Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 10:34 Eins og sjá má er Michail Antonio hreinlega heppinn að vera á lífi eftir slysið, því bíllinn hans gjöreyðilagðist. Twitter/Getty Fótboltamaðurinn Michail Antonio, leikmaður West Ham og jamaíska landsliðsins, verður lengi frá keppni eftir hræðilegt bílslys um helgina. „Hvar er ég? Hvað er að gerast? Í hvaða bíl er ég?“ á Antonio að hafa spurt vegfaranda sem kom honum til hjálpar, eftir að þessi 34 ára framherji lenti í hræðilegu bílslysi á laugardaginn. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan skemmdist Ferrari-bifreið hans afar illa og þurfti að klippa Antonio út úr bílnum. West Ham greindi frá því í gær að hann hefði fótbrotnað við áreksturinn en að hann hefði nú gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi. „Allir hjá félaginu óska Michail skjóts bata og þakkar fótboltafjölskyldunni innilega fyrir þann mikla stuðning sem sýndur hefur verið eftir fréttir gærdagsins,“ sagði í yfirlýsingu West Ham þar sem sjúkrafólki og öðrum sem fyrst komu á vettvang var einnig þakkað sérstaklega. 𝐂𝐥𝐮𝐛 𝐒𝐭𝐚𝐭𝐞𝐦𝐞𝐧𝐭 - 𝐌𝐢𝐜𝐡𝐚𝐢𝐥 𝐀𝐧𝐭𝐨𝐧𝐢𝐨 𝐔𝐩𝐝𝐚𝐭𝐞West Ham United can confirm Michail Antonio has undergone surgery on a lower limb fracture following a road traffic accident on Saturday afternoon.Michail will continue to be monitored in hospital over… pic.twitter.com/vg7vQbjssU— West Ham United (@WestHam) December 8, 2024 Breskir miðlar, til að mynda The Guardian og The Sun, segja að Antonio, sem er 34 ára og fjögurra barna faðir, verði frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Hann verður áfram á sjúkrahúsi næstu daga þar sem fylgst verður áfram með líðan hans. Ljóst er að Antonio verður hvergi nálægt þegar West Ham mætir Wolves í kvöld, í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til Hamranna frá Nottingham Forest árið 2015 og hefur skorað 83 mörk og átt 41 stoðsendingu, í 323 leikjum. Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
„Hvar er ég? Hvað er að gerast? Í hvaða bíl er ég?“ á Antonio að hafa spurt vegfaranda sem kom honum til hjálpar, eftir að þessi 34 ára framherji lenti í hræðilegu bílslysi á laugardaginn. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan skemmdist Ferrari-bifreið hans afar illa og þurfti að klippa Antonio út úr bílnum. West Ham greindi frá því í gær að hann hefði fótbrotnað við áreksturinn en að hann hefði nú gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi. „Allir hjá félaginu óska Michail skjóts bata og þakkar fótboltafjölskyldunni innilega fyrir þann mikla stuðning sem sýndur hefur verið eftir fréttir gærdagsins,“ sagði í yfirlýsingu West Ham þar sem sjúkrafólki og öðrum sem fyrst komu á vettvang var einnig þakkað sérstaklega. 𝐂𝐥𝐮𝐛 𝐒𝐭𝐚𝐭𝐞𝐦𝐞𝐧𝐭 - 𝐌𝐢𝐜𝐡𝐚𝐢𝐥 𝐀𝐧𝐭𝐨𝐧𝐢𝐨 𝐔𝐩𝐝𝐚𝐭𝐞West Ham United can confirm Michail Antonio has undergone surgery on a lower limb fracture following a road traffic accident on Saturday afternoon.Michail will continue to be monitored in hospital over… pic.twitter.com/vg7vQbjssU— West Ham United (@WestHam) December 8, 2024 Breskir miðlar, til að mynda The Guardian og The Sun, segja að Antonio, sem er 34 ára og fjögurra barna faðir, verði frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Hann verður áfram á sjúkrahúsi næstu daga þar sem fylgst verður áfram með líðan hans. Ljóst er að Antonio verður hvergi nálægt þegar West Ham mætir Wolves í kvöld, í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til Hamranna frá Nottingham Forest árið 2015 og hefur skorað 83 mörk og átt 41 stoðsendingu, í 323 leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira