Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2024 21:55 Dejan Kulusevski fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Tottenham í kvöld. Getty/Stu Forster Þetta hafa verið erfiðar vikur fyrir Tottenham og en liðið náði að bjarga stigi í Skotlandi í Evrópudeildinni í kvöld. Svíinn Dejan Kulusevski jafnaði metin eftir stoðsendingu frá Dominic Solanke. Þeir komu báðir inn á sem varamenn í seinni hálfleiknum. Jöfnunarmarkið kom fimmtán mínútum fyrir leikslok en hvorugu liðinu tókst að ná inn sigurmarki. Marokkómaðurinn Hamza Igamane hafði komið Rangers í 1-0 á 47. mínútu eftir stoðsendingu frá James Tavernier. Það er óhætt að segja að það sé farið að hitna undir knattspyrnustjóranum Ange Postecoglou enda er liðið án sigurs í fimm síðustu leikjum í öllum keppnum. Liðið vann frábæran sigur á Manchester City en síðan hefur lítið verið að frétta í stigaöflun liðsins. Liðið er líka á hraðri niðurleið í töflunni í Evrópudeildinni. Tottenham vann þrjá fyrstu leiki sína í Evrópudeildinni í vetur en hefur síðan aðeins fengið tvö stig út úr síðustu þremur leikjum. Liðið er í níunda sæti þegar tveir leikir eru eftir. Lokaleikir Tottenham eru á móti þýska liðinu Hoffenheim og sænska liðinu Elfsborg. Evrópudeild UEFA
Þetta hafa verið erfiðar vikur fyrir Tottenham og en liðið náði að bjarga stigi í Skotlandi í Evrópudeildinni í kvöld. Svíinn Dejan Kulusevski jafnaði metin eftir stoðsendingu frá Dominic Solanke. Þeir komu báðir inn á sem varamenn í seinni hálfleiknum. Jöfnunarmarkið kom fimmtán mínútum fyrir leikslok en hvorugu liðinu tókst að ná inn sigurmarki. Marokkómaðurinn Hamza Igamane hafði komið Rangers í 1-0 á 47. mínútu eftir stoðsendingu frá James Tavernier. Það er óhætt að segja að það sé farið að hitna undir knattspyrnustjóranum Ange Postecoglou enda er liðið án sigurs í fimm síðustu leikjum í öllum keppnum. Liðið vann frábæran sigur á Manchester City en síðan hefur lítið verið að frétta í stigaöflun liðsins. Liðið er líka á hraðri niðurleið í töflunni í Evrópudeildinni. Tottenham vann þrjá fyrstu leiki sína í Evrópudeildinni í vetur en hefur síðan aðeins fengið tvö stig út úr síðustu þremur leikjum. Liðið er í níunda sæti þegar tveir leikir eru eftir. Lokaleikir Tottenham eru á móti þýska liðinu Hoffenheim og sænska liðinu Elfsborg.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti