Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2024 10:17 Karlmaðurinn sem er ákærður í málinu huldi andlit sitt þegar hann gekk fram hjá ljósmyndara Vísis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, 12. desember 2024. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð yfir karlmanni sem er ákærður fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu og áreita unglingsson hennar og vinkonu sem eru einnig andlega fötluð hófst í gær. Réttarhöldin eru lokuð en maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Karlmaður frá Akranesi er ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn konunni. Hann er meðal annars ákærður fyrir að neyða son hennar til þess að fylgjast með þegar hann nauðgaði móður hans. Þá er hann ákærður fyrir að hafa látið aðra karla sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum nauðga konunni. Brotin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020. Maðurinn hafi komið nokkrum sinnum í mánuði að jafnaði heim til konunnar og brotið gegn henni og nýtt sér að hún gæti ekki spornað gegn því vegna andlegrar fötlunar sinnar. Hann hafi jafnframt nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun sem yfirmaður hennar. Fyrir utan að neyða son konunnar til þess að fylgjast með því þegar hann nauðgaði henni er maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syninum. Hún fólst meðal annars í því að maðurinn spurði piltinn ítrekað út í kynlífs hans og gefið honum leiðbeiningar á því sviði. Grófasta brotið af því tagi átti sér stað undir lok árs 2020 þegar maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið inn í herbergi sonar konunnar þar sem hann var að stunda kynlíf með annarri konu á bak við luktar dyr. Maðurinn hafi farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúmi piltsins og fært hönd sína nálægt kynfærum. Þá hafi hann gefið piltinum leiðbeiningar um hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Hann braut á henni um fimm ára skeið samkvæmt ákæru.Vísir/Vilhelm Hinir mennirnir ekki ákærðir Maðurinn er sakaður um að hafa notfært sér að parið gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Ríkisútvarpið segir að sá ákærði hafi verið verslunarstjóri í stórri matvöruverslun í Reykjavík þegar brotin voru framin. Honum hafi verið sagt upp samdægurs þegar lögregla hafði samband við stjórnendur fyrirtækisins. Þrír karlmenn sem sá ákærði bauð heim til konunnar til þess að nauðga henni eru ekki ákærðir í málinu. Saksóknari í málinu vísaði til þess að þinghaldið væri lokað um hvers vegna hann gæti ekki veitt neinar upplýsingar um á hverju það stæði. Aðalmeðferðin, sem hófst í gær, er sögð eiga að taka þrjá daga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Akranes Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Karlmaður frá Akranesi er ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn konunni. Hann er meðal annars ákærður fyrir að neyða son hennar til þess að fylgjast með þegar hann nauðgaði móður hans. Þá er hann ákærður fyrir að hafa látið aðra karla sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum nauðga konunni. Brotin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020. Maðurinn hafi komið nokkrum sinnum í mánuði að jafnaði heim til konunnar og brotið gegn henni og nýtt sér að hún gæti ekki spornað gegn því vegna andlegrar fötlunar sinnar. Hann hafi jafnframt nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun sem yfirmaður hennar. Fyrir utan að neyða son konunnar til þess að fylgjast með því þegar hann nauðgaði henni er maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syninum. Hún fólst meðal annars í því að maðurinn spurði piltinn ítrekað út í kynlífs hans og gefið honum leiðbeiningar á því sviði. Grófasta brotið af því tagi átti sér stað undir lok árs 2020 þegar maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið inn í herbergi sonar konunnar þar sem hann var að stunda kynlíf með annarri konu á bak við luktar dyr. Maðurinn hafi farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúmi piltsins og fært hönd sína nálægt kynfærum. Þá hafi hann gefið piltinum leiðbeiningar um hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Hann braut á henni um fimm ára skeið samkvæmt ákæru.Vísir/Vilhelm Hinir mennirnir ekki ákærðir Maðurinn er sakaður um að hafa notfært sér að parið gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Ríkisútvarpið segir að sá ákærði hafi verið verslunarstjóri í stórri matvöruverslun í Reykjavík þegar brotin voru framin. Honum hafi verið sagt upp samdægurs þegar lögregla hafði samband við stjórnendur fyrirtækisins. Þrír karlmenn sem sá ákærði bauð heim til konunnar til þess að nauðga henni eru ekki ákærðir í málinu. Saksóknari í málinu vísaði til þess að þinghaldið væri lokað um hvers vegna hann gæti ekki veitt neinar upplýsingar um á hverju það stæði. Aðalmeðferðin, sem hófst í gær, er sögð eiga að taka þrjá daga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Akranes Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira