Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. desember 2024 08:08 Singh sagði ekkert til í staðhæfingum þingmannsins. Getty/Kevin Dietsch Talsmaður Pentagon neitar því staðfastlega að drónar sem sést hafa í New Jersey á síðustu vikum komi frá „móðurskipi“ Írana við austurströnd Bandaríkjanna. Tugir dróna hafa sést yfir New Jersey í nokkrar vikur, meðal annars við herstöðvar og golfvöll í eigu Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta. Íbúar hafa krafist viðbragða en fátt verið um svör. Fjallað hefur verið um málið í miðlum vestanhafs síðustu daga en það tók nýja stefnu þegar Jeff Van Drew, þingmaður Repúblikanaflokksins frá New Jersey, sagðist í samtali við Fox News hafa það frá háttsettum heimildarmönnum að drónarnir kæmu frá „móðurskipi“ Íran í Atlantshafi. Van Drew sagði að réttast væri að skjóta drónana niður. Sabrina Singh, talsmaður Pentagon, sagði hins vegar á reglubundnum blaðamannafundi í gær að ekkert væri til í fullyrðingum þingmannsins. „Það er ekkert íranskt skip við strendur Bandaríkjanna og það er ekkert svokallað móðurskip að senda dróna yfir Bandaríkin,“ sagði hún. Það væri raunar mat hermálayfirvalda að drónarnir tengdust ekki erlendum aðilum eða andstæðingum. Alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar en hefur ekki getað veitt útskýringar enn sem komið er. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, sagði 49 tilkynningar hafa borist um dróna bara á sunnudag, en hann ítrekaði að ekki væri talið að þeir ógnuðu öryggi almennings. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Tugir dróna hafa sést yfir New Jersey í nokkrar vikur, meðal annars við herstöðvar og golfvöll í eigu Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta. Íbúar hafa krafist viðbragða en fátt verið um svör. Fjallað hefur verið um málið í miðlum vestanhafs síðustu daga en það tók nýja stefnu þegar Jeff Van Drew, þingmaður Repúblikanaflokksins frá New Jersey, sagðist í samtali við Fox News hafa það frá háttsettum heimildarmönnum að drónarnir kæmu frá „móðurskipi“ Íran í Atlantshafi. Van Drew sagði að réttast væri að skjóta drónana niður. Sabrina Singh, talsmaður Pentagon, sagði hins vegar á reglubundnum blaðamannafundi í gær að ekkert væri til í fullyrðingum þingmannsins. „Það er ekkert íranskt skip við strendur Bandaríkjanna og það er ekkert svokallað móðurskip að senda dróna yfir Bandaríkin,“ sagði hún. Það væri raunar mat hermálayfirvalda að drónarnir tengdust ekki erlendum aðilum eða andstæðingum. Alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar en hefur ekki getað veitt útskýringar enn sem komið er. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, sagði 49 tilkynningar hafa borist um dróna bara á sunnudag, en hann ítrekaði að ekki væri talið að þeir ógnuðu öryggi almennings.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent