Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 22:11 Ross Barkley fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Aston Villa í kvöld. Getty/Maja Hitij Aston Villa vann dramatískan 3-2 sigur á þýska liðinu RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld og ensku liðin héldu því áfram að vinna þau þýsku í Evrópu í vetur. Ross Barkley skoraði sigurmark Villa manna fimm mínútum fyrir leikslok en hin mörkin skoruðu John McGinn á þriðju mínútu og John Duran á 52. mínútu. Ikoma Lois Openda og Christoph Baumgartner jöfnuðu báðir en það dugði ekki þýska liðinu til að halda sér á lífi í keppninni. Tapið þýðir að RB Leipzig á ekki lengur möguleika á því að komast í útsláttarkeppnina enda stigalaust við botninn. Seinna markið kom eftir skelfileg mistök Emiliano Martinez, markvarðar Aston Villa, en hann slapp með skrekkinn á endanum. Þetta var betra kvöld fyrir þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen. Nordi Mukiele tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Internazionale með marki á 90. mínútu. Það var fyrsta markið sem Inter menn fá á sig í keppninni í vetur. Leverkusen komst fyrir vikið upp í annað sætið. Þeir deila því með Aston Villa, Inter og Brest sem vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld. Öll eru með þrettán stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool. Bayern München er í áttunda sætinu eftir 5-1 stórsigur á Shakhtar Donetsk. Michael Olise skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala. Club Brugge vann 2-1 sigur á portúgalska félaginu Sporting Lissabon sem gengur illa eftir að liðið missti þjálfarann Ruben Amorin til Manchester United. Paris Saint-Germain vann líka mikilvægan sigur í kvöld en liðið sótti þrjú stig til Salzburg eftir 3-0 sigur. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin en Achraf Hakimi lagði upp tvö þeirra. PSG er í 24. sæti eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Ross Barkley skoraði sigurmark Villa manna fimm mínútum fyrir leikslok en hin mörkin skoruðu John McGinn á þriðju mínútu og John Duran á 52. mínútu. Ikoma Lois Openda og Christoph Baumgartner jöfnuðu báðir en það dugði ekki þýska liðinu til að halda sér á lífi í keppninni. Tapið þýðir að RB Leipzig á ekki lengur möguleika á því að komast í útsláttarkeppnina enda stigalaust við botninn. Seinna markið kom eftir skelfileg mistök Emiliano Martinez, markvarðar Aston Villa, en hann slapp með skrekkinn á endanum. Þetta var betra kvöld fyrir þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen. Nordi Mukiele tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Internazionale með marki á 90. mínútu. Það var fyrsta markið sem Inter menn fá á sig í keppninni í vetur. Leverkusen komst fyrir vikið upp í annað sætið. Þeir deila því með Aston Villa, Inter og Brest sem vann 1-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld. Öll eru með þrettán stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool. Bayern München er í áttunda sætinu eftir 5-1 stórsigur á Shakhtar Donetsk. Michael Olise skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu þeir Konrad Laimer, Thomas Müller og Jamal Musiala. Club Brugge vann 2-1 sigur á portúgalska félaginu Sporting Lissabon sem gengur illa eftir að liðið missti þjálfarann Ruben Amorin til Manchester United. Paris Saint-Germain vann líka mikilvægan sigur í kvöld en liðið sótti þrjú stig til Salzburg eftir 3-0 sigur. Goncalo Ramos, Nuno Mendes og Désiré Doué skoruðu mörkin en Achraf Hakimi lagði upp tvö þeirra. PSG er í 24. sæti eftir sigurinn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira