Benfica vann leikinn á endanum með fjórum mörkum 38-34.
Stiven skoraði þrjú mörk í leiknum en Orri Freyr skoraði tvö mörk fyrir Sporting.
Sporting var með tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14, en heimamenn í Benfica unnu seinni hálfleikinn 24-18.
Þetta var fyrsti tapleikur Sporting í deildinni á tímabilinu en liðið hafði unnið fjórtán fyrstu leiki sína.
Benfica er nú fjórum stigum á eftir en Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto eru með jafnmörg stig og Sporting.