Aron Leó með mikla yfirburði og tryggði sér beltið Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 10:02 Aron Leó tryggði sér veltivigtarbeltið á bardagakvöldi Caged Steel í Doncaster um nýliðna helgi. Samsett mynd Fimm bardagamenn frá Reykjavík MMA tóku þátt á bardagakvöldinu Cage Steel 38 um nýliðna helgi í Doncaster Bardagakvöldið einkenndist af áskorunum en einnig sigrum þar sem að Aron Leó Jóhannsson tryggði sér meistarabeltið í veltivigtarflokki. Upphaflega stóð til að aðeins fjórir keppendur myndu berjast á kvöldinu frá Reykjavík MMA. Þeir Hákoni Örn Arnórsson, Yonatan Francisco Romero Cruz, Jhoan Salinas og Aron Leó Jóhannsson. Skömmu fyrir bardagakvöldið bættist hins vegar Aron Kevinson í hópinn og tók þátt með aðeins klukkustundarfyrirvara eftir að einn bardagakappi kvöldsins dró sig frá keppni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Sterkt upphaf kvöldsins Ekki er hægt að segja annað en að kvöldið hafi byrjað á bombu fyrir Reykjavík MMA þegar að Hákön Örn steig fyrstur í hringinn og rotaði Alex Tamas eftir einungis um hálfa mínútu í fyrstu lotu. „Hákon sýndi gríðarlega áræðni og nákvæmni í sínum fyrstu höggum, sem lofar góðu fyrir framtíð hans í íþróttinni,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA um frammistöðu Hákonar. View this post on Instagram A post shared by Caged Steel® (MMA Promotion) (@caged_steel) Erfitt kvöld fyrir Yonatan Yonatan var næstur í hringinn og varði Bantam-belti sitt í áhugamannaflokki gegn Arnan Oliphant. Þrátt fyrir sterka byrjun á fyrstu lotu, þar sem hann reyndi að stjórna bardaganum með glímutökum, tókst Oliphant að halda honum í skefjum og sigra tvær fyrstu loturnar. Í þriðju lotu jók Yonatan ákefð sína og reyndi að snúa bardaganum sér í vil, en Oliphant hélt yfirhöndinni og sigraði með einróma dómaraákvörðun. Stökk inn með skömmum fyrirvara Þá var röðin komin að Aroni Kevinson sem sló til og mætti Ryan Shaw í búrinu með skömmum fyrirvara. Fyrstu tvær loturnar voru rólegar þar sem Shaw sýndi gott box og hélt Aroni á varfærnum nótum. Í þriðju lotu kom Aron þó sterkur inn og reyndi að ná rothöggi, en Shaw hélt út og vann bardagann á stigum. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Vonbrigði hjá Jhoan Salinas Jhoan Salinas mætti Mason Yarrow og stóð sig frábærlega framan af bardaga. Hann sýndi mikla ákefð og átti yfirhöndina þar til Yarrow náði að festa hann í þríhyrningsuppgjafartaki. Þrátt fyrir góða frammistöðu endaði bardaginn með ósigri fyrir Salinas, sem var svekkjandi niðurstaða. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Stórsigur hjá Aroni Leó Síðasti bardagi kvöldsins af hálfu Reykjavík MMA var bardagi Arons Leós Jóhannssonar, sem barðist um veltivigtartitilinn í atvinnumannaflokki og mætti þar reynsluboltanum Jonny Brocklesby. Sá átti hins vegar lítið í Aron sem var með yfirburði allt kvöldið. Aron sýndi mikla yfirvegun og stjórn, bæði standandi og í gólfinu, og kláraði bardagann með uppgjafartaki í annarri lotu. „Með þessum sigri undirstrikar Aron Leó stöðu sína sem einn efnilegasti bardagamaður Íslands og er spennandi að fylgjast með hversu langt hann getur náð,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA en þetta var þriðji atvinnumannabardagi Arons í MMA. Hann hefur unnið alla þrjá til þessa. MMA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Upphaflega stóð til að aðeins fjórir keppendur myndu berjast á kvöldinu frá Reykjavík MMA. Þeir Hákoni Örn Arnórsson, Yonatan Francisco Romero Cruz, Jhoan Salinas og Aron Leó Jóhannsson. Skömmu fyrir bardagakvöldið bættist hins vegar Aron Kevinson í hópinn og tók þátt með aðeins klukkustundarfyrirvara eftir að einn bardagakappi kvöldsins dró sig frá keppni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Sterkt upphaf kvöldsins Ekki er hægt að segja annað en að kvöldið hafi byrjað á bombu fyrir Reykjavík MMA þegar að Hákön Örn steig fyrstur í hringinn og rotaði Alex Tamas eftir einungis um hálfa mínútu í fyrstu lotu. „Hákon sýndi gríðarlega áræðni og nákvæmni í sínum fyrstu höggum, sem lofar góðu fyrir framtíð hans í íþróttinni,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA um frammistöðu Hákonar. View this post on Instagram A post shared by Caged Steel® (MMA Promotion) (@caged_steel) Erfitt kvöld fyrir Yonatan Yonatan var næstur í hringinn og varði Bantam-belti sitt í áhugamannaflokki gegn Arnan Oliphant. Þrátt fyrir sterka byrjun á fyrstu lotu, þar sem hann reyndi að stjórna bardaganum með glímutökum, tókst Oliphant að halda honum í skefjum og sigra tvær fyrstu loturnar. Í þriðju lotu jók Yonatan ákefð sína og reyndi að snúa bardaganum sér í vil, en Oliphant hélt yfirhöndinni og sigraði með einróma dómaraákvörðun. Stökk inn með skömmum fyrirvara Þá var röðin komin að Aroni Kevinson sem sló til og mætti Ryan Shaw í búrinu með skömmum fyrirvara. Fyrstu tvær loturnar voru rólegar þar sem Shaw sýndi gott box og hélt Aroni á varfærnum nótum. Í þriðju lotu kom Aron þó sterkur inn og reyndi að ná rothöggi, en Shaw hélt út og vann bardagann á stigum. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Vonbrigði hjá Jhoan Salinas Jhoan Salinas mætti Mason Yarrow og stóð sig frábærlega framan af bardaga. Hann sýndi mikla ákefð og átti yfirhöndina þar til Yarrow náði að festa hann í þríhyrningsuppgjafartaki. Þrátt fyrir góða frammistöðu endaði bardaginn með ósigri fyrir Salinas, sem var svekkjandi niðurstaða. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Stórsigur hjá Aroni Leó Síðasti bardagi kvöldsins af hálfu Reykjavík MMA var bardagi Arons Leós Jóhannssonar, sem barðist um veltivigtartitilinn í atvinnumannaflokki og mætti þar reynsluboltanum Jonny Brocklesby. Sá átti hins vegar lítið í Aron sem var með yfirburði allt kvöldið. Aron sýndi mikla yfirvegun og stjórn, bæði standandi og í gólfinu, og kláraði bardagann með uppgjafartaki í annarri lotu. „Með þessum sigri undirstrikar Aron Leó stöðu sína sem einn efnilegasti bardagamaður Íslands og er spennandi að fylgjast með hversu langt hann getur náð,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA en þetta var þriðji atvinnumannabardagi Arons í MMA. Hann hefur unnið alla þrjá til þessa.
MMA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira