„Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 09:32 Finnur Freyr Stefánsson þekkir það betur en flestir að berjast um og, oftar en ekki, vinna titla. Núna tekst hann á við þá stöðu að vera með Val í fallsæti. vísir/Anton Flottur bikarsigur gegn Grindavík í gærkvöld breytir ekki þeirri staðreynd að Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti í Bónus-deild karla í körfubolta, eftir níu umferðir af 22. Sérfræðingar Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir stöðu Vals og þeirri staðreynd að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins þekkti ekki svona slæmt gengi. Valsarar kynntu nýjan mann til leiks í 88-77 sigri gegn Grindavík í VÍS-bikarnum í gær því Svíinn hávaxni Adam Ramstedt er mættur á Hlíðarenda, og hann skoraði 13 stig og tók 9 fráköst. Spennandi verður að sjá Ramstedt með Val í Bónus-deildinni en þar hafa Valsmenn aðeins unnið þrjá leiki til til þessa, og tapað síðustu leikjum gegn Haukum og ÍR. Dagskráin er strembin hjá Val því í næstu leikjum spilar liðið við Grindavík, Tindastól og Stjörnuna. Risastórt verkefni fyrir Val „Við erum með tvo leikmenn í liðinu, Badmus og Kristin Pálsson, sem hafa átt alveg stórkostlega leiki í vetur, en samt sem áður eru þetta bara þrír sigrar. Það er risastórt verkefni fram undan hjá Val,“ sagði Teitur Örlygsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þá var enn beðið eftir því að Valsmenn kynntu nýjan leikmann til leiks, sem nú er komið í ljós að er Ramstedt, en Teitur sagði fólki að vera ekki að afskrifa Val. „Þeir eiga eftir að bæta við leikmönnum, vonandi kemur Kristó [Acox] sterkur til baka. Þá horfum við á liðið og sjáum að þetta er einhver mjög sterk vél,“ sagði Teitur og þeir Hermann Hauksson voru sammála um að ekkert lið myndi vilja mæta Vals þegar kæmi í úrslitakeppnina. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Valsmenn í fallsæti Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, hafði sínar efasemdir um að Valur kæmist hreinlega í úrslitakeppnina, vegna þess hve sterk Bónus-deildin væri í vetur. „Núna reynir rosalega mikið á Finn“ Valsliðið hefur þurft að glíma við ýmislegt á leiktíðinni en fyrir tveimur umferðum sneri þjálfarinn sigursæli Finnur Freyr Stefánsson þó aftur úr veikindaleyfi. „Núna reynir rosalega mikið á Finn,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Finnur er í stöðu sem hann hefur aldrei verið í sem þjálfari. Það eru þjálfarar sem þekkja það alveg að tapa mörgum leikjum í röð, og að sjálfstraustið sé í molum. Ég held að Finnur hafi aldrei átt við það. Hann hefur alltaf verið í toppbaráttunni með mjög góð lið í höndunum.“ „Má segja að Finnur sé Pep Guardiola íslensks körfubolta? Að ganga í gegnum nákvæmlega sömu tíma núna,“ grínaðist Stefán Árni þá en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
Valsarar kynntu nýjan mann til leiks í 88-77 sigri gegn Grindavík í VÍS-bikarnum í gær því Svíinn hávaxni Adam Ramstedt er mættur á Hlíðarenda, og hann skoraði 13 stig og tók 9 fráköst. Spennandi verður að sjá Ramstedt með Val í Bónus-deildinni en þar hafa Valsmenn aðeins unnið þrjá leiki til til þessa, og tapað síðustu leikjum gegn Haukum og ÍR. Dagskráin er strembin hjá Val því í næstu leikjum spilar liðið við Grindavík, Tindastól og Stjörnuna. Risastórt verkefni fyrir Val „Við erum með tvo leikmenn í liðinu, Badmus og Kristin Pálsson, sem hafa átt alveg stórkostlega leiki í vetur, en samt sem áður eru þetta bara þrír sigrar. Það er risastórt verkefni fram undan hjá Val,“ sagði Teitur Örlygsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þá var enn beðið eftir því að Valsmenn kynntu nýjan leikmann til leiks, sem nú er komið í ljós að er Ramstedt, en Teitur sagði fólki að vera ekki að afskrifa Val. „Þeir eiga eftir að bæta við leikmönnum, vonandi kemur Kristó [Acox] sterkur til baka. Þá horfum við á liðið og sjáum að þetta er einhver mjög sterk vél,“ sagði Teitur og þeir Hermann Hauksson voru sammála um að ekkert lið myndi vilja mæta Vals þegar kæmi í úrslitakeppnina. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Valsmenn í fallsæti Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, hafði sínar efasemdir um að Valur kæmist hreinlega í úrslitakeppnina, vegna þess hve sterk Bónus-deildin væri í vetur. „Núna reynir rosalega mikið á Finn“ Valsliðið hefur þurft að glíma við ýmislegt á leiktíðinni en fyrir tveimur umferðum sneri þjálfarinn sigursæli Finnur Freyr Stefánsson þó aftur úr veikindaleyfi. „Núna reynir rosalega mikið á Finn,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Finnur er í stöðu sem hann hefur aldrei verið í sem þjálfari. Það eru þjálfarar sem þekkja það alveg að tapa mörgum leikjum í röð, og að sjálfstraustið sé í molum. Ég held að Finnur hafi aldrei átt við það. Hann hefur alltaf verið í toppbaráttunni með mjög góð lið í höndunum.“ „Má segja að Finnur sé Pep Guardiola íslensks körfubolta? Að ganga í gegnum nákvæmlega sömu tíma núna,“ grínaðist Stefán Árni þá en brot úr þættinum má sjá hér að ofan.
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira