SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. desember 2024 14:14 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla gagnrýni og boðaðar aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar gagnvart veitingastöðum undir hatti SVEIT samkvæmt tilkynningu. Þar segir jafnframt að boðaðar aðgerðir Eflingar gegn SVEIT séu fordæmalausar og að þær vegi að atvinnuöryggi tugi lítilla fyrirtækja. „SVEIT hafnar því alfarið að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með kjarasamningi við Virðingu, en hefur engu að síður ákveðið að endurskoða kjarasamninga með tilliti til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið. Sú vinna er þegar hafin og er það von SVEIT að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum meðan sú endurskoðun stendur yfir,“ segir í tilkynningunni. Fram kom í tilkynningu frá Eflingu fyrr í dag að fimmtungur meðlima SVEIT hefði sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar sagði aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Í tilkynningu frá SVEIT segir að þau séu stærstu atvinnurekendasamtök á veitingamarkaði, og að þau hafi unnið að því að styrkja stoðir veitingareksturs á landinu. Það hafi verið miklir erfiðleikar í greininni og það sjáist á þungum rekstri fjölda veitingastaða. Þá segir að SVEIT hafi gert kjarasamning við Virðingu eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við SVEIT og að taka mið af eðli veitingareksturs. „Með þeim samningum, sem gerðir voru til samræmis við kjarasamninga veitingastaða á Norðurlöndunum, var starfsfólki veitingastaða tryggð hærri dagvinnulaun og bætt kjör, starfsfólki og rekstraraðilum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu SVEIT. Þá segir að forsvarsfólki Eflingar hafi verið boðið til samtals um málið en að því boði hafi ekki verið svarað. Formaður Eflingar sagði í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar í dag að enginn frá Virðingu hefði sett sig í samband við Eflingu og að formaður SVEIT hefði boðið henni í óformlegt kaffispjall. Hún taldi það til marks um að samtökin tækju málinu ekki alvarlega. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla gagnrýni og boðaðar aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar gagnvart veitingastöðum undir hatti SVEIT samkvæmt tilkynningu. Þar segir jafnframt að boðaðar aðgerðir Eflingar gegn SVEIT séu fordæmalausar og að þær vegi að atvinnuöryggi tugi lítilla fyrirtækja. „SVEIT hafnar því alfarið að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með kjarasamningi við Virðingu, en hefur engu að síður ákveðið að endurskoða kjarasamninga með tilliti til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið. Sú vinna er þegar hafin og er það von SVEIT að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum meðan sú endurskoðun stendur yfir,“ segir í tilkynningunni. Fram kom í tilkynningu frá Eflingu fyrr í dag að fimmtungur meðlima SVEIT hefði sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar sagði aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Í tilkynningu frá SVEIT segir að þau séu stærstu atvinnurekendasamtök á veitingamarkaði, og að þau hafi unnið að því að styrkja stoðir veitingareksturs á landinu. Það hafi verið miklir erfiðleikar í greininni og það sjáist á þungum rekstri fjölda veitingastaða. Þá segir að SVEIT hafi gert kjarasamning við Virðingu eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við SVEIT og að taka mið af eðli veitingareksturs. „Með þeim samningum, sem gerðir voru til samræmis við kjarasamninga veitingastaða á Norðurlöndunum, var starfsfólki veitingastaða tryggð hærri dagvinnulaun og bætt kjör, starfsfólki og rekstraraðilum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu SVEIT. Þá segir að forsvarsfólki Eflingar hafi verið boðið til samtals um málið en að því boði hafi ekki verið svarað. Formaður Eflingar sagði í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar í dag að enginn frá Virðingu hefði sett sig í samband við Eflingu og að formaður SVEIT hefði boðið henni í óformlegt kaffispjall. Hún taldi það til marks um að samtökin tækju málinu ekki alvarlega.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46
BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19
Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10