„Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 07:26 Arnar Gunnlaugsson og tíu mánaða dóttir hans mættu saman í viðtal fyrir leik Víkings við Djurgården. Stöð 2 Sport Víkingar eru í þeirri stórkostlegu stöðu að geta upp úr hádegi í dag tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson á von á mikilli stemningu á Kópavogsvelli en þar verða hundruð sænskra stuðningsmanna Djurgården. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Það lá vel á Arnari þegar hann ræddi við Vísi í gær, með tíu mánaða dóttur sína í fanginu. Rétt eins og hún fer brátt að læra að labba þá hafa Víkingar náð að fóta sig í nýrri keppni, og orðið fyrstir íslenskra liða til að vinna sigra í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar hafa unnið báða heimaleiki sína á Kópavogsvelli til þessa í keppninni, og eru með sjö stig líkt og mótherji dagsins, Djurgården, nú þegar fjórum umferðum af sex er lokið. Sá stigafjöldi gæti hreinlega dugað til að vera í hópi þeirra 24 liða sem fara áfram í keppninni, en það er ekki alveg víst. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, í febrúar. Mikið í húfi og algjör veisla í vændum „Bæði lið þurfa á stigi eða stigum að halda. Þeir eru að koma með einhverja geðveika stuðningsmenn, í góðri merkingu þess orðs, og ég á von á mikilli stemningu hjá bæði okkar og þeirra fólki. Miðað við hve mikið er í húfi, og hve báðum liðum hefur gengið vel hingað til í keppninni, þá held ég að þetta verði algjör veisla,“ segir Arnar um leik dagsins sem hefst klukkan 13. Arnar býst að sjálfsögðu við hörkuleik gegn Svíunum: „Við náðum góðum úrslitum gegn Malmö fyrir tveimur árum síðan. Miðað við okkar heimavallarárangur undanfarin fjögur ár í Evrópukeppni, sem hefur verið algjörlega frábær, þá held ég að það verði ekkert vanmat hjá frændum okkar Svíum. Þeir munu taka harkalega á móti okkur. Þetta er mjög rútínerað lið. Ekta sænskt lið þar sem allir kunna sitt hlutverk upp á tíu. Þeir hafa verið virkilega sterkir í Evrópukeppninni hingað til, þannig að ég gef þeim bara mín bestu meðmæli,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar og dóttir í viðtali fyrir leik „Algjör draumur fyrir okkur þjálfarana“ Talsvert er liðið síðan að Íslandsmótinu lauk og því lítið um alvöru leiki hjá Víkingum þessa dagana, öfug við í sumar: „Þetta er búið að vera algjör draumur fyrir okkur þjálfarana. Það var svo lítið um æfingar þegar leikjaálagið var sem mest í sumar. Mér leið eins og við fengjum aldrei alvöru æfingar með strákunum – bara fundi og endurheimt. Núna loksins höfum við í 3-4 vikur getað tekið mjög góðar æfingar, lagt áherslu á taktík í bland við fitness, sem hefur nýst okkur vel í þessum Evrópukeppnum. Mér líður eins og við séum að fá aftur gamla, góða Víkingsliðið í hendurnar,“ sagði Arnar, og hver veit hvar þetta gamla, góða Víkingslið endar? „Ég held að við séum búnir að sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima á þessu stigi. Þetta hefur verið frábær keppni fyrir okkur og núna erum við allt í einu komnir í draumalandið. Eitt stig gulltryggir okkur í umspil, og ef við vinnum leikinn þá förum við í flugvélina til Austurríkis með það markmið að komast í topp átta, sem er alveg fáránlegt. Við förum ekki fram úr sjálfum okkur en vonandi náum við að gulltryggja þetta stig og fara áhyggjulausir til Austurríkis,“ sagði Arnar en þar spilar Víkingur lokaleik sinn í deildarkeppninni, gegn LASK eftir viku. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi. Það lá vel á Arnari þegar hann ræddi við Vísi í gær, með tíu mánaða dóttur sína í fanginu. Rétt eins og hún fer brátt að læra að labba þá hafa Víkingar náð að fóta sig í nýrri keppni, og orðið fyrstir íslenskra liða til að vinna sigra í aðalhluta Sambandsdeildarinnar. Víkingar hafa unnið báða heimaleiki sína á Kópavogsvelli til þessa í keppninni, og eru með sjö stig líkt og mótherji dagsins, Djurgården, nú þegar fjórum umferðum af sex er lokið. Sá stigafjöldi gæti hreinlega dugað til að vera í hópi þeirra 24 liða sem fara áfram í keppninni, en það er ekki alveg víst. Átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, í febrúar. Mikið í húfi og algjör veisla í vændum „Bæði lið þurfa á stigi eða stigum að halda. Þeir eru að koma með einhverja geðveika stuðningsmenn, í góðri merkingu þess orðs, og ég á von á mikilli stemningu hjá bæði okkar og þeirra fólki. Miðað við hve mikið er í húfi, og hve báðum liðum hefur gengið vel hingað til í keppninni, þá held ég að þetta verði algjör veisla,“ segir Arnar um leik dagsins sem hefst klukkan 13. Arnar býst að sjálfsögðu við hörkuleik gegn Svíunum: „Við náðum góðum úrslitum gegn Malmö fyrir tveimur árum síðan. Miðað við okkar heimavallarárangur undanfarin fjögur ár í Evrópukeppni, sem hefur verið algjörlega frábær, þá held ég að það verði ekkert vanmat hjá frændum okkar Svíum. Þeir munu taka harkalega á móti okkur. Þetta er mjög rútínerað lið. Ekta sænskt lið þar sem allir kunna sitt hlutverk upp á tíu. Þeir hafa verið virkilega sterkir í Evrópukeppninni hingað til, þannig að ég gef þeim bara mín bestu meðmæli,“ sagði Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar og dóttir í viðtali fyrir leik „Algjör draumur fyrir okkur þjálfarana“ Talsvert er liðið síðan að Íslandsmótinu lauk og því lítið um alvöru leiki hjá Víkingum þessa dagana, öfug við í sumar: „Þetta er búið að vera algjör draumur fyrir okkur þjálfarana. Það var svo lítið um æfingar þegar leikjaálagið var sem mest í sumar. Mér leið eins og við fengjum aldrei alvöru æfingar með strákunum – bara fundi og endurheimt. Núna loksins höfum við í 3-4 vikur getað tekið mjög góðar æfingar, lagt áherslu á taktík í bland við fitness, sem hefur nýst okkur vel í þessum Evrópukeppnum. Mér líður eins og við séum að fá aftur gamla, góða Víkingsliðið í hendurnar,“ sagði Arnar, og hver veit hvar þetta gamla, góða Víkingslið endar? „Ég held að við séum búnir að sanna fyrir okkur og öðrum að við eigum heima á þessu stigi. Þetta hefur verið frábær keppni fyrir okkur og núna erum við allt í einu komnir í draumalandið. Eitt stig gulltryggir okkur í umspil, og ef við vinnum leikinn þá förum við í flugvélina til Austurríkis með það markmið að komast í topp átta, sem er alveg fáránlegt. Við förum ekki fram úr sjálfum okkur en vonandi náum við að gulltryggja þetta stig og fara áhyggjulausir til Austurríkis,“ sagði Arnar en þar spilar Víkingur lokaleik sinn í deildarkeppninni, gegn LASK eftir viku. Leikur Víkings og Djurgården hefst klukkan 13 og er sýndur á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 12:30. Bein textalýsing verður á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Víkings Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Víkings fyrir leikinn gegn Djurgården í Sambandsdeild Evrópu. 11. desember 2024 15:02
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti