnið heimsmeistaramótið bæði sem leikmaður og þjálfari, árin 1974 og 1980.
Á félagsliðaferli sínum lék hann lengst af með Bayern München. Hann varð fjórum sinnum deildarmeistari með félaginu og fagnaði sigri í Evrópubikarnum (forvera Meistaradeildarinnar) þrjú ár í röð frá 1974 til 1976.

Það er ekki algengt að treyjur séu settar á hilluna í Þýskalandi og þetta er í fyrsta sinn sem það er gert hjá Bayern München, sem er vel við hæfi enda um að ræða mestu goðsögn í sögu félagsins.
Enginn núverandi leikmaður Bayern klæðist treyju númer fimm, Benjamin Pavard var sá síðasti en hann fluttist til Inter Milan í sumar.