Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. desember 2024 20:04 Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar og formaður Svæðisskipulagsnefndarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson starfandi innviðaráðherra takast hér í hendur vegna nýja Svæðisskipulagsins fyrir Suðurhálendið, sem gildir til 2042. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi ráða sér ekki fyrir kæti þessa dagana því fulltrúar ellefu sveitarfélaga undirrituðu í gær í Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum samkomulag um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands, sem gildir til 2042. Fimm ár tók að vinna skipulagið. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu settust við langborð þar sem undirritun Svæðisskipulagsins fór fram með formlegum hætti að viðstöddum Innviðaráháðherra, sem skrifaði líka undir. Mikil ánægja er með þá vinnu, sem hefur farið fram í sveitarfélögunum vegna skipulagsins. „Já, þetta er stórmerkilegt plagg fyrir okkur Sunnlendinga og ég myndi segja að þetta sé ein af stóru stundunum hjá Sunnlendingum. Ég held að fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því í raun og veru fyrr en eftir nokkur ár hvað þetta er í raun mikið afrek að hafa náð sameiginlegri sýn um stefnuna á hálendinu,“ segir Helgi Kjartansson, „Svo á náttúrulega hvert og eitt sveitarfélag eftir að vinna sitt aðalskipulag út frá svæðisskipulaginu og svo deiliskipulaginu og framvegis en þarna er verið að mynda stóru myndina,“ bætir Helgi við. Helgi segir að tekið sé á öllum helstu málum Suðurhálendisins í skipulaginu eins og hvað verðar verndun og nýtingu og þess háttar. En að það hafi tekið fimm ár að vinna svæðisskipulagið, er það ekki vel í lagt, hefði ekki verið hægt að gera þetta á miklu skemmri tíma? „Nei, alls ekki, þetta þarf bara sinn tíma, það þarf að melta þetta, það þarf að kynna þetta í sveitarstjórnum á milli funda og menn þurfa að hafa ákveðið umboð og svo framvegis,“ segir Helgi. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfandi innviðaráðherra er ánægður með sunnlensku sveitarfélögin og nýja svæðisskipulagið. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. En var þetta síðasta undirskrift Sigurðar Inga sem ráðherra eða hvað? „Ég lofa engu um það“. Mikil ánægja er hjá fulltrúum sveitarfélaganna með nýja svæðisskipulagið, sem gildir til 2042.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bláskógabyggð Skipulag Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu settust við langborð þar sem undirritun Svæðisskipulagsins fór fram með formlegum hætti að viðstöddum Innviðaráháðherra, sem skrifaði líka undir. Mikil ánægja er með þá vinnu, sem hefur farið fram í sveitarfélögunum vegna skipulagsins. „Já, þetta er stórmerkilegt plagg fyrir okkur Sunnlendinga og ég myndi segja að þetta sé ein af stóru stundunum hjá Sunnlendingum. Ég held að fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því í raun og veru fyrr en eftir nokkur ár hvað þetta er í raun mikið afrek að hafa náð sameiginlegri sýn um stefnuna á hálendinu,“ segir Helgi Kjartansson, „Svo á náttúrulega hvert og eitt sveitarfélag eftir að vinna sitt aðalskipulag út frá svæðisskipulaginu og svo deiliskipulaginu og framvegis en þarna er verið að mynda stóru myndina,“ bætir Helgi við. Helgi segir að tekið sé á öllum helstu málum Suðurhálendisins í skipulaginu eins og hvað verðar verndun og nýtingu og þess háttar. En að það hafi tekið fimm ár að vinna svæðisskipulagið, er það ekki vel í lagt, hefði ekki verið hægt að gera þetta á miklu skemmri tíma? „Nei, alls ekki, þetta þarf bara sinn tíma, það þarf að melta þetta, það þarf að kynna þetta í sveitarstjórnum á milli funda og menn þurfa að hafa ákveðið umboð og svo framvegis,“ segir Helgi. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfandi innviðaráðherra er ánægður með sunnlensku sveitarfélögin og nýja svæðisskipulagið. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. En var þetta síðasta undirskrift Sigurðar Inga sem ráðherra eða hvað? „Ég lofa engu um það“. Mikil ánægja er hjá fulltrúum sveitarfélaganna með nýja svæðisskipulagið, sem gildir til 2042.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bláskógabyggð Skipulag Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira