Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 10:35 Fjöldi fólks hefur reynt að finna fjölskyldumeðlimi sína eða upplýsingar um þá í Saydnaya fangelsinu. AP/Hussein Malla Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. Saydnaya hefur um árabil gengið undir nafninu „Sláturhúsið“ en þar er talið að Assad-liðar hafi látið tugi þúsunda manna „hverfa“. Aðgerðasinnar og andstæðingar Assad-fjölskyldunnar hafa verið fluttir þangað, og til annarra alræmdra fangelsa í Sýrlandi, í massavís í gegnum árin þar sem þeir hafa verið pyntaðir og myrtir í dýflissum, sem grafnar voru djúpt í jörðu. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að allt að þrettán þúsund manns hafi verið hengdir í Saydnaya frá árunum 2011 til 2015. Fréttakona CNN ræddi við Maysoon Labut sem fór til Saydnaya á mánudaginn í leit að þremur bræðrum sínum og tengdasyni. Orðrómur var þá á kreiki um að enn væri ekki búið að opna dýpstu kima fangelsisins og þar mætti finna fjölda fólks sem hefði verið handtekið af Assad-liðum í gegnum árin. Ekkert slíkt svæði hefur fundist og hefur öllum föngum verið sleppt. Einn aðgerðasinni sagði í samtali við CNN að áætlað væri að um þrjú þúsund manns hafi verið sleppt úr fangelsinu. Margra er þó enn saknað og leitar fólk í von og óvon að upplýsingum um þá í gagnasöfnum fangelsisins. Fólk hefur einnig lesið veggjakrot í klefum fangelsisins í leit að nöfnum fjölskyldumeðlima. CNN's @clarissaward reports from inside Syria's Saydnaya prison, dubbed the 'human slaughterhouse' by Amnesty International, as family members desperately search for records of loved ones.Watch her full report here https://t.co/KfwOqDmaso pic.twitter.com/TXYgjxdDUS— Lauren Cone (@LConeCNN) December 10, 2024 Tugir þúsunda hafa horfið Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og eins og áður hefur komið fram hefur mikið af þessu fólki horfið alfarið. Wall Street Journal hefur eftir mannréttindasamtökunum Syrian Network for Human Rights að frá 2011 sé talið að rúmlega 96 þúsund manns hafi horfið í fangelsakerfi Sýrlands. Þar af margir í Saydnaya. Fólk hefur gramsað í skjölum í fangelsinu og lesið veggjakrot, í leit að upplýsingum.AP/Hussein Malla Þá hefur mörgum verið sleppt úr fangelsum á undanförnum dögum og hafa nokkrir þeirra verið áratugi í fangelsi. Í minnst einu tilfelli hafði maður setið í fangelsi í 43 ár en hann var handtekinn þegar Hafez al-Assad, faðir Bashar, var við völd. BBC segir frá tveimur mönnum sem fundust í Saydnaya sem gátu ekki svarað spurningum fólks um hvað þeir hétu né hversu lengi þeir hefðu verið í haldi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Al Jazeera frá því gærkvöldi um leit fólks að fjölskyldumeðlimum í Saydnaya og öðrum fangelsum. 🚨🚨🚨🚨One of the Syrian detainees released in recent days spent 40 years in prison. He has lost his memory and suffers from mental issues due to the extreme and horrific torture he endured. Share this tweet and let the world know why we have not backed down an inch in… pic.twitter.com/VCyRFj3z3o— Omar Abu Layla (@OALD24) December 9, 2024 Sýrland Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Saydnaya hefur um árabil gengið undir nafninu „Sláturhúsið“ en þar er talið að Assad-liðar hafi látið tugi þúsunda manna „hverfa“. Aðgerðasinnar og andstæðingar Assad-fjölskyldunnar hafa verið fluttir þangað, og til annarra alræmdra fangelsa í Sýrlandi, í massavís í gegnum árin þar sem þeir hafa verið pyntaðir og myrtir í dýflissum, sem grafnar voru djúpt í jörðu. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að allt að þrettán þúsund manns hafi verið hengdir í Saydnaya frá árunum 2011 til 2015. Fréttakona CNN ræddi við Maysoon Labut sem fór til Saydnaya á mánudaginn í leit að þremur bræðrum sínum og tengdasyni. Orðrómur var þá á kreiki um að enn væri ekki búið að opna dýpstu kima fangelsisins og þar mætti finna fjölda fólks sem hefði verið handtekið af Assad-liðum í gegnum árin. Ekkert slíkt svæði hefur fundist og hefur öllum föngum verið sleppt. Einn aðgerðasinni sagði í samtali við CNN að áætlað væri að um þrjú þúsund manns hafi verið sleppt úr fangelsinu. Margra er þó enn saknað og leitar fólk í von og óvon að upplýsingum um þá í gagnasöfnum fangelsisins. Fólk hefur einnig lesið veggjakrot í klefum fangelsisins í leit að nöfnum fjölskyldumeðlima. CNN's @clarissaward reports from inside Syria's Saydnaya prison, dubbed the 'human slaughterhouse' by Amnesty International, as family members desperately search for records of loved ones.Watch her full report here https://t.co/KfwOqDmaso pic.twitter.com/TXYgjxdDUS— Lauren Cone (@LConeCNN) December 10, 2024 Tugir þúsunda hafa horfið Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og eins og áður hefur komið fram hefur mikið af þessu fólki horfið alfarið. Wall Street Journal hefur eftir mannréttindasamtökunum Syrian Network for Human Rights að frá 2011 sé talið að rúmlega 96 þúsund manns hafi horfið í fangelsakerfi Sýrlands. Þar af margir í Saydnaya. Fólk hefur gramsað í skjölum í fangelsinu og lesið veggjakrot, í leit að upplýsingum.AP/Hussein Malla Þá hefur mörgum verið sleppt úr fangelsum á undanförnum dögum og hafa nokkrir þeirra verið áratugi í fangelsi. Í minnst einu tilfelli hafði maður setið í fangelsi í 43 ár en hann var handtekinn þegar Hafez al-Assad, faðir Bashar, var við völd. BBC segir frá tveimur mönnum sem fundust í Saydnaya sem gátu ekki svarað spurningum fólks um hvað þeir hétu né hversu lengi þeir hefðu verið í haldi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Al Jazeera frá því gærkvöldi um leit fólks að fjölskyldumeðlimum í Saydnaya og öðrum fangelsum. 🚨🚨🚨🚨One of the Syrian detainees released in recent days spent 40 years in prison. He has lost his memory and suffers from mental issues due to the extreme and horrific torture he endured. Share this tweet and let the world know why we have not backed down an inch in… pic.twitter.com/VCyRFj3z3o— Omar Abu Layla (@OALD24) December 9, 2024
Sýrland Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira