Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2024 10:17 Karlmaðurinn sem er ákærður í málinu huldi andlit sitt þegar hann gekk fram hjá ljósmyndara Vísis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, 12. desember 2024. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð yfir karlmanni sem er ákærður fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu og áreita unglingsson hennar og vinkonu sem eru einnig andlega fötluð hófst í gær. Réttarhöldin eru lokuð en maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Karlmaður frá Akranesi er ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn konunni. Hann er meðal annars ákærður fyrir að neyða son hennar til þess að fylgjast með þegar hann nauðgaði móður hans. Þá er hann ákærður fyrir að hafa látið aðra karla sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum nauðga konunni. Brotin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020. Maðurinn hafi komið nokkrum sinnum í mánuði að jafnaði heim til konunnar og brotið gegn henni og nýtt sér að hún gæti ekki spornað gegn því vegna andlegrar fötlunar sinnar. Hann hafi jafnframt nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun sem yfirmaður hennar. Fyrir utan að neyða son konunnar til þess að fylgjast með því þegar hann nauðgaði henni er maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syninum. Hún fólst meðal annars í því að maðurinn spurði piltinn ítrekað út í kynlífs hans og gefið honum leiðbeiningar á því sviði. Grófasta brotið af því tagi átti sér stað undir lok árs 2020 þegar maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið inn í herbergi sonar konunnar þar sem hann var að stunda kynlíf með annarri konu á bak við luktar dyr. Maðurinn hafi farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúmi piltsins og fært hönd sína nálægt kynfærum. Þá hafi hann gefið piltinum leiðbeiningar um hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Hann braut á henni um fimm ára skeið samkvæmt ákæru.Vísir/Vilhelm Hinir mennirnir ekki ákærðir Maðurinn er sakaður um að hafa notfært sér að parið gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Ríkisútvarpið segir að sá ákærði hafi verið verslunarstjóri í stórri matvöruverslun í Reykjavík þegar brotin voru framin. Honum hafi verið sagt upp samdægurs þegar lögregla hafði samband við stjórnendur fyrirtækisins. Þrír karlmenn sem sá ákærði bauð heim til konunnar til þess að nauðga henni eru ekki ákærðir í málinu. Saksóknari í málinu vísaði til þess að þinghaldið væri lokað um hvers vegna hann gæti ekki veitt neinar upplýsingar um á hverju það stæði. Aðalmeðferðin, sem hófst í gær, er sögð eiga að taka þrjá daga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Akranes Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Karlmaður frá Akranesi er ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn konunni. Hann er meðal annars ákærður fyrir að neyða son hennar til þess að fylgjast með þegar hann nauðgaði móður hans. Þá er hann ákærður fyrir að hafa látið aðra karla sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum nauðga konunni. Brotin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020. Maðurinn hafi komið nokkrum sinnum í mánuði að jafnaði heim til konunnar og brotið gegn henni og nýtt sér að hún gæti ekki spornað gegn því vegna andlegrar fötlunar sinnar. Hann hafi jafnframt nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun sem yfirmaður hennar. Fyrir utan að neyða son konunnar til þess að fylgjast með því þegar hann nauðgaði henni er maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syninum. Hún fólst meðal annars í því að maðurinn spurði piltinn ítrekað út í kynlífs hans og gefið honum leiðbeiningar á því sviði. Grófasta brotið af því tagi átti sér stað undir lok árs 2020 þegar maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið inn í herbergi sonar konunnar þar sem hann var að stunda kynlíf með annarri konu á bak við luktar dyr. Maðurinn hafi farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúmi piltsins og fært hönd sína nálægt kynfærum. Þá hafi hann gefið piltinum leiðbeiningar um hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Hann braut á henni um fimm ára skeið samkvæmt ákæru.Vísir/Vilhelm Hinir mennirnir ekki ákærðir Maðurinn er sakaður um að hafa notfært sér að parið gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Ríkisútvarpið segir að sá ákærði hafi verið verslunarstjóri í stórri matvöruverslun í Reykjavík þegar brotin voru framin. Honum hafi verið sagt upp samdægurs þegar lögregla hafði samband við stjórnendur fyrirtækisins. Þrír karlmenn sem sá ákærði bauð heim til konunnar til þess að nauðga henni eru ekki ákærðir í málinu. Saksóknari í málinu vísaði til þess að þinghaldið væri lokað um hvers vegna hann gæti ekki veitt neinar upplýsingar um á hverju það stæði. Aðalmeðferðin, sem hófst í gær, er sögð eiga að taka þrjá daga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Akranes Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira