Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2024 20:32 Lionel Messi hafði verið í úrvalsliðinu frá árinu 2006. Getty/Maddie Meyer Lionel Messi komst ekki í úrvalslið FIFPro, alþjóðlegu leikmannasamtakanna, og það er mjög sögulegt. Messi hafði komist í lið ársins undanfarin sautján ár. Það eru leikmennirnir sjálfir sem kjósa um hvaða ellefu eiga mest skilið að vera í úrvalsliði ársins. 21 þúsund leikmenn frá sjötíu þjóðum tóku þátt í kosningunni. Messi var reyndar valinn besti leikmaður MLS deildarinnar á dögunum og varð Suðurameríkumeistari með argentínska landsliðinu síðasta sumar. Það dugði þó ekki til en Messi missti af stórum hluta ársins vegna meiðsla. Messi skoraði samt tuttugu mörk og gaf tíu stoðsendingar í MLS-deildinni og var með sex mörk með argentínska landsliðinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 þar sem Messi er ekki i þessu úrvalsliði FIFPro sem hefur verið valið frá árinu 2005. Cristiano Ronaldo og Mohamed Salah komust heldur ekki í liðið í ár. Þar er aftur á móti Kylian Mbappé. Meirihluti leikmanna, sex af ellefu, hafa spilað fyrir Real Madrid á árinu en aðrir en Mbappé eru það Vinícius Júnior, Dani Carvajal, Antonio Rudiger, Toni Kroos og Jude Bellingham. Real Madrid vann Meistaradeildina í ár. Fjórir leikmenn Englandsmeistara Manchester City eru í liðinu en það eru Erling Haaland, Kevin De Bruyne, Éderson og Rodri. Rodri fékk einmitt gullknöttinn á dögunum. Ellefti leikmaður liðsins er síðan Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool. View this post on Instagram A post shared by FIFPRO (@fifpro) Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Það eru leikmennirnir sjálfir sem kjósa um hvaða ellefu eiga mest skilið að vera í úrvalsliði ársins. 21 þúsund leikmenn frá sjötíu þjóðum tóku þátt í kosningunni. Messi var reyndar valinn besti leikmaður MLS deildarinnar á dögunum og varð Suðurameríkumeistari með argentínska landsliðinu síðasta sumar. Það dugði þó ekki til en Messi missti af stórum hluta ársins vegna meiðsla. Messi skoraði samt tuttugu mörk og gaf tíu stoðsendingar í MLS-deildinni og var með sex mörk með argentínska landsliðinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 þar sem Messi er ekki i þessu úrvalsliði FIFPro sem hefur verið valið frá árinu 2005. Cristiano Ronaldo og Mohamed Salah komust heldur ekki í liðið í ár. Þar er aftur á móti Kylian Mbappé. Meirihluti leikmanna, sex af ellefu, hafa spilað fyrir Real Madrid á árinu en aðrir en Mbappé eru það Vinícius Júnior, Dani Carvajal, Antonio Rudiger, Toni Kroos og Jude Bellingham. Real Madrid vann Meistaradeildina í ár. Fjórir leikmenn Englandsmeistara Manchester City eru í liðinu en það eru Erling Haaland, Kevin De Bruyne, Éderson og Rodri. Rodri fékk einmitt gullknöttinn á dögunum. Ellefti leikmaður liðsins er síðan Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool. View this post on Instagram A post shared by FIFPRO (@fifpro)
Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira