Neuer fékk sitt fyrsta rauða spjald á dögunum og var í framhaldinu dæmdur í tveggja leikja bann heima fyrir.
Hann getur samt ekki spilaði með Bayern í Meistaradeildinni eða öðrum leikjum liðsins fram að vetrarfríi.
Vincent Kompany, þjálfari Bayern, staðfesti í kvöld að markvörðurinn hans spili líklega ekki aftur með liðinu fyrr en á nýju ári.
Neuer er rifbeinsbrotinn. Markvörðurinn brotnaði þegar hann braut á Leverkusen manninum Jeremie Frimpong fyrir utan teig. Hann fékk rauða spjaldið fyrir það brot.