Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 19:36 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar hér einu marka sinna í kvöld en þetta voru fyrstu mörkin hennar í Meistaradeildinni á tímabilinu. Getty/Inaki Esnaola Sveindís Jane Jónsdóttir átti frábæra innkomu sem varamaður í kvöld og skoraði fernu í mjög mikilvægum sigri Wolfsburg í Meistaradeild kvenna í fótbolta Wolfsburg vann 6-1 heimasigur á ítalska liðinu Roma en þær ítölsku höfðu unnið fyrri leik liðanna. Eftir þennan mikilvæga sigur þá er Wolfsburg með níu stig í öðru sætinu, þremur stigum á undan Roma. Lyon vann 6-0 sigur á Galatasaray í kvöld og er með fullt hús í toppsætinu. Alexandra Popp kom Wolfsburg í 1-0 á sjöttu mínútu en Valentina Giacinti jafnaði metin á 56. mínútu. Lineth Beerensteyn skoraði eftir stoðsendingu Popp á 65. mínútu en fór svo af velli fyrir okkar konu. Sveindís Jane þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum en kom inn á völlinn á 66. mínútu. Innan við tveimur mínútum síðar var hún búin að kom Wolfsburg í 3-1. Áður hafði hún lagt upp færi fyrir Popp og það er þvi óhætt að segja að hún hafi komið með miklum krafti inn í leikinn. Sveindís skoraði síðan fjórða markið á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá Svenju Huth. Íslenska landsliðskonan var ekki hætt því hún skoraði sitt þriðja mark á 89. mínútu og nú eftir stoðsendingu frá Rebecku Blomqvist. Fernan var síðan innsigluð í uppbótatíma leiksins eftir sendingu frá Vivien Endemann. Þvílík frammistaða hjá okkar konu. Fjögur mörk á aðeins 34 mínútum og hún skapaði einnig þrjú færi fyrir liðsfélaga sína. Þetta voru fyrstu mörk Sveindísar í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hennar fyrstu mörk í Meistaradeildinni síðan í apríl 2023. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Wolfsburg vann 6-1 heimasigur á ítalska liðinu Roma en þær ítölsku höfðu unnið fyrri leik liðanna. Eftir þennan mikilvæga sigur þá er Wolfsburg með níu stig í öðru sætinu, þremur stigum á undan Roma. Lyon vann 6-0 sigur á Galatasaray í kvöld og er með fullt hús í toppsætinu. Alexandra Popp kom Wolfsburg í 1-0 á sjöttu mínútu en Valentina Giacinti jafnaði metin á 56. mínútu. Lineth Beerensteyn skoraði eftir stoðsendingu Popp á 65. mínútu en fór svo af velli fyrir okkar konu. Sveindís Jane þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum en kom inn á völlinn á 66. mínútu. Innan við tveimur mínútum síðar var hún búin að kom Wolfsburg í 3-1. Áður hafði hún lagt upp færi fyrir Popp og það er þvi óhætt að segja að hún hafi komið með miklum krafti inn í leikinn. Sveindís skoraði síðan fjórða markið á 85. mínútu eftir stoðsendingu frá Svenju Huth. Íslenska landsliðskonan var ekki hætt því hún skoraði sitt þriðja mark á 89. mínútu og nú eftir stoðsendingu frá Rebecku Blomqvist. Fernan var síðan innsigluð í uppbótatíma leiksins eftir sendingu frá Vivien Endemann. Þvílík frammistaða hjá okkar konu. Fjögur mörk á aðeins 34 mínútum og hún skapaði einnig þrjú færi fyrir liðsfélaga sína. Þetta voru fyrstu mörk Sveindísar í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hennar fyrstu mörk í Meistaradeildinni síðan í apríl 2023.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn