Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 14:50 Stjórnlagadómstóll ógilti fyrri umferð forsetakosninga sem Calin Georgescu, óháður hægriöfgasinnaður frambjóðandi, vann í síðustu viku. AP/Vadim Ghirda Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. Mikil spenna ríkir í Rúmeníu eftir að stjórnlagadómstóll ógilti fyrstu umferð forsetakosninganna þar vegna áhrifaherferðar Rússa. Calin Georgescu, öfgahægrimaður sem er hallur undir stjórnvöld í Kreml, hlaut flest atkvæði og stefndi í að hann etti kappi við Elenu Lasconi í seinni umferð kosninganna. Mennirnir sem voru stöðvaðir á leið til höfuðborgarinnar um helgina eru sagðir hafa átt bókaða gistingu nærri Háskólatorginu þar og að fyrir þeim hafi vakað að trufla mótmæli gegn Georgescu. Á meðal þeirra var Horatiu Potra, fyrrverandi leiðtogi málaliðasveitar sem hefur starfað í Afríku, að sögn blaðsins Politico. Potra þessi var stöðvaður í Mercedez Benz bifreið en í henni fannst byssa, hnífur, ýmis önnur vopn og reiðufé í fimm gjaldmiðlum. Þá fannst á meðlimum hópsins listi með nöfnum stjórnmála- og blaðamanna sem átti að ógna. Lögmaður Potra segir hann hafa verið handtekinn vegna vopnalagabrota og undirróðurs. Hafnaði hann því að hann ynni fyrir Georgescu. Frambjóðandinn sjálfur sagðist kannast við Potra en fullyrti að þeir hefðu aldrei hist. Hann hefði sannarlega ekki boðað hann til Búkarestar til þess að hleypa upp mótmælum gegn sér. Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Mikil spenna ríkir í Rúmeníu eftir að stjórnlagadómstóll ógilti fyrstu umferð forsetakosninganna þar vegna áhrifaherferðar Rússa. Calin Georgescu, öfgahægrimaður sem er hallur undir stjórnvöld í Kreml, hlaut flest atkvæði og stefndi í að hann etti kappi við Elenu Lasconi í seinni umferð kosninganna. Mennirnir sem voru stöðvaðir á leið til höfuðborgarinnar um helgina eru sagðir hafa átt bókaða gistingu nærri Háskólatorginu þar og að fyrir þeim hafi vakað að trufla mótmæli gegn Georgescu. Á meðal þeirra var Horatiu Potra, fyrrverandi leiðtogi málaliðasveitar sem hefur starfað í Afríku, að sögn blaðsins Politico. Potra þessi var stöðvaður í Mercedez Benz bifreið en í henni fannst byssa, hnífur, ýmis önnur vopn og reiðufé í fimm gjaldmiðlum. Þá fannst á meðlimum hópsins listi með nöfnum stjórnmála- og blaðamanna sem átti að ógna. Lögmaður Potra segir hann hafa verið handtekinn vegna vopnalagabrota og undirróðurs. Hafnaði hann því að hann ynni fyrir Georgescu. Frambjóðandinn sjálfur sagðist kannast við Potra en fullyrti að þeir hefðu aldrei hist. Hann hefði sannarlega ekki boðað hann til Búkarestar til þess að hleypa upp mótmælum gegn sér.
Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52