„Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 07:32 Tomas Soucek teygði níu fingur upp til heiðurs Michail Antonio, sem klæðist treyju númer níu, þegar hann fagnaði marki sínu gegn Úlfunum í gær. Getty/Justin Setterfield Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Soucek tileinkaði Michail Antonio markið sem hann skoraði í 2-1 sigri West Ham gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann segir myndsímtal við Antonio hafa hjálpað liðinu fyrir leikinn. Antonio er enn á spítala eftir alvarlegt bílslys á laugardaginn en klippa þurfti framherjann út úr Ferrari-bifreið sinni. West Ham greindi svo frá því að hann hefði fótbrotnað í árekstrinum og í kjölfarið gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi, en búist er við því að hann verði að minnsta kosti heilt ár í burtu frá fótbolta. Soucek, líkt og fleiri liðsfélögum Antonio hjá West Ham, hefur verið mikið hugsað til Antonio síðustu daga og Tékkinn var staðráðinn í að skora fyrir þennan 34 ára fjögurra barna föður og vin sinn í gær: „Markið var fyrir hann. Ég sagði fyrir leikinn að ég þráði enn meira að skora í dag. Hann hefur verið hérna frá því að ég kom til félagsins – hann er í uppáhaldi hjá mér. Ég sagði að það yrði erfitt fyrir mig að spila án hans,“ sagði Soucek eftir sigurinn í gærkvöld. Soucek hélt uppi níu fingrum þegar hann skoraði í gær, til að heiðra Antonio sem klæðist treyju númer 9. Jarrod Bowen, sem skoraði sigurmark West Ham, hélt svo á lofti treyju framherjans. „Ég er ánægður með að það sé í lagi með hann, en þetta var fyrir hann. Hann er svakalegur leikmaður og hann er í hjarta mér,“ sagði Soucek sem stóð ekki á sama þegar hann sá fyrstu fréttir af bílslysinu. „Brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta“ „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Ég var með krökkunum mínum þegar ég sá þessar upplýsingar í símanum. Ég sendi skilaboð á alla til að spyrja hvað hefði gerst og hvernig honum liði. Ég var svo hræddur um hvað yrði um hann. Þetta var mjög erfið vika fyrir hann, fjölskyldu hans og okkur. En við áttum myndsímtal við hann, allt liðið, fyrir leikinn. Hann brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta. Ég get ekki beðið eftir því að fá að heimsækja hann. Hann er yndislegur náungi og líka skemmtilegur. Hann sagði meira að segja nokkra brandara og óskaði okkur alls hins besta,“ sagði Soucek. Antonio, sem leikur einnig með landsliði Jamaíku, er markahæsti leikmaður í sögu West Ham í ensku úrvalsdeildinni, með 68 mörk í 268 leikjum. „Hann er líklega einn besti leikmaður sem West Ham hefur átt. Hann verður bráðum aftur með okkur. Svona lagað getur gerst en vonandi líður honum enn betur sem fyrst,“ sagði Soucek. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Antonio er enn á spítala eftir alvarlegt bílslys á laugardaginn en klippa þurfti framherjann út úr Ferrari-bifreið sinni. West Ham greindi svo frá því að hann hefði fótbrotnað í árekstrinum og í kjölfarið gengist undir vel heppnaða aðgerð á sjúkrahúsi, en búist er við því að hann verði að minnsta kosti heilt ár í burtu frá fótbolta. Soucek, líkt og fleiri liðsfélögum Antonio hjá West Ham, hefur verið mikið hugsað til Antonio síðustu daga og Tékkinn var staðráðinn í að skora fyrir þennan 34 ára fjögurra barna föður og vin sinn í gær: „Markið var fyrir hann. Ég sagði fyrir leikinn að ég þráði enn meira að skora í dag. Hann hefur verið hérna frá því að ég kom til félagsins – hann er í uppáhaldi hjá mér. Ég sagði að það yrði erfitt fyrir mig að spila án hans,“ sagði Soucek eftir sigurinn í gærkvöld. Soucek hélt uppi níu fingrum þegar hann skoraði í gær, til að heiðra Antonio sem klæðist treyju númer 9. Jarrod Bowen, sem skoraði sigurmark West Ham, hélt svo á lofti treyju framherjans. „Ég er ánægður með að það sé í lagi með hann, en þetta var fyrir hann. Hann er svakalegur leikmaður og hann er í hjarta mér,“ sagði Soucek sem stóð ekki á sama þegar hann sá fyrstu fréttir af bílslysinu. „Brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta“ „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur. Ég var með krökkunum mínum þegar ég sá þessar upplýsingar í símanum. Ég sendi skilaboð á alla til að spyrja hvað hefði gerst og hvernig honum liði. Ég var svo hræddur um hvað yrði um hann. Þetta var mjög erfið vika fyrir hann, fjölskyldu hans og okkur. En við áttum myndsímtal við hann, allt liðið, fyrir leikinn. Hann brosti til okkar og óskaði okkur alls hins besta. Ég get ekki beðið eftir því að fá að heimsækja hann. Hann er yndislegur náungi og líka skemmtilegur. Hann sagði meira að segja nokkra brandara og óskaði okkur alls hins besta,“ sagði Soucek. Antonio, sem leikur einnig með landsliði Jamaíku, er markahæsti leikmaður í sögu West Ham í ensku úrvalsdeildinni, með 68 mörk í 268 leikjum. „Hann er líklega einn besti leikmaður sem West Ham hefur átt. Hann verður bráðum aftur með okkur. Svona lagað getur gerst en vonandi líður honum enn betur sem fyrst,“ sagði Soucek.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira