Aron Leó með mikla yfirburði og tryggði sér beltið Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 10:02 Aron Leó tryggði sér veltivigtarbeltið á bardagakvöldi Caged Steel í Doncaster um nýliðna helgi. Samsett mynd Fimm bardagamenn frá Reykjavík MMA tóku þátt á bardagakvöldinu Cage Steel 38 um nýliðna helgi í Doncaster Bardagakvöldið einkenndist af áskorunum en einnig sigrum þar sem að Aron Leó Jóhannsson tryggði sér meistarabeltið í veltivigtarflokki. Upphaflega stóð til að aðeins fjórir keppendur myndu berjast á kvöldinu frá Reykjavík MMA. Þeir Hákoni Örn Arnórsson, Yonatan Francisco Romero Cruz, Jhoan Salinas og Aron Leó Jóhannsson. Skömmu fyrir bardagakvöldið bættist hins vegar Aron Kevinson í hópinn og tók þátt með aðeins klukkustundarfyrirvara eftir að einn bardagakappi kvöldsins dró sig frá keppni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Sterkt upphaf kvöldsins Ekki er hægt að segja annað en að kvöldið hafi byrjað á bombu fyrir Reykjavík MMA þegar að Hákön Örn steig fyrstur í hringinn og rotaði Alex Tamas eftir einungis um hálfa mínútu í fyrstu lotu. „Hákon sýndi gríðarlega áræðni og nákvæmni í sínum fyrstu höggum, sem lofar góðu fyrir framtíð hans í íþróttinni,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA um frammistöðu Hákonar. View this post on Instagram A post shared by Caged Steel® (MMA Promotion) (@caged_steel) Erfitt kvöld fyrir Yonatan Yonatan var næstur í hringinn og varði Bantam-belti sitt í áhugamannaflokki gegn Arnan Oliphant. Þrátt fyrir sterka byrjun á fyrstu lotu, þar sem hann reyndi að stjórna bardaganum með glímutökum, tókst Oliphant að halda honum í skefjum og sigra tvær fyrstu loturnar. Í þriðju lotu jók Yonatan ákefð sína og reyndi að snúa bardaganum sér í vil, en Oliphant hélt yfirhöndinni og sigraði með einróma dómaraákvörðun. Stökk inn með skömmum fyrirvara Þá var röðin komin að Aroni Kevinson sem sló til og mætti Ryan Shaw í búrinu með skömmum fyrirvara. Fyrstu tvær loturnar voru rólegar þar sem Shaw sýndi gott box og hélt Aroni á varfærnum nótum. Í þriðju lotu kom Aron þó sterkur inn og reyndi að ná rothöggi, en Shaw hélt út og vann bardagann á stigum. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Vonbrigði hjá Jhoan Salinas Jhoan Salinas mætti Mason Yarrow og stóð sig frábærlega framan af bardaga. Hann sýndi mikla ákefð og átti yfirhöndina þar til Yarrow náði að festa hann í þríhyrningsuppgjafartaki. Þrátt fyrir góða frammistöðu endaði bardaginn með ósigri fyrir Salinas, sem var svekkjandi niðurstaða. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Stórsigur hjá Aroni Leó Síðasti bardagi kvöldsins af hálfu Reykjavík MMA var bardagi Arons Leós Jóhannssonar, sem barðist um veltivigtartitilinn í atvinnumannaflokki og mætti þar reynsluboltanum Jonny Brocklesby. Sá átti hins vegar lítið í Aron sem var með yfirburði allt kvöldið. Aron sýndi mikla yfirvegun og stjórn, bæði standandi og í gólfinu, og kláraði bardagann með uppgjafartaki í annarri lotu. „Með þessum sigri undirstrikar Aron Leó stöðu sína sem einn efnilegasti bardagamaður Íslands og er spennandi að fylgjast með hversu langt hann getur náð,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA en þetta var þriðji atvinnumannabardagi Arons í MMA. Hann hefur unnið alla þrjá til þessa. MMA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Sjá meira
Upphaflega stóð til að aðeins fjórir keppendur myndu berjast á kvöldinu frá Reykjavík MMA. Þeir Hákoni Örn Arnórsson, Yonatan Francisco Romero Cruz, Jhoan Salinas og Aron Leó Jóhannsson. Skömmu fyrir bardagakvöldið bættist hins vegar Aron Kevinson í hópinn og tók þátt með aðeins klukkustundarfyrirvara eftir að einn bardagakappi kvöldsins dró sig frá keppni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Sterkt upphaf kvöldsins Ekki er hægt að segja annað en að kvöldið hafi byrjað á bombu fyrir Reykjavík MMA þegar að Hákön Örn steig fyrstur í hringinn og rotaði Alex Tamas eftir einungis um hálfa mínútu í fyrstu lotu. „Hákon sýndi gríðarlega áræðni og nákvæmni í sínum fyrstu höggum, sem lofar góðu fyrir framtíð hans í íþróttinni,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA um frammistöðu Hákonar. View this post on Instagram A post shared by Caged Steel® (MMA Promotion) (@caged_steel) Erfitt kvöld fyrir Yonatan Yonatan var næstur í hringinn og varði Bantam-belti sitt í áhugamannaflokki gegn Arnan Oliphant. Þrátt fyrir sterka byrjun á fyrstu lotu, þar sem hann reyndi að stjórna bardaganum með glímutökum, tókst Oliphant að halda honum í skefjum og sigra tvær fyrstu loturnar. Í þriðju lotu jók Yonatan ákefð sína og reyndi að snúa bardaganum sér í vil, en Oliphant hélt yfirhöndinni og sigraði með einróma dómaraákvörðun. Stökk inn með skömmum fyrirvara Þá var röðin komin að Aroni Kevinson sem sló til og mætti Ryan Shaw í búrinu með skömmum fyrirvara. Fyrstu tvær loturnar voru rólegar þar sem Shaw sýndi gott box og hélt Aroni á varfærnum nótum. Í þriðju lotu kom Aron þó sterkur inn og reyndi að ná rothöggi, en Shaw hélt út og vann bardagann á stigum. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Vonbrigði hjá Jhoan Salinas Jhoan Salinas mætti Mason Yarrow og stóð sig frábærlega framan af bardaga. Hann sýndi mikla ákefð og átti yfirhöndina þar til Yarrow náði að festa hann í þríhyrningsuppgjafartaki. Þrátt fyrir góða frammistöðu endaði bardaginn með ósigri fyrir Salinas, sem var svekkjandi niðurstaða. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Stórsigur hjá Aroni Leó Síðasti bardagi kvöldsins af hálfu Reykjavík MMA var bardagi Arons Leós Jóhannssonar, sem barðist um veltivigtartitilinn í atvinnumannaflokki og mætti þar reynsluboltanum Jonny Brocklesby. Sá átti hins vegar lítið í Aron sem var með yfirburði allt kvöldið. Aron sýndi mikla yfirvegun og stjórn, bæði standandi og í gólfinu, og kláraði bardagann með uppgjafartaki í annarri lotu. „Með þessum sigri undirstrikar Aron Leó stöðu sína sem einn efnilegasti bardagamaður Íslands og er spennandi að fylgjast með hversu langt hann getur náð,“ segir í tilkynningu Reykjavík MMA en þetta var þriðji atvinnumannabardagi Arons í MMA. Hann hefur unnið alla þrjá til þessa.
MMA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Sjá meira