Þess vegna vekja orð hans um helgina sérstaka athygli.
Fenerbahce, lið Mourinho, tapaði naumlega í tyrknesku deildinni eða 1-0 á móti nágrönnum sínum í Besiktas. Eftir leikinn var Portúgalinn þó himinlifandi með dómgæsluna í þessum spennuleik.
„Ef við munum fá svona dómara í öllum leikjunum í titilbaráttunni þá verður þetta fallegt mót og sigurvegarinn mun eiga skilið að vinna,“ sagði Jose Mourinho. ESPN segir frá.
„Dómararnir þurfa líka á smá stuðningi að halda. Ég vil ekki segja að ég sá fyrsti en ég hef ekki oft séð menn í þessu landi hrósa dómara eftir tapleik,“ sagði Mourinho.
„Áður en ég kom hingað til að ræða við ykkur blaðamenn þá kom ég við í dómaraherberginu og óskaði dómaranum til hamingju. Mín upplifun var að hann var mjög góður og mjög samkvæmur sjálfum sér. Hann hafði góð tök á leiknum,“ sagði Mourinho.
„Við töpuðum af því að þetta er fótbolti. Ég sá hann ekki gera neitt rangt,“ sagði Mourinho.
Mourinho er að reyna að skila Fenerbahce fyrsta tyrkneska meistaratitlinum í heilan áratug. Eftir tapið í gær þá er liðið í öðru sæti, fimm stigum á eftir Galatasaray.