Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 14:50 Stjórnlagadómstóll ógilti fyrri umferð forsetakosninga sem Calin Georgescu, óháður hægriöfgasinnaður frambjóðandi, vann í síðustu viku. AP/Vadim Ghirda Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. Mikil spenna ríkir í Rúmeníu eftir að stjórnlagadómstóll ógilti fyrstu umferð forsetakosninganna þar vegna áhrifaherferðar Rússa. Calin Georgescu, öfgahægrimaður sem er hallur undir stjórnvöld í Kreml, hlaut flest atkvæði og stefndi í að hann etti kappi við Elenu Lasconi í seinni umferð kosninganna. Mennirnir sem voru stöðvaðir á leið til höfuðborgarinnar um helgina eru sagðir hafa átt bókaða gistingu nærri Háskólatorginu þar og að fyrir þeim hafi vakað að trufla mótmæli gegn Georgescu. Á meðal þeirra var Horatiu Potra, fyrrverandi leiðtogi málaliðasveitar sem hefur starfað í Afríku, að sögn blaðsins Politico. Potra þessi var stöðvaður í Mercedez Benz bifreið en í henni fannst byssa, hnífur, ýmis önnur vopn og reiðufé í fimm gjaldmiðlum. Þá fannst á meðlimum hópsins listi með nöfnum stjórnmála- og blaðamanna sem átti að ógna. Lögmaður Potra segir hann hafa verið handtekinn vegna vopnalagabrota og undirróðurs. Hafnaði hann því að hann ynni fyrir Georgescu. Frambjóðandinn sjálfur sagðist kannast við Potra en fullyrti að þeir hefðu aldrei hist. Hann hefði sannarlega ekki boðað hann til Búkarestar til þess að hleypa upp mótmælum gegn sér. Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Mikil spenna ríkir í Rúmeníu eftir að stjórnlagadómstóll ógilti fyrstu umferð forsetakosninganna þar vegna áhrifaherferðar Rússa. Calin Georgescu, öfgahægrimaður sem er hallur undir stjórnvöld í Kreml, hlaut flest atkvæði og stefndi í að hann etti kappi við Elenu Lasconi í seinni umferð kosninganna. Mennirnir sem voru stöðvaðir á leið til höfuðborgarinnar um helgina eru sagðir hafa átt bókaða gistingu nærri Háskólatorginu þar og að fyrir þeim hafi vakað að trufla mótmæli gegn Georgescu. Á meðal þeirra var Horatiu Potra, fyrrverandi leiðtogi málaliðasveitar sem hefur starfað í Afríku, að sögn blaðsins Politico. Potra þessi var stöðvaður í Mercedez Benz bifreið en í henni fannst byssa, hnífur, ýmis önnur vopn og reiðufé í fimm gjaldmiðlum. Þá fannst á meðlimum hópsins listi með nöfnum stjórnmála- og blaðamanna sem átti að ógna. Lögmaður Potra segir hann hafa verið handtekinn vegna vopnalagabrota og undirróðurs. Hafnaði hann því að hann ynni fyrir Georgescu. Frambjóðandinn sjálfur sagðist kannast við Potra en fullyrti að þeir hefðu aldrei hist. Hann hefði sannarlega ekki boðað hann til Búkarestar til þess að hleypa upp mótmælum gegn sér.
Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52