Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 08:04 Eygló Fanndal Sturludóttir leyfði fylgjendum Weight Lifting House að fylgjast með æfingu á HM í Barein. @WeightLiftingHouse Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir keppir í dag á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Manama í Barein. Hún keppir nú í A-hópi í fyrsta sinn og vill sýna fyrir sjálfri sér og öðrum að hún eigi heima meðal þeirra bestu. Eygló keppir í -71 kg flokki klukkan 14:30 í dag, og er í hópi með til að mynda Ólympíumeistaranum Oliviu Reeves frá Bandaríkjunum. Þegar Eygló byrjar að snara (e. snatch) og jafnhenda (e. clean & jerk) verða stelpurnar í B-hópnum, sem Eygló tilheyrði áður, búnar að ljúka sér af og komið að þeim níu bestu í þyngdarflokknum. Eygló var gripin í skemmtilegt viðtal af Weightlifting House, sem sjá má hér að neðan, þar sem fylgst var með æfingu hennar á HM. Þar lýsti hún álaginu sem fylgir því að vera í læknanámi samhliða því að æfa til að komast á Ólympíuleika og hvernig sér liði að vera meðal þeirra bestu í heimi. Þrátt fyrir að vera Evrópumeistari U23 ára og hafa í haust lyft þyngdum sem hefðu skilað silfri á EM fullorðinna, og 6. sæti á Ólympíuleikunum í París, þá kveðst Eygló finna stundum fyrir „imposter syndrome“ á HM, það er að segja þeirri tilfinningu að hún eigi ekki heima þarna í hópi þeirra bestu. „Hvað er ég að gera hérna?“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í A-hópnum á HM. Markmiðið var að komast í A-hópinn, læra og undirbúa hausinn fyrir það. Það kemur alveg fyrir að maður finni fyrir loddaralíðan (e. Imposter syndrome). Maður er á æfingasvæðinu og sér stelpur eins og Oliviu og hugsar með sér: Hvað er ég að gera hérna? Af hverju er ég hér? Markmiðið núna er auðvitað að lyfta eins þungu og ég get en líka bara að venjast því að vera innan um sterkustu stelpurnar og líða eins og ég eigi heima hérna. Ég vil bara æfa, verða sterkari og koma mér í hóp tíu bestu eða hvað sem þarf því ég vil komast til Los Angeles 2028,“ segir Eygló í viðtalinu við WH, en hún er með skýrt markmið um að komast á næstu Ólympíuleika eftir að hafa rétt misst af farseðlinum til Parísar. Eins og fyrr segir átti Eygló frábært haust og varð Evrópumeistari 23ja ára og yngri í sínum flokki, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Hún lyfti þá 104 kg í snörun og 133 kg í jafnhendingu, eða samtals 237 kg. Árangur Eyglóar var sá besti á mótinu. Eygló verður þriðja íslenska lyftingakonan til að keppa á HM í Barein. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í -59 kg flokki. Hún lyfti 82 kg í snörun og 105 kg í jafnhendingu, eða samtals 187 kg. Þetta var fimmta heimsmeistaramót Þuríðar en hún hefur best náð 10. sæti, árið 2017, sem er jafnframt besti árangur íslenskra kvenna á HM til þessa. Amalía Ósk Sigurðardóttir keppti svo í -64 kg flokki í gær og hafnaði í 37. sæti. Hún snaraði 80 kg og jafnhenti 100 kg, og lyfti því samtals 180 kg. Eygló keppir svo eins og fyrr segir klukkan 14:30 í dag. Lyftingar Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sjá meira
Eygló keppir í -71 kg flokki klukkan 14:30 í dag, og er í hópi með til að mynda Ólympíumeistaranum Oliviu Reeves frá Bandaríkjunum. Þegar Eygló byrjar að snara (e. snatch) og jafnhenda (e. clean & jerk) verða stelpurnar í B-hópnum, sem Eygló tilheyrði áður, búnar að ljúka sér af og komið að þeim níu bestu í þyngdarflokknum. Eygló var gripin í skemmtilegt viðtal af Weightlifting House, sem sjá má hér að neðan, þar sem fylgst var með æfingu hennar á HM. Þar lýsti hún álaginu sem fylgir því að vera í læknanámi samhliða því að æfa til að komast á Ólympíuleika og hvernig sér liði að vera meðal þeirra bestu í heimi. Þrátt fyrir að vera Evrópumeistari U23 ára og hafa í haust lyft þyngdum sem hefðu skilað silfri á EM fullorðinna, og 6. sæti á Ólympíuleikunum í París, þá kveðst Eygló finna stundum fyrir „imposter syndrome“ á HM, það er að segja þeirri tilfinningu að hún eigi ekki heima þarna í hópi þeirra bestu. „Hvað er ég að gera hérna?“ „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í A-hópnum á HM. Markmiðið var að komast í A-hópinn, læra og undirbúa hausinn fyrir það. Það kemur alveg fyrir að maður finni fyrir loddaralíðan (e. Imposter syndrome). Maður er á æfingasvæðinu og sér stelpur eins og Oliviu og hugsar með sér: Hvað er ég að gera hérna? Af hverju er ég hér? Markmiðið núna er auðvitað að lyfta eins þungu og ég get en líka bara að venjast því að vera innan um sterkustu stelpurnar og líða eins og ég eigi heima hérna. Ég vil bara æfa, verða sterkari og koma mér í hóp tíu bestu eða hvað sem þarf því ég vil komast til Los Angeles 2028,“ segir Eygló í viðtalinu við WH, en hún er með skýrt markmið um að komast á næstu Ólympíuleika eftir að hafa rétt misst af farseðlinum til Parísar. Eins og fyrr segir átti Eygló frábært haust og varð Evrópumeistari 23ja ára og yngri í sínum flokki, og setti um leið Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Hún lyfti þá 104 kg í snörun og 133 kg í jafnhendingu, eða samtals 237 kg. Árangur Eyglóar var sá besti á mótinu. Eygló verður þriðja íslenska lyftingakonan til að keppa á HM í Barein. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í -59 kg flokki. Hún lyfti 82 kg í snörun og 105 kg í jafnhendingu, eða samtals 187 kg. Þetta var fimmta heimsmeistaramót Þuríðar en hún hefur best náð 10. sæti, árið 2017, sem er jafnframt besti árangur íslenskra kvenna á HM til þessa. Amalía Ósk Sigurðardóttir keppti svo í -64 kg flokki í gær og hafnaði í 37. sæti. Hún snaraði 80 kg og jafnhenti 100 kg, og lyfti því samtals 180 kg. Eygló keppir svo eins og fyrr segir klukkan 14:30 í dag.
Lyftingar Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sjá meira