Þingmaður myrtur í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2024 11:02 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. EPA/JOSE MENDEZ Mexíkóskur þingmaður var skotinn til bana í launmorði í Veracruz-ríki á mánudagskvöldið. Benito Aguas, sat á þingi fyrir Græna flokkinn en sá flokkur er aðili að stjórnarsamstarfi sem elitt er af Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta, og var hann skotinn ítrekað af morðingja eða morðingjum sínum. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur gengið yfir Mexíkó að undanförnu og á það sérstaklega við nokkur héruð þar sem glæpasamtök eru áhrifamikil. Stjórnmálamenn verða ítrekað fyrir barðinu á glæpamönnum í Mexíkó og þá sérstaklega í tengslum við kosningar en tugir frambjóðenda voru myrtir í aðdraganda kosninga í sumar. Þá var borgarstjóri í Mexíkó afhöfðaður í október. Í frétt Reuters er haft eftir Sheinbaum að hún hafi skipað yfirmönnum öryggisstofnana að vinna með ríkisstjóra Veracruz til að ganga úr skugga um að morðinginn eða morðingjarnir finnist og þeim verði refsað. Í kjölfar þess að áðurnefndur borgarstjóri var myrtur opinberaði Sheinbaum nýja öryggisáætlun sína. Hún hefur einnig sýnt að hún sé viljugri en forveri sinni til að beita hernum og þjóðvarðliðum gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Her Mexíkó hefur orðið mun áhrifameiri í landinu á undanförnum árum.AP/Felix Marquez File) Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Áhrif hersins í Mexíkó hafa aukist að undanförnu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sheinbaum tilkynnti á mánudaginn að sparnaður ríkisins við að loka óháðum eftirlitsstofnunum yrði varið í að hækka laun hermanna. Meðlimir stjórnarandstöðunnar og aðrir hafa gagnrýnt lokun þessara stofnan. Nýlegur skattur á farþega skemmtiferðaskipa á einnig að fara að mestu til hersins. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira
Umfangsmikil ofbeldisalda hefur gengið yfir Mexíkó að undanförnu og á það sérstaklega við nokkur héruð þar sem glæpasamtök eru áhrifamikil. Stjórnmálamenn verða ítrekað fyrir barðinu á glæpamönnum í Mexíkó og þá sérstaklega í tengslum við kosningar en tugir frambjóðenda voru myrtir í aðdraganda kosninga í sumar. Þá var borgarstjóri í Mexíkó afhöfðaður í október. Í frétt Reuters er haft eftir Sheinbaum að hún hafi skipað yfirmönnum öryggisstofnana að vinna með ríkisstjóra Veracruz til að ganga úr skugga um að morðinginn eða morðingjarnir finnist og þeim verði refsað. Í kjölfar þess að áðurnefndur borgarstjóri var myrtur opinberaði Sheinbaum nýja öryggisáætlun sína. Hún hefur einnig sýnt að hún sé viljugri en forveri sinni til að beita hernum og þjóðvarðliðum gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Her Mexíkó hefur orðið mun áhrifameiri í landinu á undanförnum árum.AP/Felix Marquez File) Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Áhrif hersins í Mexíkó hafa aukist að undanförnu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sheinbaum tilkynnti á mánudaginn að sparnaður ríkisins við að loka óháðum eftirlitsstofnunum yrði varið í að hækka laun hermanna. Meðlimir stjórnarandstöðunnar og aðrir hafa gagnrýnt lokun þessara stofnan. Nýlegur skattur á farþega skemmtiferðaskipa á einnig að fara að mestu til hersins.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira